Sátu fyrir góðkunningja lögreglunnar á Kársnesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. janúar 2018 13:30 Lögregla beið og sá hvort einhver myndi sækja fíkniefnin undir bílnum við grjótgarðinn á Kársnesi. Fréttablaðið/Vilhelm Héraðssaksóknari hefur ákært 37 ára gamlan karlmann, Ívar Smára Guðmundsson, fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa mánudaginn 3. október 2016 gert tilraun til að hafa í vörslu sínum 1,4 kíló af MDMA og 100 stykki af MDMA á töfluformi. Lögreglu barst tilkynning um að fíkniefni hefðu fundist í plastboxi undir bíl við grjótagarðinn á Kársnesi þann 3. október. Lagði lögreglan hald á fíkniefnin og kom gerviefnum fyrir í staðinn á sama stað og efnin fundust. Var fylgst með ferðum til og frá staðnum. Fór svo að Ívar Smári var handtekinn af lögreglu eftir að hann náði í plastboxið „sem hann taldi innihalda fíkniefnin“ eins og segir í ákæru. Telst brotið varða 173. grein a) almennra hegningarlaga en brot á lögunum varða allt að tólf ára fangelsi. Málið á hendur Ívari Smára Guðmundssyni verður þingfest þann 5. febrúar.Vísir/E.Ól. Ívar Smári hefur endurtekið komist í kast við lögin undanfarna tvo áratugi. Árið 2006 komst hann í fréttirnar þegar hann strauk frá fangaflutningsmönnum í Héraðsdómi Reykjavíkur en þá afplánaði hann 20 mánaða dóm vegna fíkniefnamála. Þá hlaut hann þriggja ára fangelsi síðla sama árs fyrir fjölmörg rán, þar á meðal rán, fjársvik og fíkniefnabrot. Vakti athygli tilraun hans til ráns í Bónusvídeó á Akureyri þar sem starfsstúlku tókst að læsa hann inni í herbergi vídeóleigunnar eftir að hann hafði komist yfir 1,5 milljón króna í reiðufé. Ívar Smári hlaut fjögurra mánaða dóm árið 2015 fyrir þjófnað á tölvubúnaði úr Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Þá vakti athygli í fyrra þegar hann stofnaði fyrirtækið 4 grjótharðir ásamt Stefáni Loga Sívarssyni, Stefáni Blackburn og Berki Birgissyni. Allir eiga þeir að baki þunga dóma fyrir ofbeldisbrot. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 5. febrúar. Lögreglumál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært 37 ára gamlan karlmann, Ívar Smára Guðmundsson, fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa mánudaginn 3. október 2016 gert tilraun til að hafa í vörslu sínum 1,4 kíló af MDMA og 100 stykki af MDMA á töfluformi. Lögreglu barst tilkynning um að fíkniefni hefðu fundist í plastboxi undir bíl við grjótagarðinn á Kársnesi þann 3. október. Lagði lögreglan hald á fíkniefnin og kom gerviefnum fyrir í staðinn á sama stað og efnin fundust. Var fylgst með ferðum til og frá staðnum. Fór svo að Ívar Smári var handtekinn af lögreglu eftir að hann náði í plastboxið „sem hann taldi innihalda fíkniefnin“ eins og segir í ákæru. Telst brotið varða 173. grein a) almennra hegningarlaga en brot á lögunum varða allt að tólf ára fangelsi. Málið á hendur Ívari Smára Guðmundssyni verður þingfest þann 5. febrúar.Vísir/E.Ól. Ívar Smári hefur endurtekið komist í kast við lögin undanfarna tvo áratugi. Árið 2006 komst hann í fréttirnar þegar hann strauk frá fangaflutningsmönnum í Héraðsdómi Reykjavíkur en þá afplánaði hann 20 mánaða dóm vegna fíkniefnamála. Þá hlaut hann þriggja ára fangelsi síðla sama árs fyrir fjölmörg rán, þar á meðal rán, fjársvik og fíkniefnabrot. Vakti athygli tilraun hans til ráns í Bónusvídeó á Akureyri þar sem starfsstúlku tókst að læsa hann inni í herbergi vídeóleigunnar eftir að hann hafði komist yfir 1,5 milljón króna í reiðufé. Ívar Smári hlaut fjögurra mánaða dóm árið 2015 fyrir þjófnað á tölvubúnaði úr Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Þá vakti athygli í fyrra þegar hann stofnaði fyrirtækið 4 grjótharðir ásamt Stefáni Loga Sívarssyni, Stefáni Blackburn og Berki Birgissyni. Allir eiga þeir að baki þunga dóma fyrir ofbeldisbrot. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 5. febrúar.
Lögreglumál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira