Allir mennirnir fjórir hafa þunga dóma fyrir ofbeldisbrot á bakinu.

Þeir voru síðar sakaðir um að hafa orðið manni að bana í fangaklefa hans á Litla-Hrauni árið 2012 en voru sýknaðir í Hæstarétti í mars síðastliðnum. Börkur fer með prókúruumboð i félaginu.
Nafnarnir Stefán Logi og Stefán Blackburn voru að sama skapi dæmdir í sex ára fangelsi árið 2014 í Stokkseyrarmálinu svokallaða.
Rændu þeir tveimur mönnum og var öðrum þeirra haldið nauðugum í hálfan sólarhring og hann barinn illa, hann stunginn með skrúfjárni, dúkahníf og óhreinum sprautunálum af Stefáni Loga og Stefáni Blackburn.

Ívar Smári á einnig langan brotaferil að baki. Hann hefur meðal annars verið dæmdur fyrir hylmingu, fíkniefnabrot, ránsbrot, þjófnað og líkamsárás. Þá strauk hann einnig af Litla-Hrauni árið 2007. Hann er titlaður formaður stjórnar 4 Grjótharðra.
Þá er endurskoðandi og skoðunarmaður félagsins, Jón Pétursson, einnig ofbeldismaður. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi árið 2007 fyrir að hrottalegt ofbeldi gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Þá hafði hann skömmu áður hlotið fimm ára dóm fyrir sambærilegt brot.