Fjórum mánuðum eftir að fellibylurinn María olli mannskaða og eyðileggingu á Púertó Ríkó eru fleiri en 450.000 viðskiptavinir rafveitu eyjarinnar enn án rafmagns. Um 68% viðskiptavina rafveitu Púertó Ríkó hefur aðgang að rafmagni.
Bæði fyrirtæki, iðnaður og einstaklingar eru inni í tölum PREPA, rafveitu Púertó Ríkó. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hversu margir íbúar eru án rafmagns, að því er segir í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. PREPA segist vinna með verkfræðingum Bandaríkjahers og Almannavarna Bandaríkjanna til að koma rafmagni á til allra sem fyrst.
Það eru ekki aðeins rafmagn sem íbúa Púertó Ríkó skortir. Þúsundir manna bíða enn eftir að fá dúka sem yfirvöld hafa útdeilt sem bráðabirgðalausn þar sem þök fuku af húsum í fellibylnum sem gekk yfir eyjuna 20. september. Rúmlega þúsund manns hafast enn við í neyðarskýlum eða á hótelum á vegum Almannavarna Bandaríkjanna. Púertó Ríkó er bandarískt yfirráðasvæði.
María var öflugasti stormur sem skollið hafði á Púertó Ríkó í 85 ár.
Hátt í hálf milljón enn án rafmagns á Púertó Ríkó eftir fellibylinn í haust

Tengdar fréttir

Rafmagnslaust næstu mánuði
Rafveitunet Púertó Ríkó laskaðist svo mikið eftir að fellibylurinn María gekk þar yfir að eyjaskeggjar mega gera ráð fyrir rafmagnsleysi næstu mánuði

Heilbrigðiskerfi Púertó Ríkó í lamasessi eftir Maríu
Alvarlegt mannúðarástand er í uppsiglingu á Púertó Ríkó. Skortur á eldsneyti ágerir rafmagnsleysi sem gæti varað í mánuði.

Trump heimsækir hamfarasvæðið: „Púertó Ríkó, þið settuð fjárlögin okkar aðeins úr skorðum“
"Mér þykir leitt að segja ykkur þetta, Púertó Ríkó, en þið settuð fjárlögin okkar aðeins úr skorðum,“ sagði Trump á blaðamannafundi þegar hann heimsótti Púertó Ríkó í fyrsta skipti í dag.

Tjón vegna náttúruhamfara í Bandaríkjunum hefur aldrei verið meira
Í heildina nam tjón af völdum náttúruhamfara í Bandaríkjunum rúmum 300 milljörðum dollara í fyrra.

Trump hótar að hætta neyðaraðstoð við Púertó Ríkó
Flestir íbúar Púertó Ríkó hafa verið án rafmagns í þrjár viku og stór hluti er án drykkjarvatns. Trump hótar þeim að draga aðstoð alríkisstjórnar Bandaríkjanna til baka.