Hlýnun ógnar Þingvallasilungi Baldur Guðmundsson skrifar 29. janúar 2018 06:00 Hilmar Malmquist líffræðingur kynnir niðurstöður sínar í HÍ síðdegis. vísir/arnþór „Við óttumst að þetta geti haft ófyrirséðar afleiðingar,“ segir líffræðingurinn Hilmar J. Malmquist um breytingar á lífríki Þingvallavatns. Stofnar tveggja kísilþörunga, undirstöðu lífríkisins í Þingvallavatni, hrundu árið 2016 en fundust aftur í fyrra. Skýringin er líklega sú að vatnið hlýnaði um 0,2 gráður á áratug frá miðjum níunda áratugnum. Mest er hlýnunin yfir sumarið. Í júní, júlí og ágúst hefur hitinn hækkað um 1,3 til 1,6 gráður borið saman við meðaltal áranna 1962 til 2016. Haustin og fram í janúar eru líka umtalsvert hlýrri nú en þá. Níu tíundu hlutar af vatnsbúskap Þingvallavatns rekur rætur til vatnsuppspretta. Það vatn er þriggja til fjögurra gráðu heitt. Þrátt fyrir þessar miklu uppsprettur hefur Þingvallavatn hlýnað marktækt á 30 til 35 árum. Yfirborðið hefur hlýnað meira en neðri lögin. Hilmar segir það rakið til hnattrænnar hlýnunar. Sambærilegar breytingar hafa orðið í öðrum vötnum á norðlægum slóðum. Fordæmalaus breyting varð í Þingvallavatni 2016 er stofnar tveggja helstu kísilþörunga í vatninu hurfu. „Menn vita ekki til breytinga af þessu tagi áður,“ segir Hilmar. Þörungarnir fundust í fyrstu rannsóknum á vatninu fyrir tæplega 120 árum. Hilmar segir hlýnun stöðuvatna hafa áhrif á fiskistofna. Hún hafi bein áhrif á grunn fæðukeðjunnar. „Við sjáum þess ekki merki á fiskinum í Þingvallavatni. En það má búast við, ef þessir tveir kísilþörungar hrynja og aðrir taka við, að það geti haft áhrif upp í gegn um fæðukeðjuna.“ Þá segir Hilmar óvíst að krabbadýrin – sem murtan, það bleikjuafbrigði sem langmest er af í vatninu, éti - geti étið þá þörunga. „Þá hrynur fæðuframboð fyrir murtuna.“ Hilmar kveðst síður eiga von á að áhrif á fiska komi jafn sterkt fram í Þingvallavatni og í grynnri vötnum á borð við Elliðavatn. Hann flytur í dag erindi hjá Háskóla Íslands um rannsóknir sínar. „Það eru blikur á lofti og eitt og annað sem blasir við,“ segir Hilmar um framtíð Þingvallavatns. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
„Við óttumst að þetta geti haft ófyrirséðar afleiðingar,“ segir líffræðingurinn Hilmar J. Malmquist um breytingar á lífríki Þingvallavatns. Stofnar tveggja kísilþörunga, undirstöðu lífríkisins í Þingvallavatni, hrundu árið 2016 en fundust aftur í fyrra. Skýringin er líklega sú að vatnið hlýnaði um 0,2 gráður á áratug frá miðjum níunda áratugnum. Mest er hlýnunin yfir sumarið. Í júní, júlí og ágúst hefur hitinn hækkað um 1,3 til 1,6 gráður borið saman við meðaltal áranna 1962 til 2016. Haustin og fram í janúar eru líka umtalsvert hlýrri nú en þá. Níu tíundu hlutar af vatnsbúskap Þingvallavatns rekur rætur til vatnsuppspretta. Það vatn er þriggja til fjögurra gráðu heitt. Þrátt fyrir þessar miklu uppsprettur hefur Þingvallavatn hlýnað marktækt á 30 til 35 árum. Yfirborðið hefur hlýnað meira en neðri lögin. Hilmar segir það rakið til hnattrænnar hlýnunar. Sambærilegar breytingar hafa orðið í öðrum vötnum á norðlægum slóðum. Fordæmalaus breyting varð í Þingvallavatni 2016 er stofnar tveggja helstu kísilþörunga í vatninu hurfu. „Menn vita ekki til breytinga af þessu tagi áður,“ segir Hilmar. Þörungarnir fundust í fyrstu rannsóknum á vatninu fyrir tæplega 120 árum. Hilmar segir hlýnun stöðuvatna hafa áhrif á fiskistofna. Hún hafi bein áhrif á grunn fæðukeðjunnar. „Við sjáum þess ekki merki á fiskinum í Þingvallavatni. En það má búast við, ef þessir tveir kísilþörungar hrynja og aðrir taka við, að það geti haft áhrif upp í gegn um fæðukeðjuna.“ Þá segir Hilmar óvíst að krabbadýrin – sem murtan, það bleikjuafbrigði sem langmest er af í vatninu, éti - geti étið þá þörunga. „Þá hrynur fæðuframboð fyrir murtuna.“ Hilmar kveðst síður eiga von á að áhrif á fiska komi jafn sterkt fram í Þingvallavatni og í grynnri vötnum á borð við Elliðavatn. Hann flytur í dag erindi hjá Háskóla Íslands um rannsóknir sínar. „Það eru blikur á lofti og eitt og annað sem blasir við,“ segir Hilmar um framtíð Þingvallavatns.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira