Stefna á nýja ríkisstjórn um páska Heimir Már Pétursson skrifar 12. janúar 2018 20:08 Reiknað er með að ný ríkisstjórn geti tekið við í Þýskalandi í kring um páska en Kristilegir demókratar og Sósíaldemókratar náðu samkomulagi í nótt um að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Angela Merkel kanslari boðar nýjar tillögur um þróun Evrópusamvinnunnar í stjórnarsáttmálanum. Nú sér fyrir endann á lengstu stjórnarkreppu í sögu Þýskalands á eftirstríðsárunum en ekki hefur tekist að mynda ríkisstjórn frá kosningum um miðjan september. Leiðtogar gömlu stjórnarflokkanna, Kristilegra demókrata flokks Angelu Merkel, systurflokks þeirra og Sósíaldemókrata tilkynntu í morgun að samkomulag hefði tekist í nótt um að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Merkel sagði umheiminn ekki bíða eftir Þýskalandi. „Að því er varðar Evrópu sérstaklega þá erum við sannfærð um að gefa þurfi upp á í nýtt í málefnum ESB. Við höfum lagt mikið í hugmyndavinnu og fullt traust hefur ríkt, sérstaklega milli formanna flokkanna. Því er ég sannfærð um að við finnum nýjar leiðir til að vinna með Frakklandi,“ sagði Merkel í dag. En stjórn Macron Frakklandsforseta hefur sett fram hugmyndir um þróun Evrópusamvinnunnar á næstu árum og áratugum. Sósíaldemókratar hafa verið tregir til að endurnýja samstarf sitt við Merkel og flokk hennar, enda beið flokkurinn mesta afhroð í sögu sinni í kosningunum í september. Eftir lok óformlegar viðræðna í nótt gaf framkvæmdastjórn flokksins forystunni hins vegar fullt umboð til að mynda stjórn með Kristilegum demókrötum. „Mig langar að segja að Evrópukaflinn í þessum könnunarviðræðum er nýtt upphaf fyrir Evrópu. Á þessum grunni mun Þýskaland halda styrk sínum innan ESB og næsta ríkisstjórn Þýskalands mun byggja á þessu skjali,“ sagði Martin Schulz, leiðtogi Sósíaldemókrata. En þótt fjórir mánuðir séu liðnir frá kosningum ætla leiðtogarnir ekki að rasa um ráð fram við myndun nýrrar ríkisstjórnar ef marka má yfirlýsingar Horst Seehofer formanns systurflokks Merkel. „Ég tel að ef þetta gengur upp og ef viðræður flokkanna fara síðan fram þannig að við getum haldið hraðanum uppi gætum við hugsanlega myndað ríkisstjórn fyrir páska,“ sagði Horst Seehofer. Flokkarnir leggja allir áherslu á að Þýskaland verði áfram sterkt og efnahagslega leiðandi innan Evrópusamvinnunnar. Evrópusambandið Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Reiknað er með að ný ríkisstjórn geti tekið við í Þýskalandi í kring um páska en Kristilegir demókratar og Sósíaldemókratar náðu samkomulagi í nótt um að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Angela Merkel kanslari boðar nýjar tillögur um þróun Evrópusamvinnunnar í stjórnarsáttmálanum. Nú sér fyrir endann á lengstu stjórnarkreppu í sögu Þýskalands á eftirstríðsárunum en ekki hefur tekist að mynda ríkisstjórn frá kosningum um miðjan september. Leiðtogar gömlu stjórnarflokkanna, Kristilegra demókrata flokks Angelu Merkel, systurflokks þeirra og Sósíaldemókrata tilkynntu í morgun að samkomulag hefði tekist í nótt um að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Merkel sagði umheiminn ekki bíða eftir Þýskalandi. „Að því er varðar Evrópu sérstaklega þá erum við sannfærð um að gefa þurfi upp á í nýtt í málefnum ESB. Við höfum lagt mikið í hugmyndavinnu og fullt traust hefur ríkt, sérstaklega milli formanna flokkanna. Því er ég sannfærð um að við finnum nýjar leiðir til að vinna með Frakklandi,“ sagði Merkel í dag. En stjórn Macron Frakklandsforseta hefur sett fram hugmyndir um þróun Evrópusamvinnunnar á næstu árum og áratugum. Sósíaldemókratar hafa verið tregir til að endurnýja samstarf sitt við Merkel og flokk hennar, enda beið flokkurinn mesta afhroð í sögu sinni í kosningunum í september. Eftir lok óformlegar viðræðna í nótt gaf framkvæmdastjórn flokksins forystunni hins vegar fullt umboð til að mynda stjórn með Kristilegum demókrötum. „Mig langar að segja að Evrópukaflinn í þessum könnunarviðræðum er nýtt upphaf fyrir Evrópu. Á þessum grunni mun Þýskaland halda styrk sínum innan ESB og næsta ríkisstjórn Þýskalands mun byggja á þessu skjali,“ sagði Martin Schulz, leiðtogi Sósíaldemókrata. En þótt fjórir mánuðir séu liðnir frá kosningum ætla leiðtogarnir ekki að rasa um ráð fram við myndun nýrrar ríkisstjórnar ef marka má yfirlýsingar Horst Seehofer formanns systurflokks Merkel. „Ég tel að ef þetta gengur upp og ef viðræður flokkanna fara síðan fram þannig að við getum haldið hraðanum uppi gætum við hugsanlega myndað ríkisstjórn fyrir páska,“ sagði Horst Seehofer. Flokkarnir leggja allir áherslu á að Þýskaland verði áfram sterkt og efnahagslega leiðandi innan Evrópusamvinnunnar.
Evrópusambandið Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira