Nær tvöföldun á öldruðum í áfengismeðferð Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 16. janúar 2018 20:30 Á læknadögum í dag fjallaði Hildur Þórarinsdóttir, sérfræðingur í lyf- og öldrunarlækningum, um áfengismisnotkun aldraðra en margt bendir til að um falinn, vaxandi vanda sé að ræða. „Við sjáum það á öldrunardeildum og öllum legudeildum Landspítalans að stór hluti fólks er með áfengis- eða fíknisjúkdóm líka.“Fjölgunin sést svart á hvítu á innlögnum á sjúkrahúsið Vog. Frá árinu 2001 hefur orðið 78 prósent fjölgun á innlögnum 60 ára og eldri á sjúkrahúsinu Vogi. Einnig hefur fjölgað þeim sem eru eldri en 60 ára og leita sér hjálpar í fyrsta skipti á sjúkrahúsinu. Frá árunum 2002-2008 voru þeir 213 en á árunum 2009-2015 voru 269. Það er 26% fjölgun.Þar af hefur þeim sem eru 69 ára og eldri - og eru að fara í sína fyrstu meðferð - fjölgað úr 50 í 66 eða um 32% Hildur segir ekki óalgengt að fólk þrói með sér fíknisjúkdóm á efri árum.Hildur Þórarinsdóttir, sérfræðingur í lyf- og öldrunarlækningum „Það breytast ákveðnir hlutir þegar fólk eldist. Þegar það fer út af vinnumarkaði og missir félagsleg hlutverk. Eða verður veikt eða veikindi maka koma upp, þá eykst drykkjan og með aukinni drykkju aukast líkur á að fólk þrói með sér fíknisjúkdóm.“ Erlendar rannsóknir sýna að aðeins 7% af þeim sem þurfa meðferð fái meðferð. „Það er oft mikil skömm sem fylgir þessum sjúkdóm, fólk er að berjast við sína eigin fordóma og ættingjar að hylma yfir hlutunum,“ segir Hildur Þórarinsdóttir, öldrunarlæknir. Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna Sjá meira
Á læknadögum í dag fjallaði Hildur Þórarinsdóttir, sérfræðingur í lyf- og öldrunarlækningum, um áfengismisnotkun aldraðra en margt bendir til að um falinn, vaxandi vanda sé að ræða. „Við sjáum það á öldrunardeildum og öllum legudeildum Landspítalans að stór hluti fólks er með áfengis- eða fíknisjúkdóm líka.“Fjölgunin sést svart á hvítu á innlögnum á sjúkrahúsið Vog. Frá árinu 2001 hefur orðið 78 prósent fjölgun á innlögnum 60 ára og eldri á sjúkrahúsinu Vogi. Einnig hefur fjölgað þeim sem eru eldri en 60 ára og leita sér hjálpar í fyrsta skipti á sjúkrahúsinu. Frá árunum 2002-2008 voru þeir 213 en á árunum 2009-2015 voru 269. Það er 26% fjölgun.Þar af hefur þeim sem eru 69 ára og eldri - og eru að fara í sína fyrstu meðferð - fjölgað úr 50 í 66 eða um 32% Hildur segir ekki óalgengt að fólk þrói með sér fíknisjúkdóm á efri árum.Hildur Þórarinsdóttir, sérfræðingur í lyf- og öldrunarlækningum „Það breytast ákveðnir hlutir þegar fólk eldist. Þegar það fer út af vinnumarkaði og missir félagsleg hlutverk. Eða verður veikt eða veikindi maka koma upp, þá eykst drykkjan og með aukinni drykkju aukast líkur á að fólk þrói með sér fíknisjúkdóm.“ Erlendar rannsóknir sýna að aðeins 7% af þeim sem þurfa meðferð fái meðferð. „Það er oft mikil skömm sem fylgir þessum sjúkdóm, fólk er að berjast við sína eigin fordóma og ættingjar að hylma yfir hlutunum,“ segir Hildur Þórarinsdóttir, öldrunarlæknir.
Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent