Upplifun kvenna og innflytjenda 17. janúar 2018 20:46 Þann 15. janúar sl. afhentu fulltrúar vígðra kvenpresta þjóðkirkjunnar Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands, áskorun sem varðaði kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun innan þjóðkirkjunnar. 65 kvenprestar skrifuðu undir áskorunina og 64 frásagnir fylgdu með sem voru reynslusögur þessara kvenpresta um kynbundið ofbeldi, áreitni eða mismunun. Mér sýnist að frásagnirnar geti skipst í fjóra hópa eftir innihaldi. 1) Áreitni sem felur í sér líkamlega snertingu eins og að strjúka rass eða reyna að kyssa viðkomandi. 2) Andlegt ofbeldi sem gefur konu tilefni til að óttast líkamlegt ofbeldi eins og nauðgun. 3) Andlegt ofbeldi eins og niðrandi orðval eða fyrirlitning en hættan á líkamlegu ofbeldi er ekki fyrir hendi. 4) Kerfisbundin mismunun eins og sú staðreynd að kvenprestar eru færri en karlprestar eru í sóknarprestsembættum. Lýsingar kvennanna er að mínu mati allar raunverulegar, hver og ein, og mér þykir leitt að kvenprestar, sem eru samstarfsfólk mitt, í hafi þurft að upplifa svo margar ljótar uppákomur í vinnuumhverfi kirkjunnar. Ég tel að frásagnir sem falla í hóp 1) og 2) vera framkoma sem er bersýnilega meðvituð og ekki hægt að biðjast afsökunar á. Aftur á móti finnst mér maður geta taka þátt í gerðum í sem falla undir atriði 3) jafnvel ómeðvitað, þar sem manneskjan er sköpun, sem umhverfisþættir hafa mikil áhrif á. Menn geta því verið haldnir ,,kvenfyrirlitningu“ án þess að gera sér grein fyrir því sjálfir, jafnvel þó maður virði kvenkynið. Í Japan er t.d. orðasamband ,,me-me-shi-i” sem þýðir bókstaflega að vera ,,kvenlegur”, en notkun þess er afar neikvæð og raunveruleg merking þess er ,,einskis virði eins og kona”. Ég hafði notað þetta orðasamband þar til ég uppgötvaði þau neikvæð blæbrigði, þó að ég upplifi mig ekki sem karlrembu. Stundum býr maður yfir eiginleikum sem maður þekkir ekki nægilega vel. Því held ég að sérhver karlmaður eigi ekki að telja sig of góða í umræðu um kynbundið ofbeldi o.fl. með því að segjast: ,,Ah,en ég er slíkur maður að ég beiti konur ekki ofbeldi eða fyrirlitningu,” heldur fremur að íhuga: ,,Gæti þetta átt við um mig? Við karlmenn þurfum að líta í eigin barm. Annað atriði sem ég tók eftir þegar ég var að lesa frásagnir kvenprestanna. Það er það að upplifanir þeirra eru mjög líkar upplifunum okkar innflytjenda, án tillits til kynjanna, í þjóðfélaginu almennt. Ef til vill kemur gróft ofbeldi í staðinn af kynferðislegra snertingu í ofangreindum flokki 1) þegar um innflytjendur er að ræða. Um flokk 2) og 3) er allt alveg eins og um andlegt ofbeldi gagnvart innflytjendum. Það var t.d. reynslusaga um að menn tala við kvenprest eins og hún væri smábarn, sem sé ósjálfstæða veru, en þetta heyrist einnig oft frá innflytjendum. Flokkur 4)kerfisbundin mismunun, er líka vel kunnug fyrir okkur innflytjendum. ,,Það er erfitt að fá vinnu ef þú hefur erlent nafn“ heyrist oft og einnig hef ég vitnað um það mörgum sinnum sjálfur að eigandi leiguíbúðar segist í síma: ,,Ég vil ekki að leigja útlendingum herbergi/íbúð hjá mér!”. Eftir því sem ég heyri frá öryrkjum eða fólki með ákveðinn sjúkdóm giska ég á að það hljóti að vera fleiri útgáfur ,,Metoo“-frásagna frá sjónarmiði á þeirra. Samt ætli ég alls ekki að segja að: ,,Við þurfum ekki sérstaklega að fjalla um kynbundið ofbeldi af því að allir eigi við sama vandamál að stríða.“ Kynbundið ofbeldi er sjálfstætt mál sem við þurfum að horfast í augu. Af reynslu minni langar mig að fullyrða eitt: Gerendur ofbeldis eða mismununar telja sig ekki vera að gera neitt rangt. Þeim er sama og þeir gleyma fljótt, en þolendur aldrei. Því er það afar nauðsynlegt og mikilvægt að þolendur ofbeldis og mismunar stígi fram og tali skýrt um slíka upplifun. Það er skylda okkar í þjóðfélaginu að hlusta á þolendur áður en við byrjum á að segja þeim eitthvað. Áskorunin kvenpresta þjóðkirkjunnar varðar ekki einungis kvenpresta sjálfa, heldur varðar hún allt kvenfólk sem á erindi við kirkjuna og einnig karla. Ég þekki margar konur í kirkjunni persónulega og ég vil ekki að þær upplifi ljótar uppákomur og sorglegar eins og þær sem sagt hefur verið frá í áskoruninni og ég vil ekki heldur taka þátt í slíkum jafnvel ómeðvitað. Við þurfum að vinna saman. Toshiki Toma, prestur innflytjenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 15. janúar sl. afhentu fulltrúar vígðra kvenpresta þjóðkirkjunnar Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands, áskorun sem varðaði kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun innan þjóðkirkjunnar. 65 kvenprestar skrifuðu undir áskorunina og 64 frásagnir fylgdu með sem voru reynslusögur þessara kvenpresta um kynbundið ofbeldi, áreitni eða mismunun. Mér sýnist að frásagnirnar geti skipst í fjóra hópa eftir innihaldi. 1) Áreitni sem felur í sér líkamlega snertingu eins og að strjúka rass eða reyna að kyssa viðkomandi. 2) Andlegt ofbeldi sem gefur konu tilefni til að óttast líkamlegt ofbeldi eins og nauðgun. 3) Andlegt ofbeldi eins og niðrandi orðval eða fyrirlitning en hættan á líkamlegu ofbeldi er ekki fyrir hendi. 4) Kerfisbundin mismunun eins og sú staðreynd að kvenprestar eru færri en karlprestar eru í sóknarprestsembættum. Lýsingar kvennanna er að mínu mati allar raunverulegar, hver og ein, og mér þykir leitt að kvenprestar, sem eru samstarfsfólk mitt, í hafi þurft að upplifa svo margar ljótar uppákomur í vinnuumhverfi kirkjunnar. Ég tel að frásagnir sem falla í hóp 1) og 2) vera framkoma sem er bersýnilega meðvituð og ekki hægt að biðjast afsökunar á. Aftur á móti finnst mér maður geta taka þátt í gerðum í sem falla undir atriði 3) jafnvel ómeðvitað, þar sem manneskjan er sköpun, sem umhverfisþættir hafa mikil áhrif á. Menn geta því verið haldnir ,,kvenfyrirlitningu“ án þess að gera sér grein fyrir því sjálfir, jafnvel þó maður virði kvenkynið. Í Japan er t.d. orðasamband ,,me-me-shi-i” sem þýðir bókstaflega að vera ,,kvenlegur”, en notkun þess er afar neikvæð og raunveruleg merking þess er ,,einskis virði eins og kona”. Ég hafði notað þetta orðasamband þar til ég uppgötvaði þau neikvæð blæbrigði, þó að ég upplifi mig ekki sem karlrembu. Stundum býr maður yfir eiginleikum sem maður þekkir ekki nægilega vel. Því held ég að sérhver karlmaður eigi ekki að telja sig of góða í umræðu um kynbundið ofbeldi o.fl. með því að segjast: ,,Ah,en ég er slíkur maður að ég beiti konur ekki ofbeldi eða fyrirlitningu,” heldur fremur að íhuga: ,,Gæti þetta átt við um mig? Við karlmenn þurfum að líta í eigin barm. Annað atriði sem ég tók eftir þegar ég var að lesa frásagnir kvenprestanna. Það er það að upplifanir þeirra eru mjög líkar upplifunum okkar innflytjenda, án tillits til kynjanna, í þjóðfélaginu almennt. Ef til vill kemur gróft ofbeldi í staðinn af kynferðislegra snertingu í ofangreindum flokki 1) þegar um innflytjendur er að ræða. Um flokk 2) og 3) er allt alveg eins og um andlegt ofbeldi gagnvart innflytjendum. Það var t.d. reynslusaga um að menn tala við kvenprest eins og hún væri smábarn, sem sé ósjálfstæða veru, en þetta heyrist einnig oft frá innflytjendum. Flokkur 4)kerfisbundin mismunun, er líka vel kunnug fyrir okkur innflytjendum. ,,Það er erfitt að fá vinnu ef þú hefur erlent nafn“ heyrist oft og einnig hef ég vitnað um það mörgum sinnum sjálfur að eigandi leiguíbúðar segist í síma: ,,Ég vil ekki að leigja útlendingum herbergi/íbúð hjá mér!”. Eftir því sem ég heyri frá öryrkjum eða fólki með ákveðinn sjúkdóm giska ég á að það hljóti að vera fleiri útgáfur ,,Metoo“-frásagna frá sjónarmiði á þeirra. Samt ætli ég alls ekki að segja að: ,,Við þurfum ekki sérstaklega að fjalla um kynbundið ofbeldi af því að allir eigi við sama vandamál að stríða.“ Kynbundið ofbeldi er sjálfstætt mál sem við þurfum að horfast í augu. Af reynslu minni langar mig að fullyrða eitt: Gerendur ofbeldis eða mismununar telja sig ekki vera að gera neitt rangt. Þeim er sama og þeir gleyma fljótt, en þolendur aldrei. Því er það afar nauðsynlegt og mikilvægt að þolendur ofbeldis og mismunar stígi fram og tali skýrt um slíka upplifun. Það er skylda okkar í þjóðfélaginu að hlusta á þolendur áður en við byrjum á að segja þeim eitthvað. Áskorunin kvenpresta þjóðkirkjunnar varðar ekki einungis kvenpresta sjálfa, heldur varðar hún allt kvenfólk sem á erindi við kirkjuna og einnig karla. Ég þekki margar konur í kirkjunni persónulega og ég vil ekki að þær upplifi ljótar uppákomur og sorglegar eins og þær sem sagt hefur verið frá í áskoruninni og ég vil ekki heldur taka þátt í slíkum jafnvel ómeðvitað. Við þurfum að vinna saman. Toshiki Toma, prestur innflytjenda
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun