Fyrsti samkynhneigði Ólympíufari Bandaríkjanna gagnrýnir komu Mike Pence á ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2018 15:30 Adam Rippon. Vísir/Getty Vetrarólympíuleikarnir fara fram í Pyeochang í Suður-Kóreu í næsta mánuði og þar mun Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mæta fyrir hönd bandaríska stjórnvalda. Það eru ekki allir sáttir við það. Listskautahlauparinn Adam Rippon vann sér sæti í bandaríska Ólympíuliðinu á dögunum og verður því með í Pyeochang. Hann verður þar með fyrsti opinberi samkynhneigði Bandaríkjamaðurinn til að keppa Vetrarólympíuleikum samkvæmt frétt USA Today. Mike Pence hefur barist á móti því að auka réttindi samkynhneigðra og er á móti hjónabandi milli fólks af sama kyni. Adam Rippon og fleiri eru skiljanlega allt annað en ánægð með skoðanir Pence í þessum málaflokki. Þeim þykir því ekki við hæfi að Mike Pence mæti á svæðið fyrir hönd bandaríska stjórnvalda. „Þú ert að tala um sama Mike Pence og stofnaði meðferðina sem átti að lækna samkynhneigða. Ég er ekki að kaupa það,“ sagði Adam Rippon í viðtali við USA Today.Gay Olympian Adam Rippon blasts the selection of Mike Pence to lead the U.S. delegation at the Pyeongchang Olympics: https://t.co/Ql2bjg366Mpic.twitter.com/CUCwIrNRix — USA TODAY Sports (@usatodaysports) January 17, 2018 „Ef þetta væri fyrir mína grein þá myndi ég pottþétt ekki fórna neinu af mínum undirbúningi til þess að hitta einhvern sem er ekki aðeins óvinur samkynhneigðra heldur telur að samkynhneigðir séu veikir,“ sagði Adam Rippon. Adam Rippon dró aðeins í landa seinna í viðtalinu og sagði að hann væri opnari fyrir því að hitta varaforsetann ef hann væri búinn að keppa á leikunum. Adam Rippon er 28 ára gamall og varð bandarískur meisari árið 2016. Hann endaði í fjórða sæti á úrtökumótinu fyrir þessa Ólympíuleika. Adam Rippon er ekki hrifinn af Donaldo Trump heldur og hefur gefið það út að hann muni ekki mæta í Hvíta húsið fari svo að hann vinni til verðlauna á leikunum í Pyeochang. Rippon segist hinsvegar vera fulltrúi bandarísku þjóðarinnar á ÓL og hann muni virða það. Ólympíuleikarnir séu því enginn vettvangur til að mótmæla. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sport Fleiri fréttir Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Bein útsending: Fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Sjá meira
Vetrarólympíuleikarnir fara fram í Pyeochang í Suður-Kóreu í næsta mánuði og þar mun Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mæta fyrir hönd bandaríska stjórnvalda. Það eru ekki allir sáttir við það. Listskautahlauparinn Adam Rippon vann sér sæti í bandaríska Ólympíuliðinu á dögunum og verður því með í Pyeochang. Hann verður þar með fyrsti opinberi samkynhneigði Bandaríkjamaðurinn til að keppa Vetrarólympíuleikum samkvæmt frétt USA Today. Mike Pence hefur barist á móti því að auka réttindi samkynhneigðra og er á móti hjónabandi milli fólks af sama kyni. Adam Rippon og fleiri eru skiljanlega allt annað en ánægð með skoðanir Pence í þessum málaflokki. Þeim þykir því ekki við hæfi að Mike Pence mæti á svæðið fyrir hönd bandaríska stjórnvalda. „Þú ert að tala um sama Mike Pence og stofnaði meðferðina sem átti að lækna samkynhneigða. Ég er ekki að kaupa það,“ sagði Adam Rippon í viðtali við USA Today.Gay Olympian Adam Rippon blasts the selection of Mike Pence to lead the U.S. delegation at the Pyeongchang Olympics: https://t.co/Ql2bjg366Mpic.twitter.com/CUCwIrNRix — USA TODAY Sports (@usatodaysports) January 17, 2018 „Ef þetta væri fyrir mína grein þá myndi ég pottþétt ekki fórna neinu af mínum undirbúningi til þess að hitta einhvern sem er ekki aðeins óvinur samkynhneigðra heldur telur að samkynhneigðir séu veikir,“ sagði Adam Rippon. Adam Rippon dró aðeins í landa seinna í viðtalinu og sagði að hann væri opnari fyrir því að hitta varaforsetann ef hann væri búinn að keppa á leikunum. Adam Rippon er 28 ára gamall og varð bandarískur meisari árið 2016. Hann endaði í fjórða sæti á úrtökumótinu fyrir þessa Ólympíuleika. Adam Rippon er ekki hrifinn af Donaldo Trump heldur og hefur gefið það út að hann muni ekki mæta í Hvíta húsið fari svo að hann vinni til verðlauna á leikunum í Pyeochang. Rippon segist hinsvegar vera fulltrúi bandarísku þjóðarinnar á ÓL og hann muni virða það. Ólympíuleikarnir séu því enginn vettvangur til að mótmæla.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sport Fleiri fréttir Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Bein útsending: Fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Sjá meira