Viðbrögð við áreitni á vinnustað Kolbrún Baldursdóttir skrifar 4. janúar 2018 09:44 Allir vinnustaðir ættu að hafa viðbragðsáætlun til að fylgja ef kvartað er yfir óæskilegri hegðun á vinnustaðnum. Óæskileg hegðun getur birst með ýmsum hætti svo sem í formi kynferðislegrar áreitni. Áreitni er hegðun og framkoma sem er í óþökk tiltekins einstaklings og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi. Önnur birtingarmynd er einelti. Um er að ræða endurtekna neikvæða hegðun og framkomu sem veldur vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður. Dæmi um birtingarmyndir eineltis er að hunsa, niðurlægja, gera grín að eða lítillækka, móðga, særa eða ógna og hóta manneskju. Skoðanaágreiningur eða ágreiningur vegna ólíkra hagsmuna fellur ekki hér undir. Starfsmönnum þarf að vera ljóst með hvaða hætti hægt er að tilkynna atvik eða hegðun eins og þeirri sem hér er lýst, hvert skal beina tilkynningunni og hvernig úrvinnsluferlinu er háttað.Tilkynningaeyðublað og verkferli Tilkynningaeyðublað er aðgengilegt öllum ef það er á heimasíðu stofnunar eða fyrirtækis. Á mörgum vinnustöðum er ákveðinn hópur eða teymi sem fengið hefur það hlutverk að taka við og vinna úr kvörtunum af þessu tagi. Teymið hefur jafnvel fengið sérstaka fræðslu um hvernig verklagi skal háttað. Í minni fyrirtækjum eða þar sem tengsl starfsmanna eru mikil t.d. vegna ættar- eða vinatengsla getur verið nauðsynlegt að fá utanaðkomandi sérfræðiaðstoð til að vinna í málinu. Teymið hefur einnig ráðgefandi hlutverk. Starfsmaður ætti að geta leitað til teymisins, ráðfært sig við aðila þess eða fengið leiðbeiningar ef hann er t.d. óöruggur með hvað hann skal gera telji hann að brotið sé á sér á vinnustaðnum.Dæmi um verkferli: Teymið ræðir við tilkynnandann til að fá ítarlegri upplýsingar Teymið ræðir við aðra sem kunna að hafa upplýsingar eða vitneskju um málið Teymið gerir aðgerðaráætlun og leggur undir þann sem tilkynnir. Hann nýtur jafnframt viðeigandi og nauðsynlegrar leiðbeiningar frá eineltisteyminu. Dæmi um atriði sem ákveðin eru í samráði við þann sem tilkynnir: a) Hvernig upplýsingaöflun skuli háttað b) Vinnsluhraði málsins c) Hvenær talað er við meintan geranda. Telji sá sem tilkynnir að honum sé ógnað á vinnustaðnum, sé t.d. ekki vært eftir að hafa kvartað, er skoðað með hvaða hætti hægt er að tryggja öryggi hans/líðan á meðan málið er kannað nánar t.d. a) Með tilfærslu eða breytingum á staðsetningu aðila á vinnustaðnum b) Bjóða tilkynnanda upp á sveigjanleika í starfi telji hann það nauðsynlegt eða tímabundið leyfi frá störfum Meintur gerandi er boðaður í viðtal og upplýstur um efni kvörtunarinnar og honum gefinn kostur á að bregðast við Þegar rætt hefur verið við alla hlutaðeigandi aðila leggur teymið mat á heildarmynd málsins og upplýsir aðila um niðurstöður sínar með munnlegum og skriflegum hætti. Sé það mat teymisins að kvörtun eigi við rök að styðjast þurfa stjórnendur að ákveða hvaða afleiðingar skulu vera fyrir geranda og hvernig hlúa skal að þolandanum. Í alvarlegustu málum af þessu tagi gæti atvinnurekandi, ef um opinbera stofnun er að ræða, ákveðið að grípa til aðgerða sambærilegar þeim sem sem kveðið er á um í Lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (1996 nr. 70). Sé grunur um lögbrot er tilkynnandi jafnframt hvattur til snúa sér með málið til lögreglu. Sé það mat teymisins að kvörtun eigi ekki við rök að styðjast þarf engu að síður að vinna í málinu sem dæmi skoða aðstæður eða atburðarás sem leiddi til þess að starfsmaður taldi sig knúinn til að kvarta yfir öðrum starfsmanni. Vinna að því að koma samskiptum aftur í viðunandi horf og að öllum geti liðið vel á vinnustaðnum. Nánar um úrvinnsluferlið: Aðgerðir/íhlutun taka mið af fjölmörgum þáttum þ.m.t.: a) Alvarleika kvörtunarinnar b) Hvort um sé að ræða nýtt mál eða endurtekna hegðun Upplýsingar/gögn sem verða til í einstöku máli og varða aðila þess skulu vera aðgengileg aðilum málsins.Forvarnir á vinnustað Á öllum tímum, óháð því hvort kvörtunarmál sé í vinnslu ætti fyrirtæki/stofnun að stuðla að markvissum forvörnum gegn óæskilegri hegðun á vinnustað eins og kveðið er á um í reglugerð nr.1000/2004. Samhliða úrvinnslu er auk þess skoðað hvernig: a) Forvörnum er háttað og hvort ganga þurfi röskar fram í forvarnarvinnu b) Samskiptum stjórnenda og starfsmanna er háttað c) Hægt sé að betrumbæta staðarbrag enn frekar enda er jákvæður staðarbragur helsta forvörn gegn kynferðislegri áreitni og einelti.Málalok og eftirfylgni Máli lýkur þegar sá sem tilkynnir lætur vita að sú hegðun sem kvartað er yfir sé hætt. Mál er tekið upp að nýju ef þörf þykir. Fylgst verður áfram með málsaðilum. Einnig er liður í eftirfylgni að veita málsaðilum, stundum vinnustaðnum í heild sinni, viðeigandi stuðning eða aðra aðstoð sem á við hverju sinni. Viðbragðsáætlun er endurskoðuð reglulega og í samræmi við reynslu af vinnslu mála sem tilkynnt er um á vinnustaðnum.Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Allir vinnustaðir ættu að hafa viðbragðsáætlun til að fylgja ef kvartað er yfir óæskilegri hegðun á vinnustaðnum. Óæskileg hegðun getur birst með ýmsum hætti svo sem í formi kynferðislegrar áreitni. Áreitni er hegðun og framkoma sem er í óþökk tiltekins einstaklings og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi. Önnur birtingarmynd er einelti. Um er að ræða endurtekna neikvæða hegðun og framkomu sem veldur vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður. Dæmi um birtingarmyndir eineltis er að hunsa, niðurlægja, gera grín að eða lítillækka, móðga, særa eða ógna og hóta manneskju. Skoðanaágreiningur eða ágreiningur vegna ólíkra hagsmuna fellur ekki hér undir. Starfsmönnum þarf að vera ljóst með hvaða hætti hægt er að tilkynna atvik eða hegðun eins og þeirri sem hér er lýst, hvert skal beina tilkynningunni og hvernig úrvinnsluferlinu er háttað.Tilkynningaeyðublað og verkferli Tilkynningaeyðublað er aðgengilegt öllum ef það er á heimasíðu stofnunar eða fyrirtækis. Á mörgum vinnustöðum er ákveðinn hópur eða teymi sem fengið hefur það hlutverk að taka við og vinna úr kvörtunum af þessu tagi. Teymið hefur jafnvel fengið sérstaka fræðslu um hvernig verklagi skal háttað. Í minni fyrirtækjum eða þar sem tengsl starfsmanna eru mikil t.d. vegna ættar- eða vinatengsla getur verið nauðsynlegt að fá utanaðkomandi sérfræðiaðstoð til að vinna í málinu. Teymið hefur einnig ráðgefandi hlutverk. Starfsmaður ætti að geta leitað til teymisins, ráðfært sig við aðila þess eða fengið leiðbeiningar ef hann er t.d. óöruggur með hvað hann skal gera telji hann að brotið sé á sér á vinnustaðnum.Dæmi um verkferli: Teymið ræðir við tilkynnandann til að fá ítarlegri upplýsingar Teymið ræðir við aðra sem kunna að hafa upplýsingar eða vitneskju um málið Teymið gerir aðgerðaráætlun og leggur undir þann sem tilkynnir. Hann nýtur jafnframt viðeigandi og nauðsynlegrar leiðbeiningar frá eineltisteyminu. Dæmi um atriði sem ákveðin eru í samráði við þann sem tilkynnir: a) Hvernig upplýsingaöflun skuli háttað b) Vinnsluhraði málsins c) Hvenær talað er við meintan geranda. Telji sá sem tilkynnir að honum sé ógnað á vinnustaðnum, sé t.d. ekki vært eftir að hafa kvartað, er skoðað með hvaða hætti hægt er að tryggja öryggi hans/líðan á meðan málið er kannað nánar t.d. a) Með tilfærslu eða breytingum á staðsetningu aðila á vinnustaðnum b) Bjóða tilkynnanda upp á sveigjanleika í starfi telji hann það nauðsynlegt eða tímabundið leyfi frá störfum Meintur gerandi er boðaður í viðtal og upplýstur um efni kvörtunarinnar og honum gefinn kostur á að bregðast við Þegar rætt hefur verið við alla hlutaðeigandi aðila leggur teymið mat á heildarmynd málsins og upplýsir aðila um niðurstöður sínar með munnlegum og skriflegum hætti. Sé það mat teymisins að kvörtun eigi við rök að styðjast þurfa stjórnendur að ákveða hvaða afleiðingar skulu vera fyrir geranda og hvernig hlúa skal að þolandanum. Í alvarlegustu málum af þessu tagi gæti atvinnurekandi, ef um opinbera stofnun er að ræða, ákveðið að grípa til aðgerða sambærilegar þeim sem sem kveðið er á um í Lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (1996 nr. 70). Sé grunur um lögbrot er tilkynnandi jafnframt hvattur til snúa sér með málið til lögreglu. Sé það mat teymisins að kvörtun eigi ekki við rök að styðjast þarf engu að síður að vinna í málinu sem dæmi skoða aðstæður eða atburðarás sem leiddi til þess að starfsmaður taldi sig knúinn til að kvarta yfir öðrum starfsmanni. Vinna að því að koma samskiptum aftur í viðunandi horf og að öllum geti liðið vel á vinnustaðnum. Nánar um úrvinnsluferlið: Aðgerðir/íhlutun taka mið af fjölmörgum þáttum þ.m.t.: a) Alvarleika kvörtunarinnar b) Hvort um sé að ræða nýtt mál eða endurtekna hegðun Upplýsingar/gögn sem verða til í einstöku máli og varða aðila þess skulu vera aðgengileg aðilum málsins.Forvarnir á vinnustað Á öllum tímum, óháð því hvort kvörtunarmál sé í vinnslu ætti fyrirtæki/stofnun að stuðla að markvissum forvörnum gegn óæskilegri hegðun á vinnustað eins og kveðið er á um í reglugerð nr.1000/2004. Samhliða úrvinnslu er auk þess skoðað hvernig: a) Forvörnum er háttað og hvort ganga þurfi röskar fram í forvarnarvinnu b) Samskiptum stjórnenda og starfsmanna er háttað c) Hægt sé að betrumbæta staðarbrag enn frekar enda er jákvæður staðarbragur helsta forvörn gegn kynferðislegri áreitni og einelti.Málalok og eftirfylgni Máli lýkur þegar sá sem tilkynnir lætur vita að sú hegðun sem kvartað er yfir sé hætt. Mál er tekið upp að nýju ef þörf þykir. Fylgst verður áfram með málsaðilum. Einnig er liður í eftirfylgni að veita málsaðilum, stundum vinnustaðnum í heild sinni, viðeigandi stuðning eða aðra aðstoð sem á við hverju sinni. Viðbragðsáætlun er endurskoðuð reglulega og í samræmi við reynslu af vinnslu mála sem tilkynnt er um á vinnustaðnum.Höfundur er sálfræðingur.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar