Háttatími Trump í Hvíta húsinu: Þrjú sjónvarpstæki, ostborgari og sími Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. janúar 2018 23:45 Það verður að teljast ólíklegt að Trump sofi í jakkafötum og með bindi þó það komi reyndar ekkert fram um náttfatastíl hans í kaflabrotinu. Hér er hann á fundi með öldungadeildarþingmönnum í Hvíta húsinu í dag. vísir/getty Donald Trump, Bandaríkjaforseti, vill helst vera kominn upp í rúm klukkan hálfsjö á kvöldin. Þar vill hann horfa á sjónvörpin sín þrjú, borða ostborgara og hringja í vini sína og aðra trúnaðarmenn. Þetta kemur fram í nýrri bók Michael Wolff, „Eldur og brennisteinn: Innan úr Hvíta húsi Trump“ [e. Fire and Fury: Inside the Trump White House] en Guardian birtir í kvöld brot úr bókinni. Bókin átti upphaflega ekki að koma út fyrr en næstkomandi þriðjudag en útgáfudeginum hefur verið flýtt þar sem eftirspurnin eftir er mikil. Bókin hefur nú þegar valdið miklu fjaðrafoki enda hafa ýmsir erlendir fjölmiðlar birta kaflabrot úr henni í gær og í dag. Lögmenn Bandaríkjaforseta hafa meðal annars frestað þess að reyna að koma í veg fyrir útgáfu bókarinnar en ef marka má kaflabrotin sem hafa birst er hún full af safaríkum sögum frá upphafi forsetatíðar Trump.Here we go. You can buy it (and read it) tomorrow. Thank you, Mr. President.— Michael Wolff (@MichaelWolffNYC) January 4, 2018 Lás á svefnherbergið og húshjálpin húðskömmuð Bókin gefur líka innsýn inn í heimilishaldið í Hvíta húsinu eins og fjallað er um í Guardian í kvöld. Samkvæmt bók Wolff á forsetinn að hafa óskað eftir lás á svefnherbergið sitt en hann og eiginkona hans, Melania Trump, deila ekki svefnherbergi. Er það í fyrsta sinn sem slík venja er tekin upp hjá forsetahjónum síðan John F. Kennedy og Jackie Kennedy bjuggu í Hvíta húsinu. Hvíta húsið er, eins og gefur að skilja, eitt öruggasta hús í heimi. Beiðni um lás á svefnherbergið olli þannig nokkurri togstreitu á milli forsetans og leyniþjónustunnar sem vildi hafa aðgang að herberginu. Trump vildi einnig fá tvö aukasjónvarpstæki í herbergið en þar var eitt tæki fyrir. Þá á hann að hafa húðskammað húshjálpina sem reyndi að týna óhreinan þvott upp af gólfinu í herberginu. „Ef að skyrtan mín er á gólfinu þá er það af því að ég vil hafa hana á gólfinu,“ sagði Trump samkvæmt bók Wolff.Með sýklafóbíu og mjög hræddur að eitrað verði fyrir honum Trump setti einnig nýjar reglur: enginn má snerta neitt og sérstaklega ekki tannburstann hans. Trump hefur sjálfur sagt að hann sé með sýklafóbíu og samkvæmt Wolff er hann líka mjög hræddur við að það verði eitrað fyrir honum. Þetta, skrifar Wolff, er meðal annars ein ástæða þess að hann vill borða McDonald‘s; enginn vissi að hann væri að koma og maturinn var öruggur því hann var búinn til fyrirfram. Á háttatíma, sem er eins og áður segir klukkan hálfsjö að kvöldi, er Trump einn í svefnherberginu sínu. Að því er fram kemur í bókinni er Melania þá líklegast annars staðar í húsinu, það er í sínu eigin svefnherbergi, á einhverjum öðrum stað í íbúðinni eða jafnvel í Trump-turninum í New York þar sem hún bjó reyndar fyrstu mánuðina í forsetatíð eiginmannsins. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34 Freista þess að koma í veg fyrir útgáfu eldfimrar bókar um Trump Lögmenn Bandaríkjaforseta hóta höfundi og útgefanda nýrrar bókar um lífið í Hvíta húsinu mögulegu meiðyrðamáli og krefjast þess að útgáfa hennar verði stöðvuð. 4. janúar 2018 15:17 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, vill helst vera kominn upp í rúm klukkan hálfsjö á kvöldin. Þar vill hann horfa á sjónvörpin sín þrjú, borða ostborgara og hringja í vini sína og aðra trúnaðarmenn. Þetta kemur fram í nýrri bók Michael Wolff, „Eldur og brennisteinn: Innan úr Hvíta húsi Trump“ [e. Fire and Fury: Inside the Trump White House] en Guardian birtir í kvöld brot úr bókinni. Bókin átti upphaflega ekki að koma út fyrr en næstkomandi þriðjudag en útgáfudeginum hefur verið flýtt þar sem eftirspurnin eftir er mikil. Bókin hefur nú þegar valdið miklu fjaðrafoki enda hafa ýmsir erlendir fjölmiðlar birta kaflabrot úr henni í gær og í dag. Lögmenn Bandaríkjaforseta hafa meðal annars frestað þess að reyna að koma í veg fyrir útgáfu bókarinnar en ef marka má kaflabrotin sem hafa birst er hún full af safaríkum sögum frá upphafi forsetatíðar Trump.Here we go. You can buy it (and read it) tomorrow. Thank you, Mr. President.— Michael Wolff (@MichaelWolffNYC) January 4, 2018 Lás á svefnherbergið og húshjálpin húðskömmuð Bókin gefur líka innsýn inn í heimilishaldið í Hvíta húsinu eins og fjallað er um í Guardian í kvöld. Samkvæmt bók Wolff á forsetinn að hafa óskað eftir lás á svefnherbergið sitt en hann og eiginkona hans, Melania Trump, deila ekki svefnherbergi. Er það í fyrsta sinn sem slík venja er tekin upp hjá forsetahjónum síðan John F. Kennedy og Jackie Kennedy bjuggu í Hvíta húsinu. Hvíta húsið er, eins og gefur að skilja, eitt öruggasta hús í heimi. Beiðni um lás á svefnherbergið olli þannig nokkurri togstreitu á milli forsetans og leyniþjónustunnar sem vildi hafa aðgang að herberginu. Trump vildi einnig fá tvö aukasjónvarpstæki í herbergið en þar var eitt tæki fyrir. Þá á hann að hafa húðskammað húshjálpina sem reyndi að týna óhreinan þvott upp af gólfinu í herberginu. „Ef að skyrtan mín er á gólfinu þá er það af því að ég vil hafa hana á gólfinu,“ sagði Trump samkvæmt bók Wolff.Með sýklafóbíu og mjög hræddur að eitrað verði fyrir honum Trump setti einnig nýjar reglur: enginn má snerta neitt og sérstaklega ekki tannburstann hans. Trump hefur sjálfur sagt að hann sé með sýklafóbíu og samkvæmt Wolff er hann líka mjög hræddur við að það verði eitrað fyrir honum. Þetta, skrifar Wolff, er meðal annars ein ástæða þess að hann vill borða McDonald‘s; enginn vissi að hann væri að koma og maturinn var öruggur því hann var búinn til fyrirfram. Á háttatíma, sem er eins og áður segir klukkan hálfsjö að kvöldi, er Trump einn í svefnherberginu sínu. Að því er fram kemur í bókinni er Melania þá líklegast annars staðar í húsinu, það er í sínu eigin svefnherbergi, á einhverjum öðrum stað í íbúðinni eða jafnvel í Trump-turninum í New York þar sem hún bjó reyndar fyrstu mánuðina í forsetatíð eiginmannsins.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34 Freista þess að koma í veg fyrir útgáfu eldfimrar bókar um Trump Lögmenn Bandaríkjaforseta hóta höfundi og útgefanda nýrrar bókar um lífið í Hvíta húsinu mögulegu meiðyrðamáli og krefjast þess að útgáfa hennar verði stöðvuð. 4. janúar 2018 15:17 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34
Freista þess að koma í veg fyrir útgáfu eldfimrar bókar um Trump Lögmenn Bandaríkjaforseta hóta höfundi og útgefanda nýrrar bókar um lífið í Hvíta húsinu mögulegu meiðyrðamáli og krefjast þess að útgáfa hennar verði stöðvuð. 4. janúar 2018 15:17
Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52