Algengt að karlkyns þolendur nauðgana upplifi hótanir, kúgun og mútur Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. janúar 2018 15:15 Neyðarmóttaka fyrir þolendur nauðgana er staðsett á Landspítalanum í Fossvogi og er opin allan sólarhringinn, allan ársins hring. vísir/heiða helgadóttir „Það hefur sýnt sig að áföll í æsku leiða drengi oft út í afbrot, áfengis- og fíkniefnaneyslu,“ sagði Dr. Sigrún Sigurðardóttir lektor og formaður Rannsóknamiðstöðvar gegn ofbeldi við HA, í erindi sínu í dag á ráðstefnunni Þöggun, skömmin og kerfið. Hún varði síðasta sumar doktorsritgerð sína Kynferðislegt ofbeldi í æsku: Afleiðingar og heildræn meðferðarúrræði. Þolendur nauðgana upplifa oft sjálfsásökun, skömm og sektarkennd. „Það sem að er kannski mjög algengt með drengi sem þolendur eru þessar hótanir, kúgun og mútur. Þeir þiggja peninga, þeir fá síma, þeir fá áfengi og oft eru þeir mjög ungir þegar þeir verða á vegi ofbeldismannsins.“Upplifa fordóma og efast um kynhneigð sína Sigrún segir að það sé erfitt að segja frá fyrir þá sem hafi þegið áfengi og verða fyrir broti, erfitt sé að segjast hafa orðið fyrir broti og að segja svo frá því að hafa drukkið undir lögaldri. „Þeir upplifa fordóma, bæði fordóma frá sjálfum sér og fjölskyldu sinni og samfélaginu, út af því að þeir eru karlmenn. Það er mjög algengt að karlmenn segi ekki frá, leiti sér ekki hjálpar og kæri því ekki.“ Tölfræðin yfir fjölda karlmanna sem kæri nauðgun eða leiti á neyðarmóttöku, gefi því ekki rétta mynd af tíðninni. „Þeir eru einnig að glíma við efasemdir um kynhneigð, vegna þess að drengir sem eru misnotaðir af karlmönnum, halda jafnvel að þeir séu samkynhneigðir.“ Sigrún segir að karlmenn sem verði fyrir kynferðisbroti efist stundum um karlmennskuímynd sína. „Segja að þetta sé eitthvað svona „matcho-dæmi“ að þú nauðgar ekki karlmönnum. Að þeir eiga að vera sterkir og standa upp og svara fyrir sig og geta barist á móti.“Tæpur helmingur fanga orðið fyrir kynferðisbroti Erlendar rannsóknir hafa sýnt að einn af hverjum sex drengjum verður fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku, þó finnast rannsóknir allt frá 3 til 23 prósent algengi. Sigrún segir að erfitt er að rannsaka karlmenn sem þolendur kynferðisofbeldis að oft náist ekki til karla og drengja sem eru fíkniefnaneytendur eða í fangelsi eða hafa tekið sitt eigið líf. „Rannsókn sem var gerð í Háskólanum á Akureyri á meðal fanga um ofbeldi, þar kom fram að fimmtíu prósent karlkyns fanga á Íslandi sögðu frá kynferðislegu ofbeldi í æsku.“ Sigrún segir að afleiðingarnar séu brotin sjálfsmynd, andfélagsleg hegðun, námserfiðleikar, áfengis- og fíkniefnamisnotkun, afbrot, félagsleg einangrun, sjálfsskaðandi hegðun og sjálfsvígshugsanir. Segir hún að þolendurnir gefist á endanum upp ef kerfið er ekki að virka, ef það er ekki að hjálpa þeim. „Alvarlegustu afleiðingarnar eftir nauðgun og kynferðislegt ofbeldi meðal karla eru sjálfsvíg.“ Lögreglumál Tengdar fréttir Bein útsending: Þögnin, skömmin og kerfið Í dag fer fram ráðstefna um nauðgun á vegum lagadeildar og sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík. 5. janúar 2018 12:30 „Það á aldrei neinn að þjást í þögninni“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að tíminn sé versti óvinur réttvísinnar í kynferðisbrotum. 5. janúar 2018 13:50 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Sjá meira
„Það hefur sýnt sig að áföll í æsku leiða drengi oft út í afbrot, áfengis- og fíkniefnaneyslu,“ sagði Dr. Sigrún Sigurðardóttir lektor og formaður Rannsóknamiðstöðvar gegn ofbeldi við HA, í erindi sínu í dag á ráðstefnunni Þöggun, skömmin og kerfið. Hún varði síðasta sumar doktorsritgerð sína Kynferðislegt ofbeldi í æsku: Afleiðingar og heildræn meðferðarúrræði. Þolendur nauðgana upplifa oft sjálfsásökun, skömm og sektarkennd. „Það sem að er kannski mjög algengt með drengi sem þolendur eru þessar hótanir, kúgun og mútur. Þeir þiggja peninga, þeir fá síma, þeir fá áfengi og oft eru þeir mjög ungir þegar þeir verða á vegi ofbeldismannsins.“Upplifa fordóma og efast um kynhneigð sína Sigrún segir að það sé erfitt að segja frá fyrir þá sem hafi þegið áfengi og verða fyrir broti, erfitt sé að segjast hafa orðið fyrir broti og að segja svo frá því að hafa drukkið undir lögaldri. „Þeir upplifa fordóma, bæði fordóma frá sjálfum sér og fjölskyldu sinni og samfélaginu, út af því að þeir eru karlmenn. Það er mjög algengt að karlmenn segi ekki frá, leiti sér ekki hjálpar og kæri því ekki.“ Tölfræðin yfir fjölda karlmanna sem kæri nauðgun eða leiti á neyðarmóttöku, gefi því ekki rétta mynd af tíðninni. „Þeir eru einnig að glíma við efasemdir um kynhneigð, vegna þess að drengir sem eru misnotaðir af karlmönnum, halda jafnvel að þeir séu samkynhneigðir.“ Sigrún segir að karlmenn sem verði fyrir kynferðisbroti efist stundum um karlmennskuímynd sína. „Segja að þetta sé eitthvað svona „matcho-dæmi“ að þú nauðgar ekki karlmönnum. Að þeir eiga að vera sterkir og standa upp og svara fyrir sig og geta barist á móti.“Tæpur helmingur fanga orðið fyrir kynferðisbroti Erlendar rannsóknir hafa sýnt að einn af hverjum sex drengjum verður fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku, þó finnast rannsóknir allt frá 3 til 23 prósent algengi. Sigrún segir að erfitt er að rannsaka karlmenn sem þolendur kynferðisofbeldis að oft náist ekki til karla og drengja sem eru fíkniefnaneytendur eða í fangelsi eða hafa tekið sitt eigið líf. „Rannsókn sem var gerð í Háskólanum á Akureyri á meðal fanga um ofbeldi, þar kom fram að fimmtíu prósent karlkyns fanga á Íslandi sögðu frá kynferðislegu ofbeldi í æsku.“ Sigrún segir að afleiðingarnar séu brotin sjálfsmynd, andfélagsleg hegðun, námserfiðleikar, áfengis- og fíkniefnamisnotkun, afbrot, félagsleg einangrun, sjálfsskaðandi hegðun og sjálfsvígshugsanir. Segir hún að þolendurnir gefist á endanum upp ef kerfið er ekki að virka, ef það er ekki að hjálpa þeim. „Alvarlegustu afleiðingarnar eftir nauðgun og kynferðislegt ofbeldi meðal karla eru sjálfsvíg.“
Lögreglumál Tengdar fréttir Bein útsending: Þögnin, skömmin og kerfið Í dag fer fram ráðstefna um nauðgun á vegum lagadeildar og sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík. 5. janúar 2018 12:30 „Það á aldrei neinn að þjást í þögninni“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að tíminn sé versti óvinur réttvísinnar í kynferðisbrotum. 5. janúar 2018 13:50 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Sjá meira
Bein útsending: Þögnin, skömmin og kerfið Í dag fer fram ráðstefna um nauðgun á vegum lagadeildar og sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík. 5. janúar 2018 12:30
„Það á aldrei neinn að þjást í þögninni“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að tíminn sé versti óvinur réttvísinnar í kynferðisbrotum. 5. janúar 2018 13:50