Algengt að karlkyns þolendur nauðgana upplifi hótanir, kúgun og mútur Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. janúar 2018 15:15 Neyðarmóttaka fyrir þolendur nauðgana er staðsett á Landspítalanum í Fossvogi og er opin allan sólarhringinn, allan ársins hring. vísir/heiða helgadóttir „Það hefur sýnt sig að áföll í æsku leiða drengi oft út í afbrot, áfengis- og fíkniefnaneyslu,“ sagði Dr. Sigrún Sigurðardóttir lektor og formaður Rannsóknamiðstöðvar gegn ofbeldi við HA, í erindi sínu í dag á ráðstefnunni Þöggun, skömmin og kerfið. Hún varði síðasta sumar doktorsritgerð sína Kynferðislegt ofbeldi í æsku: Afleiðingar og heildræn meðferðarúrræði. Þolendur nauðgana upplifa oft sjálfsásökun, skömm og sektarkennd. „Það sem að er kannski mjög algengt með drengi sem þolendur eru þessar hótanir, kúgun og mútur. Þeir þiggja peninga, þeir fá síma, þeir fá áfengi og oft eru þeir mjög ungir þegar þeir verða á vegi ofbeldismannsins.“Upplifa fordóma og efast um kynhneigð sína Sigrún segir að það sé erfitt að segja frá fyrir þá sem hafi þegið áfengi og verða fyrir broti, erfitt sé að segjast hafa orðið fyrir broti og að segja svo frá því að hafa drukkið undir lögaldri. „Þeir upplifa fordóma, bæði fordóma frá sjálfum sér og fjölskyldu sinni og samfélaginu, út af því að þeir eru karlmenn. Það er mjög algengt að karlmenn segi ekki frá, leiti sér ekki hjálpar og kæri því ekki.“ Tölfræðin yfir fjölda karlmanna sem kæri nauðgun eða leiti á neyðarmóttöku, gefi því ekki rétta mynd af tíðninni. „Þeir eru einnig að glíma við efasemdir um kynhneigð, vegna þess að drengir sem eru misnotaðir af karlmönnum, halda jafnvel að þeir séu samkynhneigðir.“ Sigrún segir að karlmenn sem verði fyrir kynferðisbroti efist stundum um karlmennskuímynd sína. „Segja að þetta sé eitthvað svona „matcho-dæmi“ að þú nauðgar ekki karlmönnum. Að þeir eiga að vera sterkir og standa upp og svara fyrir sig og geta barist á móti.“Tæpur helmingur fanga orðið fyrir kynferðisbroti Erlendar rannsóknir hafa sýnt að einn af hverjum sex drengjum verður fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku, þó finnast rannsóknir allt frá 3 til 23 prósent algengi. Sigrún segir að erfitt er að rannsaka karlmenn sem þolendur kynferðisofbeldis að oft náist ekki til karla og drengja sem eru fíkniefnaneytendur eða í fangelsi eða hafa tekið sitt eigið líf. „Rannsókn sem var gerð í Háskólanum á Akureyri á meðal fanga um ofbeldi, þar kom fram að fimmtíu prósent karlkyns fanga á Íslandi sögðu frá kynferðislegu ofbeldi í æsku.“ Sigrún segir að afleiðingarnar séu brotin sjálfsmynd, andfélagsleg hegðun, námserfiðleikar, áfengis- og fíkniefnamisnotkun, afbrot, félagsleg einangrun, sjálfsskaðandi hegðun og sjálfsvígshugsanir. Segir hún að þolendurnir gefist á endanum upp ef kerfið er ekki að virka, ef það er ekki að hjálpa þeim. „Alvarlegustu afleiðingarnar eftir nauðgun og kynferðislegt ofbeldi meðal karla eru sjálfsvíg.“ Lögreglumál Tengdar fréttir Bein útsending: Þögnin, skömmin og kerfið Í dag fer fram ráðstefna um nauðgun á vegum lagadeildar og sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík. 5. janúar 2018 12:30 „Það á aldrei neinn að þjást í þögninni“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að tíminn sé versti óvinur réttvísinnar í kynferðisbrotum. 5. janúar 2018 13:50 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
„Það hefur sýnt sig að áföll í æsku leiða drengi oft út í afbrot, áfengis- og fíkniefnaneyslu,“ sagði Dr. Sigrún Sigurðardóttir lektor og formaður Rannsóknamiðstöðvar gegn ofbeldi við HA, í erindi sínu í dag á ráðstefnunni Þöggun, skömmin og kerfið. Hún varði síðasta sumar doktorsritgerð sína Kynferðislegt ofbeldi í æsku: Afleiðingar og heildræn meðferðarúrræði. Þolendur nauðgana upplifa oft sjálfsásökun, skömm og sektarkennd. „Það sem að er kannski mjög algengt með drengi sem þolendur eru þessar hótanir, kúgun og mútur. Þeir þiggja peninga, þeir fá síma, þeir fá áfengi og oft eru þeir mjög ungir þegar þeir verða á vegi ofbeldismannsins.“Upplifa fordóma og efast um kynhneigð sína Sigrún segir að það sé erfitt að segja frá fyrir þá sem hafi þegið áfengi og verða fyrir broti, erfitt sé að segjast hafa orðið fyrir broti og að segja svo frá því að hafa drukkið undir lögaldri. „Þeir upplifa fordóma, bæði fordóma frá sjálfum sér og fjölskyldu sinni og samfélaginu, út af því að þeir eru karlmenn. Það er mjög algengt að karlmenn segi ekki frá, leiti sér ekki hjálpar og kæri því ekki.“ Tölfræðin yfir fjölda karlmanna sem kæri nauðgun eða leiti á neyðarmóttöku, gefi því ekki rétta mynd af tíðninni. „Þeir eru einnig að glíma við efasemdir um kynhneigð, vegna þess að drengir sem eru misnotaðir af karlmönnum, halda jafnvel að þeir séu samkynhneigðir.“ Sigrún segir að karlmenn sem verði fyrir kynferðisbroti efist stundum um karlmennskuímynd sína. „Segja að þetta sé eitthvað svona „matcho-dæmi“ að þú nauðgar ekki karlmönnum. Að þeir eiga að vera sterkir og standa upp og svara fyrir sig og geta barist á móti.“Tæpur helmingur fanga orðið fyrir kynferðisbroti Erlendar rannsóknir hafa sýnt að einn af hverjum sex drengjum verður fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku, þó finnast rannsóknir allt frá 3 til 23 prósent algengi. Sigrún segir að erfitt er að rannsaka karlmenn sem þolendur kynferðisofbeldis að oft náist ekki til karla og drengja sem eru fíkniefnaneytendur eða í fangelsi eða hafa tekið sitt eigið líf. „Rannsókn sem var gerð í Háskólanum á Akureyri á meðal fanga um ofbeldi, þar kom fram að fimmtíu prósent karlkyns fanga á Íslandi sögðu frá kynferðislegu ofbeldi í æsku.“ Sigrún segir að afleiðingarnar séu brotin sjálfsmynd, andfélagsleg hegðun, námserfiðleikar, áfengis- og fíkniefnamisnotkun, afbrot, félagsleg einangrun, sjálfsskaðandi hegðun og sjálfsvígshugsanir. Segir hún að þolendurnir gefist á endanum upp ef kerfið er ekki að virka, ef það er ekki að hjálpa þeim. „Alvarlegustu afleiðingarnar eftir nauðgun og kynferðislegt ofbeldi meðal karla eru sjálfsvíg.“
Lögreglumál Tengdar fréttir Bein útsending: Þögnin, skömmin og kerfið Í dag fer fram ráðstefna um nauðgun á vegum lagadeildar og sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík. 5. janúar 2018 12:30 „Það á aldrei neinn að þjást í þögninni“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að tíminn sé versti óvinur réttvísinnar í kynferðisbrotum. 5. janúar 2018 13:50 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Bein útsending: Þögnin, skömmin og kerfið Í dag fer fram ráðstefna um nauðgun á vegum lagadeildar og sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík. 5. janúar 2018 12:30
„Það á aldrei neinn að þjást í þögninni“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að tíminn sé versti óvinur réttvísinnar í kynferðisbrotum. 5. janúar 2018 13:50