Koma svo SSH! Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 20. desember 2017 07:00 Húsnæðismál hafa verið nokkuð í umræðunni að undanförnu, einkum staða þeirra sem verst standa í þeim efnum, fólks sem er beinlínis á götunni. Hópur fólks, líklega 30-40 manns hefur hafst við á tjaldstæðinu í Laugardal við misjafnar aðstæður auk þeirra einstaklinga sem flækjast á milli gistiskýla eða fær inni hjá vinum eða ættingjum um skamma hríð eða langa. Aðstæður þessa hóps eru algerlega óviðunandi. Við sem samfélag getum ekki horft á þessa stöðu aðgerðalaus. Núverandi félagsmálaráðherra hefur sagt að mál þessa hóps séu forgangsmál hjá ráðuneyti hans en fleira þarf að koma til. Örugg búseta og framfærsla heyra undir sveitarfélögin og er ein af frumskyldum þeirra. Öll sveitarfélög bjóða upp á búsetu í félagslegum íbúðum en afar misjafnt er hversu margar slíkar eru í boði á vegum hvers sveitarfélags. Á höfuðborgarsvæðinu hafa sveitarfélög tekið á þessum vanda með mismunandi hætti, þ.e. bæði með félagslegum íbúðum, en einnig með skammtímaúrræðum í gistiskýlum eða íbúðakjörnum, stundum í samvinnu við félagasamtök. Vandinn er hins vegar ekki vandamál eins sveitarfélags eða fárra, hann er vandi þeirra allra og þau verða að koma öll að lausninni. Ég tel að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ættu að koma sér saman um úrræði til handa því fólki sem á í mestum vanda, er beinlínis á götunni. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hafa með sér samstarf um margs konar þjónustu við íbúana, og ég tel að hér sé tækifæri fyrir þau til slíks. Það getur ekki verið óyfirstíganlegt að leysa bráðasta vandann í sameiningu. Það er ekki ásættanlegt að sveitarfélögin í kringum borgina sitji hjá, þau eiga öll að leggja sitt af mörkum, kostnaðarskiptingamódelin eru þegar til í öðrum félögum. Sveitarfélög sem geta komið sér saman um rekstur skíðasvæða geta áreiðanlega komið sér saman um lausn á bráðasta húsnæðisvandanum. Koma svo SSH! Höfundur er þingmaður VG í Suðvestur kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólafur Þór Gunnarsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Húsnæðismál hafa verið nokkuð í umræðunni að undanförnu, einkum staða þeirra sem verst standa í þeim efnum, fólks sem er beinlínis á götunni. Hópur fólks, líklega 30-40 manns hefur hafst við á tjaldstæðinu í Laugardal við misjafnar aðstæður auk þeirra einstaklinga sem flækjast á milli gistiskýla eða fær inni hjá vinum eða ættingjum um skamma hríð eða langa. Aðstæður þessa hóps eru algerlega óviðunandi. Við sem samfélag getum ekki horft á þessa stöðu aðgerðalaus. Núverandi félagsmálaráðherra hefur sagt að mál þessa hóps séu forgangsmál hjá ráðuneyti hans en fleira þarf að koma til. Örugg búseta og framfærsla heyra undir sveitarfélögin og er ein af frumskyldum þeirra. Öll sveitarfélög bjóða upp á búsetu í félagslegum íbúðum en afar misjafnt er hversu margar slíkar eru í boði á vegum hvers sveitarfélags. Á höfuðborgarsvæðinu hafa sveitarfélög tekið á þessum vanda með mismunandi hætti, þ.e. bæði með félagslegum íbúðum, en einnig með skammtímaúrræðum í gistiskýlum eða íbúðakjörnum, stundum í samvinnu við félagasamtök. Vandinn er hins vegar ekki vandamál eins sveitarfélags eða fárra, hann er vandi þeirra allra og þau verða að koma öll að lausninni. Ég tel að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ættu að koma sér saman um úrræði til handa því fólki sem á í mestum vanda, er beinlínis á götunni. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hafa með sér samstarf um margs konar þjónustu við íbúana, og ég tel að hér sé tækifæri fyrir þau til slíks. Það getur ekki verið óyfirstíganlegt að leysa bráðasta vandann í sameiningu. Það er ekki ásættanlegt að sveitarfélögin í kringum borgina sitji hjá, þau eiga öll að leggja sitt af mörkum, kostnaðarskiptingamódelin eru þegar til í öðrum félögum. Sveitarfélög sem geta komið sér saman um rekstur skíðasvæða geta áreiðanlega komið sér saman um lausn á bráðasta húsnæðisvandanum. Koma svo SSH! Höfundur er þingmaður VG í Suðvestur kjördæmi.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar