Jól fjarri heimili sínu vegna fæðingar tvíbura Sveinn Arnarsson skrifar 20. desember 2017 06:00 Sigþrúður bíður fæðingar tveggja dætra. Kostnaður verðandi foreldra er oft svimandi hár séu þeir búsettir fjarri höfuðborginni. vísir/anton brink Sigþrúður Margrét Gunnsteinsdóttir, verðandi móðir tvíbura á Ísafirði, þarf að verja jólum og áramótum í höfuðborginni af þeirri einu ástæðu að hún gengur með tvíbura. Von er á börnunum í heiminn fyrstu vikuna í janúar. Kostnaðurinn hleypur á hundruðum þúsunda og bíður Sigþrúður Margrét nú eftir því að maðurinn hennar komi einnig suður, í höfuðborgina.“Aðalmunurinn er þegar konur þurfa að fæða fyrir sunnan hvað kostnaðurinn er mikill.” Erla Rún Sigurjónsdóttir, ljósmóðir á Ísafirði„Þetta er í fimmta skiptið sem ég fer suður á meðgöngunni og kostnaðurinn við það er orðinn nokkuð mikill. Ég er komin 35 vikur á leið og er sett í fyrstu viku nýs árs. Því mun ég halda jól og áramót hér fyrir sunnan fjarri heimabyggð,“ útskýrir Sigþrúður Margrét í samtali við blaðið. Ekki er hægt að fæða tvíbura á Ísafirði og í rauninni er engin fæðing leyfileg á Vestfjörðum sem kalla mætti áhættufæðingu. Erla Rún Sigurjónsdóttir, eina ljósmóðirin sem búsett er á Vestfjörðum, segir sjúkrahúsið langt í frá í stakk búið til þess að taka við fæðingum af þessum toga. „Við erum ekki með aðgang að barnalæknum og vökudeildarþjónustu,“ útskýrir Erla Rún. „Hér vantar bæði barna- og fæðingarlækna. Við búum hins vegar yfir skurðstofu til að taka á bráðaþjónustu ef þess þarf,“ segir hún. Sigþrúður fór ein til Reykjavíkur í þetta skiptið og bíður þess að maki hennar og yngsta barn þeirra komi suður svo hægt sé að halda jólin saman. „Ég fór ein núna. Það fylgir því mikið tekjutap að vera fyrir sunnan og það er ástæða þess að maðurinn minn er enn að vinna. Þessi kostnaður er nokkuð mikill og því reynum við að lágmarka tekjutapið eins mikið og kostur er,“ segir Sigþrúður. Erla Rún, ljósmóðir á Ísafirði, segir að fæðingum fækki stöðugt fyrir vestan. Einnig sé erfitt að ráða í stöður sem snúa að fæðingum. Hins vegar sé þjónustan sem verðandi mæður fá á Ísafirði í öllum aðalatriðum eins og annars staðar á landinu. „Aðalmunurinn er þegar konur þurfa að fæða fyrir sunnan hvað kostnaðurinn fyrir þær og fjölskyldur þeirra er mikill. Það er ekki greitt fyrir ferðir maka og gisting er að litlu leyti niðurgreidd. Þar liggur aðstöðumunurinn,“ segir Erla Rún að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Sigþrúður Margrét Gunnsteinsdóttir, verðandi móðir tvíbura á Ísafirði, þarf að verja jólum og áramótum í höfuðborginni af þeirri einu ástæðu að hún gengur með tvíbura. Von er á börnunum í heiminn fyrstu vikuna í janúar. Kostnaðurinn hleypur á hundruðum þúsunda og bíður Sigþrúður Margrét nú eftir því að maðurinn hennar komi einnig suður, í höfuðborgina.“Aðalmunurinn er þegar konur þurfa að fæða fyrir sunnan hvað kostnaðurinn er mikill.” Erla Rún Sigurjónsdóttir, ljósmóðir á Ísafirði„Þetta er í fimmta skiptið sem ég fer suður á meðgöngunni og kostnaðurinn við það er orðinn nokkuð mikill. Ég er komin 35 vikur á leið og er sett í fyrstu viku nýs árs. Því mun ég halda jól og áramót hér fyrir sunnan fjarri heimabyggð,“ útskýrir Sigþrúður Margrét í samtali við blaðið. Ekki er hægt að fæða tvíbura á Ísafirði og í rauninni er engin fæðing leyfileg á Vestfjörðum sem kalla mætti áhættufæðingu. Erla Rún Sigurjónsdóttir, eina ljósmóðirin sem búsett er á Vestfjörðum, segir sjúkrahúsið langt í frá í stakk búið til þess að taka við fæðingum af þessum toga. „Við erum ekki með aðgang að barnalæknum og vökudeildarþjónustu,“ útskýrir Erla Rún. „Hér vantar bæði barna- og fæðingarlækna. Við búum hins vegar yfir skurðstofu til að taka á bráðaþjónustu ef þess þarf,“ segir hún. Sigþrúður fór ein til Reykjavíkur í þetta skiptið og bíður þess að maki hennar og yngsta barn þeirra komi suður svo hægt sé að halda jólin saman. „Ég fór ein núna. Það fylgir því mikið tekjutap að vera fyrir sunnan og það er ástæða þess að maðurinn minn er enn að vinna. Þessi kostnaður er nokkuð mikill og því reynum við að lágmarka tekjutapið eins mikið og kostur er,“ segir Sigþrúður. Erla Rún, ljósmóðir á Ísafirði, segir að fæðingum fækki stöðugt fyrir vestan. Einnig sé erfitt að ráða í stöður sem snúa að fæðingum. Hins vegar sé þjónustan sem verðandi mæður fá á Ísafirði í öllum aðalatriðum eins og annars staðar á landinu. „Aðalmunurinn er þegar konur þurfa að fæða fyrir sunnan hvað kostnaðurinn fyrir þær og fjölskyldur þeirra er mikill. Það er ekki greitt fyrir ferðir maka og gisting er að litlu leyti niðurgreidd. Þar liggur aðstöðumunurinn,“ segir Erla Rún að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira