Trump fylgist með atkvæði Íslands Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 20. desember 2017 15:30 Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að fylgjast með því hvar atkvæði þjóða lenda hjá Sameinuðu þjóðanna. Vísir/AFP Íslensk stjórnvöld hafa fengið sent bréf frá Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, þar sem segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti ætli sér að fylgjast grannt með því hvaða lönd greiði atkvæði gegn Bandaríkjunum á allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna á morgun. Helstu bandalagsríki Bandaríkjanna hafa fengið sambærilegt bréf. Þetta hefur fréttastofa eftir upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Á þinginu verður þess krafist að Trump snúi við ákvörðun sinni um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Bloomberg fréttastofan hefur eftir ónafngreindum erindreka að Haley hafi sagt sér að hverju atkvæði gegn Bandaríkjunum verði tekið persónulega.Íslenskir embættismenn munu nú ræða við fulltrúa hinna Norðurlandanna og í kjölfar þess ákveða hvernig Ísland ráðstafar atkvæði sínu.Vísir/E.ÓlNokkur araba- og múslimaríki fóru fram á fundinn eftir að Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi sínu í öryggisráðinu til að fella tillögu Egypta um afturköllun ákvörðunarinnar í gær. Hin fjórtán ríkin sem eiga sæti í öryggisráðinu greiddu atkvæði með tillögu Egypta og voru Bandaríkin ein á móti.Munu ráðfæra sig við hin Norðurlöndin Nú munu fulltrúar 193 ríkja allsherjarþingsins greiða atkvæði um tillögu þar sem þess er krafist að ákvörðun Trump verði snúið við. Íslenskir embættismenn munu ræða við fulltrúa hinna Norðurlandanna og í kjölfar þess ákveða hvernig Ísland ráðstafar atkvæði sínu. Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50 Bandaríkin beittu neitunarvaldi í öryggisráði SÞ um Jerúsalem Tillaga um að ógilda ákvarðanir sem breyta viðurkenningu á stöðu Jerúsalem sem beindist að Trump-stjórninni var felld í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í kvöld. 18. desember 2017 19:29 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa fengið sent bréf frá Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, þar sem segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti ætli sér að fylgjast grannt með því hvaða lönd greiði atkvæði gegn Bandaríkjunum á allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna á morgun. Helstu bandalagsríki Bandaríkjanna hafa fengið sambærilegt bréf. Þetta hefur fréttastofa eftir upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Á þinginu verður þess krafist að Trump snúi við ákvörðun sinni um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Bloomberg fréttastofan hefur eftir ónafngreindum erindreka að Haley hafi sagt sér að hverju atkvæði gegn Bandaríkjunum verði tekið persónulega.Íslenskir embættismenn munu nú ræða við fulltrúa hinna Norðurlandanna og í kjölfar þess ákveða hvernig Ísland ráðstafar atkvæði sínu.Vísir/E.ÓlNokkur araba- og múslimaríki fóru fram á fundinn eftir að Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi sínu í öryggisráðinu til að fella tillögu Egypta um afturköllun ákvörðunarinnar í gær. Hin fjórtán ríkin sem eiga sæti í öryggisráðinu greiddu atkvæði með tillögu Egypta og voru Bandaríkin ein á móti.Munu ráðfæra sig við hin Norðurlöndin Nú munu fulltrúar 193 ríkja allsherjarþingsins greiða atkvæði um tillögu þar sem þess er krafist að ákvörðun Trump verði snúið við. Íslenskir embættismenn munu ræða við fulltrúa hinna Norðurlandanna og í kjölfar þess ákveða hvernig Ísland ráðstafar atkvæði sínu.
Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50 Bandaríkin beittu neitunarvaldi í öryggisráði SÞ um Jerúsalem Tillaga um að ógilda ákvarðanir sem breyta viðurkenningu á stöðu Jerúsalem sem beindist að Trump-stjórninni var felld í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í kvöld. 18. desember 2017 19:29 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50
Bandaríkin beittu neitunarvaldi í öryggisráði SÞ um Jerúsalem Tillaga um að ógilda ákvarðanir sem breyta viðurkenningu á stöðu Jerúsalem sem beindist að Trump-stjórninni var felld í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í kvöld. 18. desember 2017 19:29