Hótanir Trump hafa ekki áhrif á afstöðu Íslendinga Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2017 19:36 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að íslensk stjórnvöld vinni með Norðurlöndunum og fleiri ríkjum í tengslum við atkvæðagreiðsluna á morgun. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að bréf bandarískra stjórnvalda um að þau muni fylgjast með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á morgun muni ekki hafa nein áhrif á afstöðu Íslands. Hann telur framferði Bandaríkjastjórnar óvenjulegt. Greidd verða atkvæði um tillögu um að ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraela verði dregin til baka á sérstökum aukafundi allsherjarþingsins á morgun. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, sendi íslenskum stjórnvöldum bréf í dag þar sem kom fram að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni fylgjast grannt með því hvaða lönd greiða atkvæði gegn honum í allsherjarþinginu á morgun. Helstu bandalagsríki Bandaríkjanna hafa fengið sambærilegt bréf. „Þetta bréf fastafulltrúans er óvenjulegt. Það hefur ekki áhrif á afstöðu Íslands,“ segir Guðlaugur Þór við Vísi. Íslensk stjórnvöld vinni með stjórnvöld á Norðurlöndunum og fleiri að málinu. Afstaða Íslands muni liggja fyrir þegar greidd verða atkvæði um tillöguna kl. 15 að íslenskum tíma á morgun.Blandi ekki saman atkvæðagreiðslunni og fjárhagsaðstoðTrump hótaði því í dag að draga til baka fjárstuðning við ríki ef þau greiða atkvæði gegn Bandaríkjunum á morgun. Guðlaugur Þór segist ekki vita hvað þar býr nákvæmlega að baki. „Ég tel að það sé óskynsamlegt og að það sé ekki rétt að blanda þessum málum saman,“ segir hann. Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50 Trump fylgist með atkvæði Íslands Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að Bandaríkjaforseti ætli sér að fylgjast grannt með því hvaða lönd greiði atkvæði gegn Bandaríkjunum á allsherjarþinginu á morgun. 20. desember 2017 15:30 Trump hótar ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum „Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ segir Bandaríkjaforseti sem ætlar að fylgjast grannt með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi SÞ á morgun. 20. desember 2017 18:43 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að bréf bandarískra stjórnvalda um að þau muni fylgjast með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á morgun muni ekki hafa nein áhrif á afstöðu Íslands. Hann telur framferði Bandaríkjastjórnar óvenjulegt. Greidd verða atkvæði um tillögu um að ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraela verði dregin til baka á sérstökum aukafundi allsherjarþingsins á morgun. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, sendi íslenskum stjórnvöldum bréf í dag þar sem kom fram að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni fylgjast grannt með því hvaða lönd greiða atkvæði gegn honum í allsherjarþinginu á morgun. Helstu bandalagsríki Bandaríkjanna hafa fengið sambærilegt bréf. „Þetta bréf fastafulltrúans er óvenjulegt. Það hefur ekki áhrif á afstöðu Íslands,“ segir Guðlaugur Þór við Vísi. Íslensk stjórnvöld vinni með stjórnvöld á Norðurlöndunum og fleiri að málinu. Afstaða Íslands muni liggja fyrir þegar greidd verða atkvæði um tillöguna kl. 15 að íslenskum tíma á morgun.Blandi ekki saman atkvæðagreiðslunni og fjárhagsaðstoðTrump hótaði því í dag að draga til baka fjárstuðning við ríki ef þau greiða atkvæði gegn Bandaríkjunum á morgun. Guðlaugur Þór segist ekki vita hvað þar býr nákvæmlega að baki. „Ég tel að það sé óskynsamlegt og að það sé ekki rétt að blanda þessum málum saman,“ segir hann.
Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50 Trump fylgist með atkvæði Íslands Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að Bandaríkjaforseti ætli sér að fylgjast grannt með því hvaða lönd greiði atkvæði gegn Bandaríkjunum á allsherjarþinginu á morgun. 20. desember 2017 15:30 Trump hótar ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum „Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ segir Bandaríkjaforseti sem ætlar að fylgjast grannt með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi SÞ á morgun. 20. desember 2017 18:43 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50
Trump fylgist með atkvæði Íslands Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að Bandaríkjaforseti ætli sér að fylgjast grannt með því hvaða lönd greiði atkvæði gegn Bandaríkjunum á allsherjarþinginu á morgun. 20. desember 2017 15:30
Trump hótar ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum „Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ segir Bandaríkjaforseti sem ætlar að fylgjast grannt með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi SÞ á morgun. 20. desember 2017 18:43