Tuttugu og sex ára gamalt markamet Diego Maradona var slegið í gærkvöld þegar Napólí bar sigurorð af Sampdoria.
Maradona skoraði 115 mörk fyrir Napólí á árunum 1984-1991 og var leikjahæstur í sögu félagsins.
Slóvakinn Marek Hamsik skoraði sigurmark Napólí í leiknum á 39. mínútu og gerði þar með 116. mark sitt fyrir félagið og bætti met Maradona.
Hamsik hefur spilað með Napólí frá árinu 2007, svo Maradona getur í það minnsta huggað sig við það hann skoraði þessi mörk á færri árum en Hamsik. Argentínumaðurinn þurfti einnig mun færri leiki til, hann skoraði mörkin 115 í 259 leikjum, en Hamsik þurfti 465 leiki.
