Konur en ekki Ísraelsmenn fá að tefla í Sádi-Arabíu Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. desember 2017 17:45 Frá móti kvenna í Sádi-Arabíu. Konurnar þurftu ekki að klæða sig í samræmi við strangar reglur ríkisins um klæðaburð kvenna er þær tóku þátt í mótinu. Vísir/Getty Alþjóðlegt skákmót er hafið í Sádi-Arabíu en aðdragandi mótsins hefur verið mjög umdeildur, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Ísraelskir ríkisborgarar, sem hugðust taka þátt í mótinu, fengu ekki vegabréfsáritanir. Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja ekki hafa verið grundvöll fyrir útgáfu áritananna vegna þess að ríkin tvö hafi ekki átt í neinum stjórnmálalegum samskiptum. Ísraelsku skákmönnunum var því ekki hleypt inn í landið í tæka tíð fyrir mótið en talsmenn Ísraelsku skáksamtakanna segjast ætla að fara fram á skaðabætur vegna málsins. Sjö ísraelskir keppendur missa því af mótinu en athygli vekur að leikmenn frá Katar og Íran fengu útgefnar vegabréfsáritanir á síðustu stundu. Bæði ríkin hafa átt í stormasömu sambandi við Sádi-Arabíu. Í sumar samþykktu nokkur Persaflóaríki, með Sádi-Arabíu, í broddi fylkingar, að beita Katar stjórnmála- og viðskiptahöftum vegna tengsla þess síðarnefnda við hryðjuverkahópa. Þá var þess enn fremur krafist að Katar slíti stjórnmálasambandi við Íran.Höfuðslæða í Íran meira en nóg Vegabréfsáritanir ísraelsku leikmannanna eru þó ekki það eina sem vakið hefur umtal í aðdraganda skáksmótsins. Hin 27 ára gamla skákkona Anna Muzychuk, sem hefur tvisvar hreppt heimsmeistararatitil, ætlar ekki að taka þátt í mótinu vegna strangra reglna um klæðaburð kvenna á almannafæri í Sádi-Arabíu. „Að hætta lífi sínu til að klæðast abaya öllum stundum?? Allt er takmörkunum háð og höfuðslæða í Íran var meira en nóg,“ skrifaði Muzychuk í Facebook-færslu í vikunni og vísaði þar til heimsmeistarmótsins sem haldið var í Tehran, höfuðborg Írans, fyrr á þessu ári.Anna Muzychuk við taflborðið í Tehran fyrr á þessu ári. Muzychuk var óánægð með höfuðslæðuna sem hún þurfti að bera á mótinu og tekur ekki þátt í Sádi-Arabíu í ár.Vísir/AFPStrangar reglur gilda um klæðaburð kvenna í Sádi-Arabíu en konum er skylt að klæðast víðum, skósíðum kyrtlum, svokölluðum „abaya,“ er þær fara út á meðal fólks. Þá verða þær einnig að hylja hár sitt. Konur sem taka nú þátt í skákmótinu í Sádi-Arabíu munu þó ekki þurfa að klæðast áðurnefndum abaya eða höfuðslæðum, hijab, á meðan á leikum stendur. Muzychuk hyggst samt sem áður standa við afstöðu sína. Verðlaunafé á aðalmótinu, sem kennt er við Salman bin Abdulaziz Al Saud, konung Sádi-Arabíu, er 750 þúsund Bandaríkjadalir eða rétt tæpar 80 milljónir íslenskra króna. Sigurvegari kvennamótsins, sem fer fram samhliða karlakeppninni, fær 250 þúsund dali í sinn hlut eða rúmar 26 milljónir íslenskra króna. Skákmótið, sem er það fyrsta sinnar tegundar sem haldið er í Sádi-Arabíu, er talið liður í því að opna landamæri ríkisins enn frekar fyrir umheiminum.Hinn norski Magnus Carlsen mætir hér Vladimir Dobrov í Sádi-Arabíu.Vísir/GettyMikið er um dýrðir á mótinu.Vísir/Getty Erlent Mið-Austurlönd Skák Tengdar fréttir Konur fagna afléttingu akstursbanns Gleði ríkti á meðal sádiarabískra kvenna í gær eftir að konungur leyfði þeim að keyra. Sádi-Arabía er síðasta ríkið til að heimila konum að aka bifreið. Baráttan fyrir akstursréttindum hefur verið löng. 28. september 2017 06:00 Sádi Arabía fundar með bandamönnum í Kaíró Mánuður er nú síðan Persaflóaríkin fjögur sem koma að fundinum slitu stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar. 5. júlí 2017 06:56 Hitnar í köldu stríði Írana og Sádi-Araba Sádi-Arabar segja Íransstjórn nánast lýsa yfir stríði með stuðningi sínum við uppreisnarmenn í Jemen og Líbanon. Afsögn forsætisráðherra Líbanons talin afleiðing þrýstings frá Sádi-Aröbum. Atburðir síðustu daga þykja líklegir 8. nóvember 2017 11:00 Sádar skutu niður eldflaug frá Jemen Eldflauginni var skotið Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu. 19. desember 2017 13:34 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Sjá meira
Alþjóðlegt skákmót er hafið í Sádi-Arabíu en aðdragandi mótsins hefur verið mjög umdeildur, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Ísraelskir ríkisborgarar, sem hugðust taka þátt í mótinu, fengu ekki vegabréfsáritanir. Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja ekki hafa verið grundvöll fyrir útgáfu áritananna vegna þess að ríkin tvö hafi ekki átt í neinum stjórnmálalegum samskiptum. Ísraelsku skákmönnunum var því ekki hleypt inn í landið í tæka tíð fyrir mótið en talsmenn Ísraelsku skáksamtakanna segjast ætla að fara fram á skaðabætur vegna málsins. Sjö ísraelskir keppendur missa því af mótinu en athygli vekur að leikmenn frá Katar og Íran fengu útgefnar vegabréfsáritanir á síðustu stundu. Bæði ríkin hafa átt í stormasömu sambandi við Sádi-Arabíu. Í sumar samþykktu nokkur Persaflóaríki, með Sádi-Arabíu, í broddi fylkingar, að beita Katar stjórnmála- og viðskiptahöftum vegna tengsla þess síðarnefnda við hryðjuverkahópa. Þá var þess enn fremur krafist að Katar slíti stjórnmálasambandi við Íran.Höfuðslæða í Íran meira en nóg Vegabréfsáritanir ísraelsku leikmannanna eru þó ekki það eina sem vakið hefur umtal í aðdraganda skáksmótsins. Hin 27 ára gamla skákkona Anna Muzychuk, sem hefur tvisvar hreppt heimsmeistararatitil, ætlar ekki að taka þátt í mótinu vegna strangra reglna um klæðaburð kvenna á almannafæri í Sádi-Arabíu. „Að hætta lífi sínu til að klæðast abaya öllum stundum?? Allt er takmörkunum háð og höfuðslæða í Íran var meira en nóg,“ skrifaði Muzychuk í Facebook-færslu í vikunni og vísaði þar til heimsmeistarmótsins sem haldið var í Tehran, höfuðborg Írans, fyrr á þessu ári.Anna Muzychuk við taflborðið í Tehran fyrr á þessu ári. Muzychuk var óánægð með höfuðslæðuna sem hún þurfti að bera á mótinu og tekur ekki þátt í Sádi-Arabíu í ár.Vísir/AFPStrangar reglur gilda um klæðaburð kvenna í Sádi-Arabíu en konum er skylt að klæðast víðum, skósíðum kyrtlum, svokölluðum „abaya,“ er þær fara út á meðal fólks. Þá verða þær einnig að hylja hár sitt. Konur sem taka nú þátt í skákmótinu í Sádi-Arabíu munu þó ekki þurfa að klæðast áðurnefndum abaya eða höfuðslæðum, hijab, á meðan á leikum stendur. Muzychuk hyggst samt sem áður standa við afstöðu sína. Verðlaunafé á aðalmótinu, sem kennt er við Salman bin Abdulaziz Al Saud, konung Sádi-Arabíu, er 750 þúsund Bandaríkjadalir eða rétt tæpar 80 milljónir íslenskra króna. Sigurvegari kvennamótsins, sem fer fram samhliða karlakeppninni, fær 250 þúsund dali í sinn hlut eða rúmar 26 milljónir íslenskra króna. Skákmótið, sem er það fyrsta sinnar tegundar sem haldið er í Sádi-Arabíu, er talið liður í því að opna landamæri ríkisins enn frekar fyrir umheiminum.Hinn norski Magnus Carlsen mætir hér Vladimir Dobrov í Sádi-Arabíu.Vísir/GettyMikið er um dýrðir á mótinu.Vísir/Getty
Erlent Mið-Austurlönd Skák Tengdar fréttir Konur fagna afléttingu akstursbanns Gleði ríkti á meðal sádiarabískra kvenna í gær eftir að konungur leyfði þeim að keyra. Sádi-Arabía er síðasta ríkið til að heimila konum að aka bifreið. Baráttan fyrir akstursréttindum hefur verið löng. 28. september 2017 06:00 Sádi Arabía fundar með bandamönnum í Kaíró Mánuður er nú síðan Persaflóaríkin fjögur sem koma að fundinum slitu stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar. 5. júlí 2017 06:56 Hitnar í köldu stríði Írana og Sádi-Araba Sádi-Arabar segja Íransstjórn nánast lýsa yfir stríði með stuðningi sínum við uppreisnarmenn í Jemen og Líbanon. Afsögn forsætisráðherra Líbanons talin afleiðing þrýstings frá Sádi-Aröbum. Atburðir síðustu daga þykja líklegir 8. nóvember 2017 11:00 Sádar skutu niður eldflaug frá Jemen Eldflauginni var skotið Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu. 19. desember 2017 13:34 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Sjá meira
Konur fagna afléttingu akstursbanns Gleði ríkti á meðal sádiarabískra kvenna í gær eftir að konungur leyfði þeim að keyra. Sádi-Arabía er síðasta ríkið til að heimila konum að aka bifreið. Baráttan fyrir akstursréttindum hefur verið löng. 28. september 2017 06:00
Sádi Arabía fundar með bandamönnum í Kaíró Mánuður er nú síðan Persaflóaríkin fjögur sem koma að fundinum slitu stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar. 5. júlí 2017 06:56
Hitnar í köldu stríði Írana og Sádi-Araba Sádi-Arabar segja Íransstjórn nánast lýsa yfir stríði með stuðningi sínum við uppreisnarmenn í Jemen og Líbanon. Afsögn forsætisráðherra Líbanons talin afleiðing þrýstings frá Sádi-Aröbum. Atburðir síðustu daga þykja líklegir 8. nóvember 2017 11:00
Sádar skutu niður eldflaug frá Jemen Eldflauginni var skotið Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu. 19. desember 2017 13:34