Konur en ekki Ísraelsmenn fá að tefla í Sádi-Arabíu Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. desember 2017 17:45 Frá móti kvenna í Sádi-Arabíu. Konurnar þurftu ekki að klæða sig í samræmi við strangar reglur ríkisins um klæðaburð kvenna er þær tóku þátt í mótinu. Vísir/Getty Alþjóðlegt skákmót er hafið í Sádi-Arabíu en aðdragandi mótsins hefur verið mjög umdeildur, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Ísraelskir ríkisborgarar, sem hugðust taka þátt í mótinu, fengu ekki vegabréfsáritanir. Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja ekki hafa verið grundvöll fyrir útgáfu áritananna vegna þess að ríkin tvö hafi ekki átt í neinum stjórnmálalegum samskiptum. Ísraelsku skákmönnunum var því ekki hleypt inn í landið í tæka tíð fyrir mótið en talsmenn Ísraelsku skáksamtakanna segjast ætla að fara fram á skaðabætur vegna málsins. Sjö ísraelskir keppendur missa því af mótinu en athygli vekur að leikmenn frá Katar og Íran fengu útgefnar vegabréfsáritanir á síðustu stundu. Bæði ríkin hafa átt í stormasömu sambandi við Sádi-Arabíu. Í sumar samþykktu nokkur Persaflóaríki, með Sádi-Arabíu, í broddi fylkingar, að beita Katar stjórnmála- og viðskiptahöftum vegna tengsla þess síðarnefnda við hryðjuverkahópa. Þá var þess enn fremur krafist að Katar slíti stjórnmálasambandi við Íran.Höfuðslæða í Íran meira en nóg Vegabréfsáritanir ísraelsku leikmannanna eru þó ekki það eina sem vakið hefur umtal í aðdraganda skáksmótsins. Hin 27 ára gamla skákkona Anna Muzychuk, sem hefur tvisvar hreppt heimsmeistararatitil, ætlar ekki að taka þátt í mótinu vegna strangra reglna um klæðaburð kvenna á almannafæri í Sádi-Arabíu. „Að hætta lífi sínu til að klæðast abaya öllum stundum?? Allt er takmörkunum háð og höfuðslæða í Íran var meira en nóg,“ skrifaði Muzychuk í Facebook-færslu í vikunni og vísaði þar til heimsmeistarmótsins sem haldið var í Tehran, höfuðborg Írans, fyrr á þessu ári.Anna Muzychuk við taflborðið í Tehran fyrr á þessu ári. Muzychuk var óánægð með höfuðslæðuna sem hún þurfti að bera á mótinu og tekur ekki þátt í Sádi-Arabíu í ár.Vísir/AFPStrangar reglur gilda um klæðaburð kvenna í Sádi-Arabíu en konum er skylt að klæðast víðum, skósíðum kyrtlum, svokölluðum „abaya,“ er þær fara út á meðal fólks. Þá verða þær einnig að hylja hár sitt. Konur sem taka nú þátt í skákmótinu í Sádi-Arabíu munu þó ekki þurfa að klæðast áðurnefndum abaya eða höfuðslæðum, hijab, á meðan á leikum stendur. Muzychuk hyggst samt sem áður standa við afstöðu sína. Verðlaunafé á aðalmótinu, sem kennt er við Salman bin Abdulaziz Al Saud, konung Sádi-Arabíu, er 750 þúsund Bandaríkjadalir eða rétt tæpar 80 milljónir íslenskra króna. Sigurvegari kvennamótsins, sem fer fram samhliða karlakeppninni, fær 250 þúsund dali í sinn hlut eða rúmar 26 milljónir íslenskra króna. Skákmótið, sem er það fyrsta sinnar tegundar sem haldið er í Sádi-Arabíu, er talið liður í því að opna landamæri ríkisins enn frekar fyrir umheiminum.Hinn norski Magnus Carlsen mætir hér Vladimir Dobrov í Sádi-Arabíu.Vísir/GettyMikið er um dýrðir á mótinu.Vísir/Getty Erlent Mið-Austurlönd Skák Tengdar fréttir Konur fagna afléttingu akstursbanns Gleði ríkti á meðal sádiarabískra kvenna í gær eftir að konungur leyfði þeim að keyra. Sádi-Arabía er síðasta ríkið til að heimila konum að aka bifreið. Baráttan fyrir akstursréttindum hefur verið löng. 28. september 2017 06:00 Sádi Arabía fundar með bandamönnum í Kaíró Mánuður er nú síðan Persaflóaríkin fjögur sem koma að fundinum slitu stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar. 5. júlí 2017 06:56 Hitnar í köldu stríði Írana og Sádi-Araba Sádi-Arabar segja Íransstjórn nánast lýsa yfir stríði með stuðningi sínum við uppreisnarmenn í Jemen og Líbanon. Afsögn forsætisráðherra Líbanons talin afleiðing þrýstings frá Sádi-Aröbum. Atburðir síðustu daga þykja líklegir 8. nóvember 2017 11:00 Sádar skutu niður eldflaug frá Jemen Eldflauginni var skotið Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu. 19. desember 2017 13:34 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Alþjóðlegt skákmót er hafið í Sádi-Arabíu en aðdragandi mótsins hefur verið mjög umdeildur, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Ísraelskir ríkisborgarar, sem hugðust taka þátt í mótinu, fengu ekki vegabréfsáritanir. Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja ekki hafa verið grundvöll fyrir útgáfu áritananna vegna þess að ríkin tvö hafi ekki átt í neinum stjórnmálalegum samskiptum. Ísraelsku skákmönnunum var því ekki hleypt inn í landið í tæka tíð fyrir mótið en talsmenn Ísraelsku skáksamtakanna segjast ætla að fara fram á skaðabætur vegna málsins. Sjö ísraelskir keppendur missa því af mótinu en athygli vekur að leikmenn frá Katar og Íran fengu útgefnar vegabréfsáritanir á síðustu stundu. Bæði ríkin hafa átt í stormasömu sambandi við Sádi-Arabíu. Í sumar samþykktu nokkur Persaflóaríki, með Sádi-Arabíu, í broddi fylkingar, að beita Katar stjórnmála- og viðskiptahöftum vegna tengsla þess síðarnefnda við hryðjuverkahópa. Þá var þess enn fremur krafist að Katar slíti stjórnmálasambandi við Íran.Höfuðslæða í Íran meira en nóg Vegabréfsáritanir ísraelsku leikmannanna eru þó ekki það eina sem vakið hefur umtal í aðdraganda skáksmótsins. Hin 27 ára gamla skákkona Anna Muzychuk, sem hefur tvisvar hreppt heimsmeistararatitil, ætlar ekki að taka þátt í mótinu vegna strangra reglna um klæðaburð kvenna á almannafæri í Sádi-Arabíu. „Að hætta lífi sínu til að klæðast abaya öllum stundum?? Allt er takmörkunum háð og höfuðslæða í Íran var meira en nóg,“ skrifaði Muzychuk í Facebook-færslu í vikunni og vísaði þar til heimsmeistarmótsins sem haldið var í Tehran, höfuðborg Írans, fyrr á þessu ári.Anna Muzychuk við taflborðið í Tehran fyrr á þessu ári. Muzychuk var óánægð með höfuðslæðuna sem hún þurfti að bera á mótinu og tekur ekki þátt í Sádi-Arabíu í ár.Vísir/AFPStrangar reglur gilda um klæðaburð kvenna í Sádi-Arabíu en konum er skylt að klæðast víðum, skósíðum kyrtlum, svokölluðum „abaya,“ er þær fara út á meðal fólks. Þá verða þær einnig að hylja hár sitt. Konur sem taka nú þátt í skákmótinu í Sádi-Arabíu munu þó ekki þurfa að klæðast áðurnefndum abaya eða höfuðslæðum, hijab, á meðan á leikum stendur. Muzychuk hyggst samt sem áður standa við afstöðu sína. Verðlaunafé á aðalmótinu, sem kennt er við Salman bin Abdulaziz Al Saud, konung Sádi-Arabíu, er 750 þúsund Bandaríkjadalir eða rétt tæpar 80 milljónir íslenskra króna. Sigurvegari kvennamótsins, sem fer fram samhliða karlakeppninni, fær 250 þúsund dali í sinn hlut eða rúmar 26 milljónir íslenskra króna. Skákmótið, sem er það fyrsta sinnar tegundar sem haldið er í Sádi-Arabíu, er talið liður í því að opna landamæri ríkisins enn frekar fyrir umheiminum.Hinn norski Magnus Carlsen mætir hér Vladimir Dobrov í Sádi-Arabíu.Vísir/GettyMikið er um dýrðir á mótinu.Vísir/Getty
Erlent Mið-Austurlönd Skák Tengdar fréttir Konur fagna afléttingu akstursbanns Gleði ríkti á meðal sádiarabískra kvenna í gær eftir að konungur leyfði þeim að keyra. Sádi-Arabía er síðasta ríkið til að heimila konum að aka bifreið. Baráttan fyrir akstursréttindum hefur verið löng. 28. september 2017 06:00 Sádi Arabía fundar með bandamönnum í Kaíró Mánuður er nú síðan Persaflóaríkin fjögur sem koma að fundinum slitu stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar. 5. júlí 2017 06:56 Hitnar í köldu stríði Írana og Sádi-Araba Sádi-Arabar segja Íransstjórn nánast lýsa yfir stríði með stuðningi sínum við uppreisnarmenn í Jemen og Líbanon. Afsögn forsætisráðherra Líbanons talin afleiðing þrýstings frá Sádi-Aröbum. Atburðir síðustu daga þykja líklegir 8. nóvember 2017 11:00 Sádar skutu niður eldflaug frá Jemen Eldflauginni var skotið Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu. 19. desember 2017 13:34 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Konur fagna afléttingu akstursbanns Gleði ríkti á meðal sádiarabískra kvenna í gær eftir að konungur leyfði þeim að keyra. Sádi-Arabía er síðasta ríkið til að heimila konum að aka bifreið. Baráttan fyrir akstursréttindum hefur verið löng. 28. september 2017 06:00
Sádi Arabía fundar með bandamönnum í Kaíró Mánuður er nú síðan Persaflóaríkin fjögur sem koma að fundinum slitu stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar. 5. júlí 2017 06:56
Hitnar í köldu stríði Írana og Sádi-Araba Sádi-Arabar segja Íransstjórn nánast lýsa yfir stríði með stuðningi sínum við uppreisnarmenn í Jemen og Líbanon. Afsögn forsætisráðherra Líbanons talin afleiðing þrýstings frá Sádi-Aröbum. Atburðir síðustu daga þykja líklegir 8. nóvember 2017 11:00
Sádar skutu niður eldflaug frá Jemen Eldflauginni var skotið Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu. 19. desember 2017 13:34