Konur en ekki Ísraelsmenn fá að tefla í Sádi-Arabíu Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. desember 2017 17:45 Frá móti kvenna í Sádi-Arabíu. Konurnar þurftu ekki að klæða sig í samræmi við strangar reglur ríkisins um klæðaburð kvenna er þær tóku þátt í mótinu. Vísir/Getty Alþjóðlegt skákmót er hafið í Sádi-Arabíu en aðdragandi mótsins hefur verið mjög umdeildur, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Ísraelskir ríkisborgarar, sem hugðust taka þátt í mótinu, fengu ekki vegabréfsáritanir. Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja ekki hafa verið grundvöll fyrir útgáfu áritananna vegna þess að ríkin tvö hafi ekki átt í neinum stjórnmálalegum samskiptum. Ísraelsku skákmönnunum var því ekki hleypt inn í landið í tæka tíð fyrir mótið en talsmenn Ísraelsku skáksamtakanna segjast ætla að fara fram á skaðabætur vegna málsins. Sjö ísraelskir keppendur missa því af mótinu en athygli vekur að leikmenn frá Katar og Íran fengu útgefnar vegabréfsáritanir á síðustu stundu. Bæði ríkin hafa átt í stormasömu sambandi við Sádi-Arabíu. Í sumar samþykktu nokkur Persaflóaríki, með Sádi-Arabíu, í broddi fylkingar, að beita Katar stjórnmála- og viðskiptahöftum vegna tengsla þess síðarnefnda við hryðjuverkahópa. Þá var þess enn fremur krafist að Katar slíti stjórnmálasambandi við Íran.Höfuðslæða í Íran meira en nóg Vegabréfsáritanir ísraelsku leikmannanna eru þó ekki það eina sem vakið hefur umtal í aðdraganda skáksmótsins. Hin 27 ára gamla skákkona Anna Muzychuk, sem hefur tvisvar hreppt heimsmeistararatitil, ætlar ekki að taka þátt í mótinu vegna strangra reglna um klæðaburð kvenna á almannafæri í Sádi-Arabíu. „Að hætta lífi sínu til að klæðast abaya öllum stundum?? Allt er takmörkunum háð og höfuðslæða í Íran var meira en nóg,“ skrifaði Muzychuk í Facebook-færslu í vikunni og vísaði þar til heimsmeistarmótsins sem haldið var í Tehran, höfuðborg Írans, fyrr á þessu ári.Anna Muzychuk við taflborðið í Tehran fyrr á þessu ári. Muzychuk var óánægð með höfuðslæðuna sem hún þurfti að bera á mótinu og tekur ekki þátt í Sádi-Arabíu í ár.Vísir/AFPStrangar reglur gilda um klæðaburð kvenna í Sádi-Arabíu en konum er skylt að klæðast víðum, skósíðum kyrtlum, svokölluðum „abaya,“ er þær fara út á meðal fólks. Þá verða þær einnig að hylja hár sitt. Konur sem taka nú þátt í skákmótinu í Sádi-Arabíu munu þó ekki þurfa að klæðast áðurnefndum abaya eða höfuðslæðum, hijab, á meðan á leikum stendur. Muzychuk hyggst samt sem áður standa við afstöðu sína. Verðlaunafé á aðalmótinu, sem kennt er við Salman bin Abdulaziz Al Saud, konung Sádi-Arabíu, er 750 þúsund Bandaríkjadalir eða rétt tæpar 80 milljónir íslenskra króna. Sigurvegari kvennamótsins, sem fer fram samhliða karlakeppninni, fær 250 þúsund dali í sinn hlut eða rúmar 26 milljónir íslenskra króna. Skákmótið, sem er það fyrsta sinnar tegundar sem haldið er í Sádi-Arabíu, er talið liður í því að opna landamæri ríkisins enn frekar fyrir umheiminum.Hinn norski Magnus Carlsen mætir hér Vladimir Dobrov í Sádi-Arabíu.Vísir/GettyMikið er um dýrðir á mótinu.Vísir/Getty Erlent Mið-Austurlönd Skák Tengdar fréttir Konur fagna afléttingu akstursbanns Gleði ríkti á meðal sádiarabískra kvenna í gær eftir að konungur leyfði þeim að keyra. Sádi-Arabía er síðasta ríkið til að heimila konum að aka bifreið. Baráttan fyrir akstursréttindum hefur verið löng. 28. september 2017 06:00 Sádi Arabía fundar með bandamönnum í Kaíró Mánuður er nú síðan Persaflóaríkin fjögur sem koma að fundinum slitu stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar. 5. júlí 2017 06:56 Hitnar í köldu stríði Írana og Sádi-Araba Sádi-Arabar segja Íransstjórn nánast lýsa yfir stríði með stuðningi sínum við uppreisnarmenn í Jemen og Líbanon. Afsögn forsætisráðherra Líbanons talin afleiðing þrýstings frá Sádi-Aröbum. Atburðir síðustu daga þykja líklegir 8. nóvember 2017 11:00 Sádar skutu niður eldflaug frá Jemen Eldflauginni var skotið Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu. 19. desember 2017 13:34 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Alþjóðlegt skákmót er hafið í Sádi-Arabíu en aðdragandi mótsins hefur verið mjög umdeildur, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Ísraelskir ríkisborgarar, sem hugðust taka þátt í mótinu, fengu ekki vegabréfsáritanir. Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja ekki hafa verið grundvöll fyrir útgáfu áritananna vegna þess að ríkin tvö hafi ekki átt í neinum stjórnmálalegum samskiptum. Ísraelsku skákmönnunum var því ekki hleypt inn í landið í tæka tíð fyrir mótið en talsmenn Ísraelsku skáksamtakanna segjast ætla að fara fram á skaðabætur vegna málsins. Sjö ísraelskir keppendur missa því af mótinu en athygli vekur að leikmenn frá Katar og Íran fengu útgefnar vegabréfsáritanir á síðustu stundu. Bæði ríkin hafa átt í stormasömu sambandi við Sádi-Arabíu. Í sumar samþykktu nokkur Persaflóaríki, með Sádi-Arabíu, í broddi fylkingar, að beita Katar stjórnmála- og viðskiptahöftum vegna tengsla þess síðarnefnda við hryðjuverkahópa. Þá var þess enn fremur krafist að Katar slíti stjórnmálasambandi við Íran.Höfuðslæða í Íran meira en nóg Vegabréfsáritanir ísraelsku leikmannanna eru þó ekki það eina sem vakið hefur umtal í aðdraganda skáksmótsins. Hin 27 ára gamla skákkona Anna Muzychuk, sem hefur tvisvar hreppt heimsmeistararatitil, ætlar ekki að taka þátt í mótinu vegna strangra reglna um klæðaburð kvenna á almannafæri í Sádi-Arabíu. „Að hætta lífi sínu til að klæðast abaya öllum stundum?? Allt er takmörkunum háð og höfuðslæða í Íran var meira en nóg,“ skrifaði Muzychuk í Facebook-færslu í vikunni og vísaði þar til heimsmeistarmótsins sem haldið var í Tehran, höfuðborg Írans, fyrr á þessu ári.Anna Muzychuk við taflborðið í Tehran fyrr á þessu ári. Muzychuk var óánægð með höfuðslæðuna sem hún þurfti að bera á mótinu og tekur ekki þátt í Sádi-Arabíu í ár.Vísir/AFPStrangar reglur gilda um klæðaburð kvenna í Sádi-Arabíu en konum er skylt að klæðast víðum, skósíðum kyrtlum, svokölluðum „abaya,“ er þær fara út á meðal fólks. Þá verða þær einnig að hylja hár sitt. Konur sem taka nú þátt í skákmótinu í Sádi-Arabíu munu þó ekki þurfa að klæðast áðurnefndum abaya eða höfuðslæðum, hijab, á meðan á leikum stendur. Muzychuk hyggst samt sem áður standa við afstöðu sína. Verðlaunafé á aðalmótinu, sem kennt er við Salman bin Abdulaziz Al Saud, konung Sádi-Arabíu, er 750 þúsund Bandaríkjadalir eða rétt tæpar 80 milljónir íslenskra króna. Sigurvegari kvennamótsins, sem fer fram samhliða karlakeppninni, fær 250 þúsund dali í sinn hlut eða rúmar 26 milljónir íslenskra króna. Skákmótið, sem er það fyrsta sinnar tegundar sem haldið er í Sádi-Arabíu, er talið liður í því að opna landamæri ríkisins enn frekar fyrir umheiminum.Hinn norski Magnus Carlsen mætir hér Vladimir Dobrov í Sádi-Arabíu.Vísir/GettyMikið er um dýrðir á mótinu.Vísir/Getty
Erlent Mið-Austurlönd Skák Tengdar fréttir Konur fagna afléttingu akstursbanns Gleði ríkti á meðal sádiarabískra kvenna í gær eftir að konungur leyfði þeim að keyra. Sádi-Arabía er síðasta ríkið til að heimila konum að aka bifreið. Baráttan fyrir akstursréttindum hefur verið löng. 28. september 2017 06:00 Sádi Arabía fundar með bandamönnum í Kaíró Mánuður er nú síðan Persaflóaríkin fjögur sem koma að fundinum slitu stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar. 5. júlí 2017 06:56 Hitnar í köldu stríði Írana og Sádi-Araba Sádi-Arabar segja Íransstjórn nánast lýsa yfir stríði með stuðningi sínum við uppreisnarmenn í Jemen og Líbanon. Afsögn forsætisráðherra Líbanons talin afleiðing þrýstings frá Sádi-Aröbum. Atburðir síðustu daga þykja líklegir 8. nóvember 2017 11:00 Sádar skutu niður eldflaug frá Jemen Eldflauginni var skotið Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu. 19. desember 2017 13:34 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Konur fagna afléttingu akstursbanns Gleði ríkti á meðal sádiarabískra kvenna í gær eftir að konungur leyfði þeim að keyra. Sádi-Arabía er síðasta ríkið til að heimila konum að aka bifreið. Baráttan fyrir akstursréttindum hefur verið löng. 28. september 2017 06:00
Sádi Arabía fundar með bandamönnum í Kaíró Mánuður er nú síðan Persaflóaríkin fjögur sem koma að fundinum slitu stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar. 5. júlí 2017 06:56
Hitnar í köldu stríði Írana og Sádi-Araba Sádi-Arabar segja Íransstjórn nánast lýsa yfir stríði með stuðningi sínum við uppreisnarmenn í Jemen og Líbanon. Afsögn forsætisráðherra Líbanons talin afleiðing þrýstings frá Sádi-Aröbum. Atburðir síðustu daga þykja líklegir 8. nóvember 2017 11:00
Sádar skutu niður eldflaug frá Jemen Eldflauginni var skotið Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu. 19. desember 2017 13:34