Kyrrsetja eignir háttsettra eldflaugasérfræðinga Norður-Kóreu Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. desember 2017 23:30 Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/afp Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa bannað öll viðskipti með eignir tveggja háttsettra embættismanna Norður-Kóreu. Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að mennirnir, Kim Jong-sik og Ri Pyong-chol, hafi gegnt lykilhlutverki í þróun kjarnavopna Norður-Kóreu. Vísað er í tilkynningu frá fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna. Þar segir að bann verði lagt á öll viðskipti mannanna tveggja í Bandaríkjunum og allar eignir, sem þeir kynnu að eiga þar í landi, kyrrsettar. Með refsiaðgerðunum vilja bandarísk stjórnvöld uppfylla markmið sitt um „kjarnorkulausan Kóreuskaga,“ að því er haft er eftir Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, í tilkynningunni sem send var út í dag. Þá er Kim Jong-sik sagður lykilmaður í eldflaugaþróun Norður Kóreu, einkum þeirri þróun er lýtur að eldsneyti flauganna, og Ri Pyong-chol er talinn gegna lykilhlutverki í þróun langdrægra eldflauga.Eldflaugasérfræðingur og fyrrverandi hershöfðingi Refsiaðgerðirnar eru enn fremur sagðar framhald af ályktun Bandaríkjamanna sem samþykkt var samhljóða í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna síðastliðið föstudagskvöld. Í henni er kveðið á um aðgerðir til að draga úr olíubirgðum Norður-Kóreu um allt að 90 prósent og þá var öllum Norður-Kóreumönnum sem vinna erlendis gert að snúa til síns heima innan 24 mánaða. Tilefni téðra refsiaðgerða eru ítrekaðar eldflauga- og kjarnorkutilraunir stjórnvalda í Pjongjang, höfuðborg Norður-Kóreu. Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu sagði hertar þvinganir sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti gegn þjóðinni vera stríðsyfirlýsingu.Í úttekt Reuters-fréttaveitunnar, sem gerð var í maí síðastliðnum, segir enn fremur að annar embættismannanna, Ri Pyong-chol , sé fyrrverandi hershöfðingi og menntaður í Rússlandi. Kim Jong-sik er sagður gamalreyndur eldflaugasérfræðingur. Báðir hafa þeir ítrekað verið myndaðir við hlið Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, þegar eldflaugum er skotið á loft. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea segir hertar þvinganir vera stríðsyfirlýsingu Á vef Reuters er greint frá yfirlýsingu ráðuneytisins en þar er því haldið fram að þeim sem studdu þessar hertar þvinganir verði refsað. 24. desember 2017 10:22 Rússar bjóðast til að miðla málum í deilu Bandaríkjanna og Norður-Kóreu Rússar segjast vilja koma á sáttum milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna ef bæði ríkin eru reiðubúin til þess. 26. desember 2017 20:03 Öryggisráðið samþykkti hertar aðgerðir gegn Norður-Kóreu Tillaga Bandaríkjamanna um hertar refsiaðgerðir var samþykkt samhljóða. 22. desember 2017 18:38 Norður-Kórea fordæmir glæpsamleg Bandaríkin Utanríkisráðuneyti einræðisríkisins sakaði Donald Trump forseta um að leitast eftir algjörri undirokun heimsbyggðarinnar með þjóðaröryggisstefnu sinni. 23. desember 2017 07:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa bannað öll viðskipti með eignir tveggja háttsettra embættismanna Norður-Kóreu. Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að mennirnir, Kim Jong-sik og Ri Pyong-chol, hafi gegnt lykilhlutverki í þróun kjarnavopna Norður-Kóreu. Vísað er í tilkynningu frá fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna. Þar segir að bann verði lagt á öll viðskipti mannanna tveggja í Bandaríkjunum og allar eignir, sem þeir kynnu að eiga þar í landi, kyrrsettar. Með refsiaðgerðunum vilja bandarísk stjórnvöld uppfylla markmið sitt um „kjarnorkulausan Kóreuskaga,“ að því er haft er eftir Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, í tilkynningunni sem send var út í dag. Þá er Kim Jong-sik sagður lykilmaður í eldflaugaþróun Norður Kóreu, einkum þeirri þróun er lýtur að eldsneyti flauganna, og Ri Pyong-chol er talinn gegna lykilhlutverki í þróun langdrægra eldflauga.Eldflaugasérfræðingur og fyrrverandi hershöfðingi Refsiaðgerðirnar eru enn fremur sagðar framhald af ályktun Bandaríkjamanna sem samþykkt var samhljóða í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna síðastliðið föstudagskvöld. Í henni er kveðið á um aðgerðir til að draga úr olíubirgðum Norður-Kóreu um allt að 90 prósent og þá var öllum Norður-Kóreumönnum sem vinna erlendis gert að snúa til síns heima innan 24 mánaða. Tilefni téðra refsiaðgerða eru ítrekaðar eldflauga- og kjarnorkutilraunir stjórnvalda í Pjongjang, höfuðborg Norður-Kóreu. Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu sagði hertar þvinganir sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti gegn þjóðinni vera stríðsyfirlýsingu.Í úttekt Reuters-fréttaveitunnar, sem gerð var í maí síðastliðnum, segir enn fremur að annar embættismannanna, Ri Pyong-chol , sé fyrrverandi hershöfðingi og menntaður í Rússlandi. Kim Jong-sik er sagður gamalreyndur eldflaugasérfræðingur. Báðir hafa þeir ítrekað verið myndaðir við hlið Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, þegar eldflaugum er skotið á loft.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea segir hertar þvinganir vera stríðsyfirlýsingu Á vef Reuters er greint frá yfirlýsingu ráðuneytisins en þar er því haldið fram að þeim sem studdu þessar hertar þvinganir verði refsað. 24. desember 2017 10:22 Rússar bjóðast til að miðla málum í deilu Bandaríkjanna og Norður-Kóreu Rússar segjast vilja koma á sáttum milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna ef bæði ríkin eru reiðubúin til þess. 26. desember 2017 20:03 Öryggisráðið samþykkti hertar aðgerðir gegn Norður-Kóreu Tillaga Bandaríkjamanna um hertar refsiaðgerðir var samþykkt samhljóða. 22. desember 2017 18:38 Norður-Kórea fordæmir glæpsamleg Bandaríkin Utanríkisráðuneyti einræðisríkisins sakaði Donald Trump forseta um að leitast eftir algjörri undirokun heimsbyggðarinnar með þjóðaröryggisstefnu sinni. 23. desember 2017 07:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Norður-Kórea segir hertar þvinganir vera stríðsyfirlýsingu Á vef Reuters er greint frá yfirlýsingu ráðuneytisins en þar er því haldið fram að þeim sem studdu þessar hertar þvinganir verði refsað. 24. desember 2017 10:22
Rússar bjóðast til að miðla málum í deilu Bandaríkjanna og Norður-Kóreu Rússar segjast vilja koma á sáttum milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna ef bæði ríkin eru reiðubúin til þess. 26. desember 2017 20:03
Öryggisráðið samþykkti hertar aðgerðir gegn Norður-Kóreu Tillaga Bandaríkjamanna um hertar refsiaðgerðir var samþykkt samhljóða. 22. desember 2017 18:38
Norður-Kórea fordæmir glæpsamleg Bandaríkin Utanríkisráðuneyti einræðisríkisins sakaði Donald Trump forseta um að leitast eftir algjörri undirokun heimsbyggðarinnar með þjóðaröryggisstefnu sinni. 23. desember 2017 07:00