Agnes borgar tæp 90 þúsund í leigu fyrir biskupsbústaðinn Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. desember 2017 06:00 Embættisbústaður biskups Íslands í Bergstaðastræti 75 er reisulegt hús í hjarta miðbæjarins. vísir/ernir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, greiðir að eigin sögn tæpar 90 þúsund krónur á mánuði í leigu fyrir embættisbústað sinn í Bergstaðastræti 75 í miðbæ Reykjavíkur. Biskupi er skylt að búa í húsinu en farið var að rukka biskup og vígslubiskupa um leigu af bústöðum sínum árið 2012. Þessi húsaleigugreiðsla var ein af forsendunum sem biskup tiltók í bréfi sínu til kjararáðs þegar óskað var eftir endurmati á launum. Kjararáð hækkaði sem kunnugt er mánaðarlaun biskups um 18 prósent þann 19. desember síðastliðinn og eru þau eftir hækkun rúmar 1,5 milljónir króna. Hækkunin vakti hörð viðbrögð ekki síst vegna þess að hún er afturvirk til 1. janúar 2017 og mun biskup því eiga von á eingreiðslu upp á 3,3 milljónir króna á nýju ári.Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.vísir/anton brinkÍ bréfi biskups til kjararáðs voru skyldur, umfang og ábyrgð embættisins rakin og ýmis rök færð fyrir því að tímabært væri að ráðið hækkaði launin. Sérstaklega var tilgreint að biskup greiddi nú húsaleigu fyrir afnot sín af embættisbústað þeim sem honum væri skylt að sitja. Í orðalaginu fólst að þarna hefði orðið breyting á frá fyrri tíð. Agnes segir í samtali við Fréttablaðið að kirkjuþing hafi ákveðið að hefja að rukka biskup Íslands og vígslubiskupa um leigu skömmu áður en hún tók við embætti árið 2012. „Við greiðum núna húsaleigu en ekki forverar okkar. Leigan er ákveðin samkvæmt starfsreglum um prestssetur og aðrar fasteignir þjóðkirkjunnar.“ Aðspurð kveðst Agnes ekki vita nákvæmlega hversu há leigan er. „Þetta er eitthvað tæplega 90 þúsund krónur.“ Í starfsreglunum er kveðið á um að leigan skuli aldrei vera lægri en 36 þúsund krónur á mánuði né hærri en 70 þúsund en þessar fjárhæðir taka breytingum samkvæmt neysluvísitölu og eru ákvarðaðar árlega. Biskupsbústaðurinn er reisulegt 487 fermetra hús í hjarta miðbæjarins þar sem fasteignamat ársins 2018 nemur 185 milljónum króna. Leigan er því trauðla sligandi miðað við það sem gengur og gerist á leigumarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Búsetukvöðin getur þó tekið á, enda oft mikið um að vera í bústaðnum. „Mér er skylt að búa hérna, þetta er biskupssetur, biskupsgarður, sem þýðir að þetta er líka móttökustaður fyrir móttökur biskups. Ég deili eldhúsi með veisluþjónustu eins og ég segi stundum. Það er bara eitt eldhús í húsinu og maður veit ekki alltaf hver er að vinna í eldhúsinu manns,“ segir Agnes. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kjaramál Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Kjararáð hefur hækkað laun biskups að beiðni hennar. 19. desember 2017 17:08 Ekki persónan Agnes sem hækkar í launum heldur æðsti maður þjóðkirkjunnar Biskup Íslands telur að umræðan um launaúrskurð kjararáðs hafi snúist of mikið um hennar persónu en ekki embættið sjálft. 25. desember 2017 19:00 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, greiðir að eigin sögn tæpar 90 þúsund krónur á mánuði í leigu fyrir embættisbústað sinn í Bergstaðastræti 75 í miðbæ Reykjavíkur. Biskupi er skylt að búa í húsinu en farið var að rukka biskup og vígslubiskupa um leigu af bústöðum sínum árið 2012. Þessi húsaleigugreiðsla var ein af forsendunum sem biskup tiltók í bréfi sínu til kjararáðs þegar óskað var eftir endurmati á launum. Kjararáð hækkaði sem kunnugt er mánaðarlaun biskups um 18 prósent þann 19. desember síðastliðinn og eru þau eftir hækkun rúmar 1,5 milljónir króna. Hækkunin vakti hörð viðbrögð ekki síst vegna þess að hún er afturvirk til 1. janúar 2017 og mun biskup því eiga von á eingreiðslu upp á 3,3 milljónir króna á nýju ári.Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.vísir/anton brinkÍ bréfi biskups til kjararáðs voru skyldur, umfang og ábyrgð embættisins rakin og ýmis rök færð fyrir því að tímabært væri að ráðið hækkaði launin. Sérstaklega var tilgreint að biskup greiddi nú húsaleigu fyrir afnot sín af embættisbústað þeim sem honum væri skylt að sitja. Í orðalaginu fólst að þarna hefði orðið breyting á frá fyrri tíð. Agnes segir í samtali við Fréttablaðið að kirkjuþing hafi ákveðið að hefja að rukka biskup Íslands og vígslubiskupa um leigu skömmu áður en hún tók við embætti árið 2012. „Við greiðum núna húsaleigu en ekki forverar okkar. Leigan er ákveðin samkvæmt starfsreglum um prestssetur og aðrar fasteignir þjóðkirkjunnar.“ Aðspurð kveðst Agnes ekki vita nákvæmlega hversu há leigan er. „Þetta er eitthvað tæplega 90 þúsund krónur.“ Í starfsreglunum er kveðið á um að leigan skuli aldrei vera lægri en 36 þúsund krónur á mánuði né hærri en 70 þúsund en þessar fjárhæðir taka breytingum samkvæmt neysluvísitölu og eru ákvarðaðar árlega. Biskupsbústaðurinn er reisulegt 487 fermetra hús í hjarta miðbæjarins þar sem fasteignamat ársins 2018 nemur 185 milljónum króna. Leigan er því trauðla sligandi miðað við það sem gengur og gerist á leigumarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Búsetukvöðin getur þó tekið á, enda oft mikið um að vera í bústaðnum. „Mér er skylt að búa hérna, þetta er biskupssetur, biskupsgarður, sem þýðir að þetta er líka móttökustaður fyrir móttökur biskups. Ég deili eldhúsi með veisluþjónustu eins og ég segi stundum. Það er bara eitt eldhús í húsinu og maður veit ekki alltaf hver er að vinna í eldhúsinu manns,“ segir Agnes.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kjaramál Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Kjararáð hefur hækkað laun biskups að beiðni hennar. 19. desember 2017 17:08 Ekki persónan Agnes sem hækkar í launum heldur æðsti maður þjóðkirkjunnar Biskup Íslands telur að umræðan um launaúrskurð kjararáðs hafi snúist of mikið um hennar persónu en ekki embættið sjálft. 25. desember 2017 19:00 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Kjararáð hefur hækkað laun biskups að beiðni hennar. 19. desember 2017 17:08
Ekki persónan Agnes sem hækkar í launum heldur æðsti maður þjóðkirkjunnar Biskup Íslands telur að umræðan um launaúrskurð kjararáðs hafi snúist of mikið um hennar persónu en ekki embættið sjálft. 25. desember 2017 19:00