Rodman biður Trump að skipa sig friðarerindreka Daníel Freyr Birkisson skrifar 11. desember 2017 13:48 Kim og Rodman horfa saman á körfubolta í Norður-Kóreu. Rodman sagði þá vera vini fyrir lífstíð. vísir/afp Fyrrverandi körfuboltastjarnan Dennis Rodman hefur beðið Donald Trump, Bandaríkjaforseta, að skipa sig friðarerindreka gagnvart Norður-Kóreu. Rodman er góður vinur Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, og telur hann sig geta miðlað málum eftir að Norður-Kórea ákvað að koma á ferðabanni sem meinar Bandaríkjamönnum aðgangi inn í landið. Fréttaveita The Guardian greinir frá þessu. Rodman, sem var hluti af NBA-meistaraliðum Chicago Bulls og Detroit Pistons, telur að hann gæti róað ástandið sem hefur myndast. „Ef ég fer þangað yfir [til Norður-Kóreu] mun ég setjast niður með honum [Kim Jong-un] yfir kvöldverði og vínglasi [...] við munum hlæja og spjalla og ástandið mun róast.“ Rodman heimsótti Kim Jong-un í höfuðborg landsins, Pyongyang, árið 2013 og sagði hann eftir á að hann hefði eignast „vin fyrir lífstíð“. Hann segist hafa þrábeðið Trump um að hitta sig til þess að ræða tengsl Bandaríkjanna og Norður-Kóreu, án árangurs. Auk þess segist hann búa yfir vitneskju um það hverjar helstu óskir Norður-Kóreumanna séu og að vel sé hægt að verða við þeim án vandræða. Það hefur þó ekki myndast mikill vinskapur á milli Trump og Kim Jong-un. Þeir hafa skipst á skotum í garð hvors annars og hefur spennan á milli ríkjanna magnast óðum. Trump kallaði Kim „eldflaugamanninn“ (e. rocket man) fyrir skömmu en Kim sagði Trump vera elliæran. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Dennis Rodman á leiðinni til Norður-Kóreu Körfuboltastjarnan Dennis Rodman er á leiðinni til Norður-Kóreu og er búist við því að hann lendi þar á morgun, þriðjudag. Greint er frá þessu á vef CNN en þar segir að fréttamenn miðilsins hafi rekist á Rodman á flugvellinum í Beijing. Rodman vildi hins vegar ekki svara neinum spurningum blaðamanna. 12. júní 2017 23:15 Rodman kominn með lið til Norður-Kóreu Fyrrverandi körfuknattleiksmaðurinn Dennis Rodman er kominn til Norður-Kóreu með lið fyrrverandi leikmanna NBA deildarinnar. 6. janúar 2014 10:09 Rodman lentur í Norður-Kóreu Það er ekki daglegt brauð að þekktir einstaklingar ferðist til hins einangraða lands, Norður-Kóreu. Það vekur því eðlilega athygli að skrautfuglinn Dennis Rodman sé farinn þangað. 26. febrúar 2013 22:30 Rodman aftur til Norður-Kóreu „Mig langar bara að hitta vin minn, Kim, marskálkinn,” segir körfuboltakappinn skrautlegi, sem kominn er til Norður-Kóreu aftur. 3. september 2013 09:10 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Fyrrverandi körfuboltastjarnan Dennis Rodman hefur beðið Donald Trump, Bandaríkjaforseta, að skipa sig friðarerindreka gagnvart Norður-Kóreu. Rodman er góður vinur Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, og telur hann sig geta miðlað málum eftir að Norður-Kórea ákvað að koma á ferðabanni sem meinar Bandaríkjamönnum aðgangi inn í landið. Fréttaveita The Guardian greinir frá þessu. Rodman, sem var hluti af NBA-meistaraliðum Chicago Bulls og Detroit Pistons, telur að hann gæti róað ástandið sem hefur myndast. „Ef ég fer þangað yfir [til Norður-Kóreu] mun ég setjast niður með honum [Kim Jong-un] yfir kvöldverði og vínglasi [...] við munum hlæja og spjalla og ástandið mun róast.“ Rodman heimsótti Kim Jong-un í höfuðborg landsins, Pyongyang, árið 2013 og sagði hann eftir á að hann hefði eignast „vin fyrir lífstíð“. Hann segist hafa þrábeðið Trump um að hitta sig til þess að ræða tengsl Bandaríkjanna og Norður-Kóreu, án árangurs. Auk þess segist hann búa yfir vitneskju um það hverjar helstu óskir Norður-Kóreumanna séu og að vel sé hægt að verða við þeim án vandræða. Það hefur þó ekki myndast mikill vinskapur á milli Trump og Kim Jong-un. Þeir hafa skipst á skotum í garð hvors annars og hefur spennan á milli ríkjanna magnast óðum. Trump kallaði Kim „eldflaugamanninn“ (e. rocket man) fyrir skömmu en Kim sagði Trump vera elliæran.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Dennis Rodman á leiðinni til Norður-Kóreu Körfuboltastjarnan Dennis Rodman er á leiðinni til Norður-Kóreu og er búist við því að hann lendi þar á morgun, þriðjudag. Greint er frá þessu á vef CNN en þar segir að fréttamenn miðilsins hafi rekist á Rodman á flugvellinum í Beijing. Rodman vildi hins vegar ekki svara neinum spurningum blaðamanna. 12. júní 2017 23:15 Rodman kominn með lið til Norður-Kóreu Fyrrverandi körfuknattleiksmaðurinn Dennis Rodman er kominn til Norður-Kóreu með lið fyrrverandi leikmanna NBA deildarinnar. 6. janúar 2014 10:09 Rodman lentur í Norður-Kóreu Það er ekki daglegt brauð að þekktir einstaklingar ferðist til hins einangraða lands, Norður-Kóreu. Það vekur því eðlilega athygli að skrautfuglinn Dennis Rodman sé farinn þangað. 26. febrúar 2013 22:30 Rodman aftur til Norður-Kóreu „Mig langar bara að hitta vin minn, Kim, marskálkinn,” segir körfuboltakappinn skrautlegi, sem kominn er til Norður-Kóreu aftur. 3. september 2013 09:10 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Dennis Rodman á leiðinni til Norður-Kóreu Körfuboltastjarnan Dennis Rodman er á leiðinni til Norður-Kóreu og er búist við því að hann lendi þar á morgun, þriðjudag. Greint er frá þessu á vef CNN en þar segir að fréttamenn miðilsins hafi rekist á Rodman á flugvellinum í Beijing. Rodman vildi hins vegar ekki svara neinum spurningum blaðamanna. 12. júní 2017 23:15
Rodman kominn með lið til Norður-Kóreu Fyrrverandi körfuknattleiksmaðurinn Dennis Rodman er kominn til Norður-Kóreu með lið fyrrverandi leikmanna NBA deildarinnar. 6. janúar 2014 10:09
Rodman lentur í Norður-Kóreu Það er ekki daglegt brauð að þekktir einstaklingar ferðist til hins einangraða lands, Norður-Kóreu. Það vekur því eðlilega athygli að skrautfuglinn Dennis Rodman sé farinn þangað. 26. febrúar 2013 22:30
Rodman aftur til Norður-Kóreu „Mig langar bara að hitta vin minn, Kim, marskálkinn,” segir körfuboltakappinn skrautlegi, sem kominn er til Norður-Kóreu aftur. 3. september 2013 09:10