Í kapphlaupi við tímann Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 14. desember 2017 07:00 Í loftslagsmálum er mannkynið í kapphlaupi við tímann. Sú keppni er í orðsins fyllstu merkingu upp á líf eða dauða hvort sem við viljum horfast í augu við þá staðreynd eða ekki. Margir þeirra sem best þekkja til eru þeirrar skoðunar að taki þjóðir heims sig ekki saman um að spyrna tafarlaust við fótum geti leikurinn endanlega tapast strax um miðja þessa öld. Þetta kom meðal annars fram í máli Emmanuels Macron Frakklandsforseta í vikunni, á ráðstefnu í París um loftslagsmál. Tíminn sem við höfum til stefnu er þess eðlis að einungis við sem komin erum á fullorðinsaldur getum gripið til nauðsynlegra aðgerða. Þegar börnin okkar eru vaxin úr grasi er það hugsanlega of seint. Stundum er sagt að margar hendur vinni létt verk og það á vissulega við í þessu tilfelli – ennþá. Örfáir í hópi mestu umhverfissóðanna hafa reyndar lýst því yfir að þeir ætli ekki að vera með heldur halda áfram uppteknum hætti. Það þýðir að hinar þjóðirnar þurfa að leggja ennþá meira af mörkum.Losun gróðurhúsalofttegunda aukist á Íslandi Íslendingar eru í þeim hópi sem hvað minnst hefur gert til þess að snúa blaðinu við á undanförnum árum. Frá árinu 1990 til 2010 jókst losun okkar á gróðurhúsalofttegundum verulega á meðan flest hinna iðnvæddu og menntuðu ríkja drógu úr mengun sinni. Og við erum enn að fresta því að taka á vandanum enda þótt við lofum öllu fögru. Staðreyndin er smánarblettur sem við verðum að hreinsa af okkur. Ekki einungis til þess standa við skuldbindingar okkar í Parísarsáttmálanum og forða okkur frá u.þ.b. 230 milljarða króna sekt vegna vanefnda eftir 13 ár heldur beinlínis til þess að halda lífi. Og við eigum stórkostlegt tækifæri til þess að snúa vörn í sókn án þess að finna endilega mikið fyrir því. Langtum stærra tækifæri en flestar ef ekki allar þjóðir heims. Leynivopnið okkar, kannski dýrmætasta auðlindin okkar í framlagi til loftslagsbaráttunnar, eru opnir skurðir sem auðvelt er að fylla eða stífla. Um 85% allra framræsluskurða sem á sínum tíma voru grafnir með fjárstuðningi ríkisins eru með öllu gagnslausir til jarðræktar eða beitar. Þeir skaða hins vegar lífríki náttúrunnar með margvíslegum hætti og stuðla að gífurlegri losun koltvísýrings út í andrúmsloftið.Lokum skurðunum Samanlögð lengd gamalla „landbúnaðarskurða“ á Íslandi er um 33 þúsund kílómetrar. Það samsvarar vegalengdinni frá Íslandi til Sydney í Ástralíu?… og aftur til baka. Þegar við bætast ríflega 60 þúsund kílómetrar af plógræsum, sem að mestu voru rist í jörðu á síðustu áratugum síðustu aldar, nær heildarlengd votlendisræsa á Íslandi meira en tvo hringi umhverfis jörðina. Samanlögð losun bílaflotans, fiskiskipaflotans og innanlandsflugsins er einungis brot af þeirri losun sem á sér stað í framræstu mýrlendi sem hægt er að endurheimta án þess að spilla túnum eða beitarlandi. Gróðursetning trjáa til þess að minnka kolefnisfótspor okkar er mikilvæg. Henni eigum við að halda áfram. Áhrifin koma hins vegar fram á löngum tíma og duga skammt í því tímahraki sem framundan er. Endurheimt votlendis er andhverfan. Hver skurður sem lokast myndar á örskammri stundu vætu á nýjan leik og stöðvar þannig rotnun í þurrum jarðvegi gamalla mýra nánast á einni nóttu. Lokun skurða er sambærileg við nauðhemlun bifreiðar og það er álíka auðvelt að mæla strax árangur uppfyllingarinnar eins og hemlunarvegalengd bílsins. Um þessar mundir er sem betur fer að fæðast stór hópur vísindamanna og annarra sérfræðinga, fyrirtækja, stofnana og áhugasamra vakandi einstaklinga sem hyggur á stofnun samtaka um endurheimt votlendis. Markmiðið er að vekja landsmenn af værum blundi. Vonandi munu landeigendur leggja sitt af mörkum. Fjöregg okkar í loftslagsmálum er í þeirra höndum. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í loftslagsmálum er mannkynið í kapphlaupi við tímann. Sú keppni er í orðsins fyllstu merkingu upp á líf eða dauða hvort sem við viljum horfast í augu við þá staðreynd eða ekki. Margir þeirra sem best þekkja til eru þeirrar skoðunar að taki þjóðir heims sig ekki saman um að spyrna tafarlaust við fótum geti leikurinn endanlega tapast strax um miðja þessa öld. Þetta kom meðal annars fram í máli Emmanuels Macron Frakklandsforseta í vikunni, á ráðstefnu í París um loftslagsmál. Tíminn sem við höfum til stefnu er þess eðlis að einungis við sem komin erum á fullorðinsaldur getum gripið til nauðsynlegra aðgerða. Þegar börnin okkar eru vaxin úr grasi er það hugsanlega of seint. Stundum er sagt að margar hendur vinni létt verk og það á vissulega við í þessu tilfelli – ennþá. Örfáir í hópi mestu umhverfissóðanna hafa reyndar lýst því yfir að þeir ætli ekki að vera með heldur halda áfram uppteknum hætti. Það þýðir að hinar þjóðirnar þurfa að leggja ennþá meira af mörkum.Losun gróðurhúsalofttegunda aukist á Íslandi Íslendingar eru í þeim hópi sem hvað minnst hefur gert til þess að snúa blaðinu við á undanförnum árum. Frá árinu 1990 til 2010 jókst losun okkar á gróðurhúsalofttegundum verulega á meðan flest hinna iðnvæddu og menntuðu ríkja drógu úr mengun sinni. Og við erum enn að fresta því að taka á vandanum enda þótt við lofum öllu fögru. Staðreyndin er smánarblettur sem við verðum að hreinsa af okkur. Ekki einungis til þess standa við skuldbindingar okkar í Parísarsáttmálanum og forða okkur frá u.þ.b. 230 milljarða króna sekt vegna vanefnda eftir 13 ár heldur beinlínis til þess að halda lífi. Og við eigum stórkostlegt tækifæri til þess að snúa vörn í sókn án þess að finna endilega mikið fyrir því. Langtum stærra tækifæri en flestar ef ekki allar þjóðir heims. Leynivopnið okkar, kannski dýrmætasta auðlindin okkar í framlagi til loftslagsbaráttunnar, eru opnir skurðir sem auðvelt er að fylla eða stífla. Um 85% allra framræsluskurða sem á sínum tíma voru grafnir með fjárstuðningi ríkisins eru með öllu gagnslausir til jarðræktar eða beitar. Þeir skaða hins vegar lífríki náttúrunnar með margvíslegum hætti og stuðla að gífurlegri losun koltvísýrings út í andrúmsloftið.Lokum skurðunum Samanlögð lengd gamalla „landbúnaðarskurða“ á Íslandi er um 33 þúsund kílómetrar. Það samsvarar vegalengdinni frá Íslandi til Sydney í Ástralíu?… og aftur til baka. Þegar við bætast ríflega 60 þúsund kílómetrar af plógræsum, sem að mestu voru rist í jörðu á síðustu áratugum síðustu aldar, nær heildarlengd votlendisræsa á Íslandi meira en tvo hringi umhverfis jörðina. Samanlögð losun bílaflotans, fiskiskipaflotans og innanlandsflugsins er einungis brot af þeirri losun sem á sér stað í framræstu mýrlendi sem hægt er að endurheimta án þess að spilla túnum eða beitarlandi. Gróðursetning trjáa til þess að minnka kolefnisfótspor okkar er mikilvæg. Henni eigum við að halda áfram. Áhrifin koma hins vegar fram á löngum tíma og duga skammt í því tímahraki sem framundan er. Endurheimt votlendis er andhverfan. Hver skurður sem lokast myndar á örskammri stundu vætu á nýjan leik og stöðvar þannig rotnun í þurrum jarðvegi gamalla mýra nánast á einni nóttu. Lokun skurða er sambærileg við nauðhemlun bifreiðar og það er álíka auðvelt að mæla strax árangur uppfyllingarinnar eins og hemlunarvegalengd bílsins. Um þessar mundir er sem betur fer að fæðast stór hópur vísindamanna og annarra sérfræðinga, fyrirtækja, stofnana og áhugasamra vakandi einstaklinga sem hyggur á stofnun samtaka um endurheimt votlendis. Markmiðið er að vekja landsmenn af værum blundi. Vonandi munu landeigendur leggja sitt af mörkum. Fjöregg okkar í loftslagsmálum er í þeirra höndum. Höfundur er alþingismaður.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun