James var með þrefalda tvennu og leiddi Cleveland til sigurs. Hann skoraði 25 stig, tók 12 fráköst og gaf 12 stoðsendingar. Kevin Love var stigahæstur hjá Cleveland með 28 stig.
Golden State Warriors vann sinn áttunda leik í röð þegar liðið lagði Dallas Mavericks að velli, 112-97.
Kevin Durant reyndist Dallas-mönnum erfiður og skoraði 36 stig. Hann tók einnig 11 fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Klay Thompson skoraði 25 stig fyrir Golden State.
New York Knicks vann grannaslaginn gegn Brooklyn Nets, 104-111.
Courtney Lee var stigahæstur í jöfnu liði Knicks með 27 stig. Michael Beasley kom með 15 stig af bekknum.
Þá bar Detroit Pistons sigurorð af Atlanta Hawks, 91-105, og Minnesota Timberwolves vann Sacramento Kings, 119-96.
Úrslitin í nótt:
Cleveland 121-112 LA Lakers
Golden State 112-97 Dallas
Brooklyn 104-111 NY Knicks
Atlanta 91-105 Detroit
Minnesota 119-96 Sacramento