Skattafrumvarp nýtur nú fulls stuðnings Repúblikana Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2017 22:43 Marco Rubio ákvað að styðja frumvarpið þegar látið var eftir kröfu hans um að auka afslátt fólks á sköttum vegna barna. Vísir/AFP Repúblikönum hefur tekist að safna stuðningi til að koma skattafrumvarpi sínu í gegnum báðar deildir þingsins. Síðustu tveir öldungadeildarþingmenn flokksins sem neituðu að styðja frumvarpið hafa nú skipt um skoðun eftir skyndibreytingar á því nú í kvöld. Marco Rubio og Bob Corker segjast nú ætla að greiða atkvæði með frumvarpinu. Útlit er fyrir að lokaútgáfa frumvarpsins verði kynnt á þinginu í kvöld svo hægt verði að kjósa um það í næstu viku. Repúblikanar hafa lagt mikið kapp á að koma hinu óvinsæla frumvarpi hratt og örugglega í gegnum þingið svo Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, geti skrifað undir það fyrir áramót, eða jafnvel fyrir jól. Umrætt frumvarp var að mestu skrifað á bak við tjöldin og litlar sem engar umræður um það hafa farið fram. Repúblikanar segja að um „sögulegar“ skattalækkanir fyrir miðstéttina sé um að ræða en Demókratar og óháðir sérfræðingar segja að hinir ríku og fyrirtæki muni græða mest á frumvarpinu. Fyrirtæki fá varanlega skattaafslætti en innan nokkurra ára munu meðlimir miðstéttar landsins greiða hærri skatta en nú. Þeir Bandaríkjamenn sem eru líklegastir til að þurfa að greiða hærri skatta eru þeir sem búa í ríkjum þar sem skattar eru tiltölulega háir fyrir. Samkvæmt Washington Post eru það ríki eins og New York, New Jersey og Kalifornía. Íbúar margra þeirra ríkja sem um ræðir hafa í gegnum tíðina verið líklegri til að kjósa Demókrata en Repúblikana.Sjá einnig: Fátækum fórnað á altari hinna ríkuSamkvæmt frétt New York Times hafa Repúblikanar þó aukið skattaafslátt lág- og miðtekjufólks smávægilega á kostnað hinna efnameiri. Enn er þó talið að skattabreytingar Repúblikana muni auka verulega við tekjuhalla ríkissjóðs á næstu árum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Repúblikönum hefur tekist að safna stuðningi til að koma skattafrumvarpi sínu í gegnum báðar deildir þingsins. Síðustu tveir öldungadeildarþingmenn flokksins sem neituðu að styðja frumvarpið hafa nú skipt um skoðun eftir skyndibreytingar á því nú í kvöld. Marco Rubio og Bob Corker segjast nú ætla að greiða atkvæði með frumvarpinu. Útlit er fyrir að lokaútgáfa frumvarpsins verði kynnt á þinginu í kvöld svo hægt verði að kjósa um það í næstu viku. Repúblikanar hafa lagt mikið kapp á að koma hinu óvinsæla frumvarpi hratt og örugglega í gegnum þingið svo Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, geti skrifað undir það fyrir áramót, eða jafnvel fyrir jól. Umrætt frumvarp var að mestu skrifað á bak við tjöldin og litlar sem engar umræður um það hafa farið fram. Repúblikanar segja að um „sögulegar“ skattalækkanir fyrir miðstéttina sé um að ræða en Demókratar og óháðir sérfræðingar segja að hinir ríku og fyrirtæki muni græða mest á frumvarpinu. Fyrirtæki fá varanlega skattaafslætti en innan nokkurra ára munu meðlimir miðstéttar landsins greiða hærri skatta en nú. Þeir Bandaríkjamenn sem eru líklegastir til að þurfa að greiða hærri skatta eru þeir sem búa í ríkjum þar sem skattar eru tiltölulega háir fyrir. Samkvæmt Washington Post eru það ríki eins og New York, New Jersey og Kalifornía. Íbúar margra þeirra ríkja sem um ræðir hafa í gegnum tíðina verið líklegri til að kjósa Demókrata en Repúblikana.Sjá einnig: Fátækum fórnað á altari hinna ríkuSamkvæmt frétt New York Times hafa Repúblikanar þó aukið skattaafslátt lág- og miðtekjufólks smávægilega á kostnað hinna efnameiri. Enn er þó talið að skattabreytingar Repúblikana muni auka verulega við tekjuhalla ríkissjóðs á næstu árum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira