Skattafrumvarp nýtur nú fulls stuðnings Repúblikana Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2017 22:43 Marco Rubio ákvað að styðja frumvarpið þegar látið var eftir kröfu hans um að auka afslátt fólks á sköttum vegna barna. Vísir/AFP Repúblikönum hefur tekist að safna stuðningi til að koma skattafrumvarpi sínu í gegnum báðar deildir þingsins. Síðustu tveir öldungadeildarþingmenn flokksins sem neituðu að styðja frumvarpið hafa nú skipt um skoðun eftir skyndibreytingar á því nú í kvöld. Marco Rubio og Bob Corker segjast nú ætla að greiða atkvæði með frumvarpinu. Útlit er fyrir að lokaútgáfa frumvarpsins verði kynnt á þinginu í kvöld svo hægt verði að kjósa um það í næstu viku. Repúblikanar hafa lagt mikið kapp á að koma hinu óvinsæla frumvarpi hratt og örugglega í gegnum þingið svo Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, geti skrifað undir það fyrir áramót, eða jafnvel fyrir jól. Umrætt frumvarp var að mestu skrifað á bak við tjöldin og litlar sem engar umræður um það hafa farið fram. Repúblikanar segja að um „sögulegar“ skattalækkanir fyrir miðstéttina sé um að ræða en Demókratar og óháðir sérfræðingar segja að hinir ríku og fyrirtæki muni græða mest á frumvarpinu. Fyrirtæki fá varanlega skattaafslætti en innan nokkurra ára munu meðlimir miðstéttar landsins greiða hærri skatta en nú. Þeir Bandaríkjamenn sem eru líklegastir til að þurfa að greiða hærri skatta eru þeir sem búa í ríkjum þar sem skattar eru tiltölulega háir fyrir. Samkvæmt Washington Post eru það ríki eins og New York, New Jersey og Kalifornía. Íbúar margra þeirra ríkja sem um ræðir hafa í gegnum tíðina verið líklegri til að kjósa Demókrata en Repúblikana.Sjá einnig: Fátækum fórnað á altari hinna ríkuSamkvæmt frétt New York Times hafa Repúblikanar þó aukið skattaafslátt lág- og miðtekjufólks smávægilega á kostnað hinna efnameiri. Enn er þó talið að skattabreytingar Repúblikana muni auka verulega við tekjuhalla ríkissjóðs á næstu árum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Repúblikönum hefur tekist að safna stuðningi til að koma skattafrumvarpi sínu í gegnum báðar deildir þingsins. Síðustu tveir öldungadeildarþingmenn flokksins sem neituðu að styðja frumvarpið hafa nú skipt um skoðun eftir skyndibreytingar á því nú í kvöld. Marco Rubio og Bob Corker segjast nú ætla að greiða atkvæði með frumvarpinu. Útlit er fyrir að lokaútgáfa frumvarpsins verði kynnt á þinginu í kvöld svo hægt verði að kjósa um það í næstu viku. Repúblikanar hafa lagt mikið kapp á að koma hinu óvinsæla frumvarpi hratt og örugglega í gegnum þingið svo Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, geti skrifað undir það fyrir áramót, eða jafnvel fyrir jól. Umrætt frumvarp var að mestu skrifað á bak við tjöldin og litlar sem engar umræður um það hafa farið fram. Repúblikanar segja að um „sögulegar“ skattalækkanir fyrir miðstéttina sé um að ræða en Demókratar og óháðir sérfræðingar segja að hinir ríku og fyrirtæki muni græða mest á frumvarpinu. Fyrirtæki fá varanlega skattaafslætti en innan nokkurra ára munu meðlimir miðstéttar landsins greiða hærri skatta en nú. Þeir Bandaríkjamenn sem eru líklegastir til að þurfa að greiða hærri skatta eru þeir sem búa í ríkjum þar sem skattar eru tiltölulega háir fyrir. Samkvæmt Washington Post eru það ríki eins og New York, New Jersey og Kalifornía. Íbúar margra þeirra ríkja sem um ræðir hafa í gegnum tíðina verið líklegri til að kjósa Demókrata en Repúblikana.Sjá einnig: Fátækum fórnað á altari hinna ríkuSamkvæmt frétt New York Times hafa Repúblikanar þó aukið skattaafslátt lág- og miðtekjufólks smávægilega á kostnað hinna efnameiri. Enn er þó talið að skattabreytingar Repúblikana muni auka verulega við tekjuhalla ríkissjóðs á næstu árum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira