Með tugi þúsunda tölvupósta frá Trump-teyminu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. desember 2017 08:19 Robert Mueller hefur rannsakað meint afskipti Rússa af forsetakosningunum. Vísir/Getty Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, er sagður hafa komist yfir tugi þúsunda tölvupósta frá teymi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í tengslum við rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum og mögulegum tengslum við forsetaframboð Trump. Tölvupóstarnir eru frá teyminu sem sá um undirbúning embættistöku Trump eftir að hann var kjörinn forseti Bandaríkjanna í nóvember á síðasta ári.Í frétt BBC segir að talið sé að tölvupóstarnir séu frá tólf meðlinum þess teymis, þar á meðal frá Jared Kushner, tengdasyni Trump og einum helsta ráðgjafi forsetans. Lögfræðingur hópsins segir að Mueller og teymi hans hafi komist yfir tölvupóstana á ólögmætan hátt. Svo virðist sem að Mueller hafi fengið aðgang að tölvupóstunum í gegnum ríkisstofnun sem sá um skrifstofur og tölvu- og hugbúnað teymisins sem undirbjó embættistöku Trump frá nóvember fram til að hann tók við embætti. Segir lögfræðingurinn að þessi ríkisstofnun hafi ekki átt rétt á því að senda tölvupóstana til Muellers þar sem hún hafi ekki átt gögnin sem um ræðir. Þá segir lögfræðingurinn einnig að teymið hafi fyrir skömmu verið búið að flokka tölvupóstana frá til afhendingar í síðustu viku en komist þá að því að Mueller hafi haft aðgang að þeim síðan í sumar. Nú þegar hefur rannsókn Muellers leitt til þess að fjórir einstaklingar hafa verið kærðir í tengslum við rannsóknina á meintum afskiptum Rússa af kosningunum, þar á meðal Michael Flynn og Paul Manafort sem voru nánir samstarfsmenn Trump. Hefur Flynn þegar lýst sig sekan af ákærunni. Búist er við því að lögmenn forsetans muni í vikunni ræða við Mueller um hver næstu skref rannsóknarinnar verða. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41 Trump og starfsmenn hans gagnrýna Alríkislögregluna harðlega Forsetinn vandaði yfirmönnum FBI ekki kveðjuna í ræðu sem hann hélt í æfingarbúðum stofnunarinnar. 15. desember 2017 18:03 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, er sagður hafa komist yfir tugi þúsunda tölvupósta frá teymi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í tengslum við rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum og mögulegum tengslum við forsetaframboð Trump. Tölvupóstarnir eru frá teyminu sem sá um undirbúning embættistöku Trump eftir að hann var kjörinn forseti Bandaríkjanna í nóvember á síðasta ári.Í frétt BBC segir að talið sé að tölvupóstarnir séu frá tólf meðlinum þess teymis, þar á meðal frá Jared Kushner, tengdasyni Trump og einum helsta ráðgjafi forsetans. Lögfræðingur hópsins segir að Mueller og teymi hans hafi komist yfir tölvupóstana á ólögmætan hátt. Svo virðist sem að Mueller hafi fengið aðgang að tölvupóstunum í gegnum ríkisstofnun sem sá um skrifstofur og tölvu- og hugbúnað teymisins sem undirbjó embættistöku Trump frá nóvember fram til að hann tók við embætti. Segir lögfræðingurinn að þessi ríkisstofnun hafi ekki átt rétt á því að senda tölvupóstana til Muellers þar sem hún hafi ekki átt gögnin sem um ræðir. Þá segir lögfræðingurinn einnig að teymið hafi fyrir skömmu verið búið að flokka tölvupóstana frá til afhendingar í síðustu viku en komist þá að því að Mueller hafi haft aðgang að þeim síðan í sumar. Nú þegar hefur rannsókn Muellers leitt til þess að fjórir einstaklingar hafa verið kærðir í tengslum við rannsóknina á meintum afskiptum Rússa af kosningunum, þar á meðal Michael Flynn og Paul Manafort sem voru nánir samstarfsmenn Trump. Hefur Flynn þegar lýst sig sekan af ákærunni. Búist er við því að lögmenn forsetans muni í vikunni ræða við Mueller um hver næstu skref rannsóknarinnar verða.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41 Trump og starfsmenn hans gagnrýna Alríkislögregluna harðlega Forsetinn vandaði yfirmönnum FBI ekki kveðjuna í ræðu sem hann hélt í æfingarbúðum stofnunarinnar. 15. desember 2017 18:03 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41
Trump og starfsmenn hans gagnrýna Alríkislögregluna harðlega Forsetinn vandaði yfirmönnum FBI ekki kveðjuna í ræðu sem hann hélt í æfingarbúðum stofnunarinnar. 15. desember 2017 18:03