Kolefnisröfl á mannamáli Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 18. desember 2017 07:00 Það getur verið ruglandi fyrir almenning að átta sig á öllu þessu tali um endurheimt votlendis, skógrækt og landgræðslu sem sífellt er verið að blaðra um í tengslum við loftslagsmál. Möguleikar Íslands í aðgerðum eru óvenju fjölbreyttir og gætu, ef rétt er haldið á spöðum, sett landið í ákveðið forystuhlutverk í loftslagsmálum.Endurheimt votlendis Endurheimt votlendis er einn af þessum risaþáttum sem vert er að útskýra. Stærsta hluta raunútblásturs frá Íslandi má rekja til umhverfismistaka fortíðar þar sem land var framræst nánast stjórnlaust með það að markmiði að auka land til ræktunar. Land var þurrkað upp með ríkisstyrktum skurðum en stór hluti þess fór svo aldrei í raunverulega ræktun. Það sem gerist við þurrkun votlendis er einfaldlega að súrefni er hleypt að lífrænu efni sem áður var í kafi og við það byrjar öndun með útblæstri á koltvísýringi. Þetta er alveg eins og þegar við sjálf öndum frá okkur CO2 á þurru landi en getum ekki andað í kafi. Endurheimt votlendis þýðir því að lífrænu efni er einfaldlega aftur drekkt og öndun hættir. Endurheimt votlendis er sem sagt ekki kolefnisbinding heldur bara minnkun á útblæstri. Þessu mætti líkja við kolaorkuver sem er í gangi, nema hvað það er enginn að nota raforkuna sem það framleiðir og því er langskynsamlegast að slökkva hreinlega á því. Að loka á þennan óþarfa útblástur er því gríðarlega mikilvæg loftslagsaðgerð en er alls ekki mótvægisaðgerð sem leyfir okkur að viðhalda öðrum útblæstri í staðinn. Ekki frekar en að ég get leyft mér að kaupa nýjan bensínbíl bara af því að jeppi nágrannans bilaði og hætti útblæstri. Skuldbindingar Íslands vegna Parísarsamkomulagsins snúast líka að minnstu leyti um þessa landnotkun heldur um samdrátt á losun vegna olíunotkunar og úrgangs.Skógrækt og binding í basalti Öðru máli gegnir um bindingu koltvísýrings í trjám og basalti, þar er um alvöru mótvægisaðgerðir að ræða. Vandamál vegna útblásturs gróðurhúsalofttegunda eru svo mikil og mörg að vísindamenn telja að ekki sé nóg að minnka losun heldur verði einnig að ná einhverju kolefni niður úr lofthjúpnum til að koma í veg fyrir meiri háttar hamfarir. Ísland er í algerri sérstöðu hvað þetta varðar því hér eru miklir möguleikar á stórfelldu niðurhali kolefnis. Í fyrsta lagi með einfaldri skógrækt sem virkar þannig að tré eru sett niður þar sem engin voru áður. Tréð einfaldlega dregur niður kolefni og geymir í viði og rótum til lengri tíma. En þetta verður að vera nýskógrækt því gamall skógur sem er hættur að vaxa bindur lítið. Sérstaða Íslands er hreinlega sú að við höfum miklu meira pláss fyrir stórtæka skógrækt en flestar aðrar þjóðir. Kolefni er þannig ekki bara safnað og geymt, heldur verður það að verðmætum við síðar meir. Önnur áhugaverð leið er að binda kolefni til frambúðar í basalti sem finna má í miklum mæli á eldfjallasvæðum víða á Íslandi. Orkuveitan hefur farið fyrir verkefninu Gas í grjót þar sem koltvísýringi er dælt niður í berg þar sem það verður að grjóti. Þetta er engin töfralausn en getur orðið hluti af alvöru mótvægisaðgerðum.Landgræðsla Því miður hefur mikið af landi hér misst gróðurhulu sína á undanförnum árhundruðum. Með landgræðslu má endurheimta gróður á rofnum svæðum og segja má að sú aðgerð liggi á milli minnkandi útblásturs og kolefnisbindingar. Þegar gróðurhula hverfur þá komast lífrænar jarðvegsleifar í snertingu við súrefni sem flýtir öndun og þar með útblæstri. Með nýrri gróðurhulu lokast á þetta ferli en auk þess fer nýgróðurinn að binda kolefni með vexti. Landgræðsla getur því slegið tvær flugur í einu höggi og ekki væri verra að skógrækt kæmi svo í kjölfarið til að auka kolefnisniðurhalið enn frekar. Ef Íslendingar sýna metnað í ofangreindum aðgerðum þá getur framlag okkar til loftslagsmála vakið heimsathygli. Það gerist þó aðeins ef við berum gæfu til þess að líta á þetta sem aukaframlag í baráttunni við loftslagsvandann en ekki sem afsökun til að halda áfram að kaupa bensín- og dísilbíla og urða sorp.Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það getur verið ruglandi fyrir almenning að átta sig á öllu þessu tali um endurheimt votlendis, skógrækt og landgræðslu sem sífellt er verið að blaðra um í tengslum við loftslagsmál. Möguleikar Íslands í aðgerðum eru óvenju fjölbreyttir og gætu, ef rétt er haldið á spöðum, sett landið í ákveðið forystuhlutverk í loftslagsmálum.Endurheimt votlendis Endurheimt votlendis er einn af þessum risaþáttum sem vert er að útskýra. Stærsta hluta raunútblásturs frá Íslandi má rekja til umhverfismistaka fortíðar þar sem land var framræst nánast stjórnlaust með það að markmiði að auka land til ræktunar. Land var þurrkað upp með ríkisstyrktum skurðum en stór hluti þess fór svo aldrei í raunverulega ræktun. Það sem gerist við þurrkun votlendis er einfaldlega að súrefni er hleypt að lífrænu efni sem áður var í kafi og við það byrjar öndun með útblæstri á koltvísýringi. Þetta er alveg eins og þegar við sjálf öndum frá okkur CO2 á þurru landi en getum ekki andað í kafi. Endurheimt votlendis þýðir því að lífrænu efni er einfaldlega aftur drekkt og öndun hættir. Endurheimt votlendis er sem sagt ekki kolefnisbinding heldur bara minnkun á útblæstri. Þessu mætti líkja við kolaorkuver sem er í gangi, nema hvað það er enginn að nota raforkuna sem það framleiðir og því er langskynsamlegast að slökkva hreinlega á því. Að loka á þennan óþarfa útblástur er því gríðarlega mikilvæg loftslagsaðgerð en er alls ekki mótvægisaðgerð sem leyfir okkur að viðhalda öðrum útblæstri í staðinn. Ekki frekar en að ég get leyft mér að kaupa nýjan bensínbíl bara af því að jeppi nágrannans bilaði og hætti útblæstri. Skuldbindingar Íslands vegna Parísarsamkomulagsins snúast líka að minnstu leyti um þessa landnotkun heldur um samdrátt á losun vegna olíunotkunar og úrgangs.Skógrækt og binding í basalti Öðru máli gegnir um bindingu koltvísýrings í trjám og basalti, þar er um alvöru mótvægisaðgerðir að ræða. Vandamál vegna útblásturs gróðurhúsalofttegunda eru svo mikil og mörg að vísindamenn telja að ekki sé nóg að minnka losun heldur verði einnig að ná einhverju kolefni niður úr lofthjúpnum til að koma í veg fyrir meiri háttar hamfarir. Ísland er í algerri sérstöðu hvað þetta varðar því hér eru miklir möguleikar á stórfelldu niðurhali kolefnis. Í fyrsta lagi með einfaldri skógrækt sem virkar þannig að tré eru sett niður þar sem engin voru áður. Tréð einfaldlega dregur niður kolefni og geymir í viði og rótum til lengri tíma. En þetta verður að vera nýskógrækt því gamall skógur sem er hættur að vaxa bindur lítið. Sérstaða Íslands er hreinlega sú að við höfum miklu meira pláss fyrir stórtæka skógrækt en flestar aðrar þjóðir. Kolefni er þannig ekki bara safnað og geymt, heldur verður það að verðmætum við síðar meir. Önnur áhugaverð leið er að binda kolefni til frambúðar í basalti sem finna má í miklum mæli á eldfjallasvæðum víða á Íslandi. Orkuveitan hefur farið fyrir verkefninu Gas í grjót þar sem koltvísýringi er dælt niður í berg þar sem það verður að grjóti. Þetta er engin töfralausn en getur orðið hluti af alvöru mótvægisaðgerðum.Landgræðsla Því miður hefur mikið af landi hér misst gróðurhulu sína á undanförnum árhundruðum. Með landgræðslu má endurheimta gróður á rofnum svæðum og segja má að sú aðgerð liggi á milli minnkandi útblásturs og kolefnisbindingar. Þegar gróðurhula hverfur þá komast lífrænar jarðvegsleifar í snertingu við súrefni sem flýtir öndun og þar með útblæstri. Með nýrri gróðurhulu lokast á þetta ferli en auk þess fer nýgróðurinn að binda kolefni með vexti. Landgræðsla getur því slegið tvær flugur í einu höggi og ekki væri verra að skógrækt kæmi svo í kjölfarið til að auka kolefnisniðurhalið enn frekar. Ef Íslendingar sýna metnað í ofangreindum aðgerðum þá getur framlag okkar til loftslagsmála vakið heimsathygli. Það gerist þó aðeins ef við berum gæfu til þess að líta á þetta sem aukaframlag í baráttunni við loftslagsvandann en ekki sem afsökun til að halda áfram að kaupa bensín- og dísilbíla og urða sorp.Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun