Rússar æfir yfir vetrarólympíuleikabanni Kjartan Kjartansson skrifar 6. desember 2017 12:55 Fána Rússlands verður ekki flaggað í Suður-Kóreu á næsta ári. Vísir/AFP Ákvörðun Alþjóðaólympíunefndarinnar að banna Rússum að taka þátt í vetrarólympíuleikunum í Suður-Kóreu á næsta ári hefur vakið mikla reiði í Rússlandi. Mikhail Gorbatsjev, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, kallar bannið meðal annars „yfirgengilegt.“ Ástæða bannsins ef umfangsmikið lyfjasvindl rússneskra íþróttamanna sem rannsóknarnefnd Alþjóðaólympíunefndarinnar hefur ályktað að rússensk stjórnvöld hafi skipulagt. Rússneskir íþróttamenn sem geta sýnt fram á að þeir noti ekki ólögleg lyf geta keppt á leikunum en ekki undir fána Rússlands. „Þetta er bara slæmt og það er allt saman. Þetta eru íþróttir, fjandinn hafi það,“ sagði Gorbatsjev um bannið við rússneska ríkisíþróttafréttastofu, að sögn Washington Post. Vladimír Pútin, forseti Rússlands, hefur þó farið varlega í yfirlýsingar. Talsmaður hans segir ólíklegt að hann muni tjá sig um bannið í dag.Áttu við þvagsýni á rannsóknarstofu í SotsjíUpplýsingar um víðtækt svindl Rússa byggja meðal annars á framburði Grigory Rodtsjenkov, rússnesk læknis, sem skipulagði það fyrir þarlend yfirvöld að hans eigin sögn. Hann er nú í vitnavernd í Bandaríkjunum. Rodtsjenkov, sem var yfirmaður rannsóknarstofu lyfjaeftirlits í Rússlandi, greindi meðal annars frá því hvernig að Rússar hefðu átt við þvagsýni úr rússneskum íþróttamönnum í rannsóknarstofum á vetrarleikunum í Sotsjí árið 2014. Tilgangurinn var að fela steranotkun þeirra. Íþróttamálaráðuneyti Rússlands hefur hafnað ásökununum og fullyrt að Rodstjenkov hafi verið einn að verki. Sjálfur óttast Rodtsjenkov að rússnesk stjórnvöld reyni að ná sér niður á honum. Hann telur að skyndilegt andlát annars fyrrverandi yfirmanns rússneska lyfjaeftirlitsins megi rekja til þess að hann ætlaði að skrifa bók um reynslu sína. Fjallað er um flótta Rodtsjenkov frá Rússlandi til Bandaríkjanna í Netflix-heimildamyndinni „Íkarusi“. Ólympíuleikar Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fleiri fréttir Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Sjá meira
Ákvörðun Alþjóðaólympíunefndarinnar að banna Rússum að taka þátt í vetrarólympíuleikunum í Suður-Kóreu á næsta ári hefur vakið mikla reiði í Rússlandi. Mikhail Gorbatsjev, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, kallar bannið meðal annars „yfirgengilegt.“ Ástæða bannsins ef umfangsmikið lyfjasvindl rússneskra íþróttamanna sem rannsóknarnefnd Alþjóðaólympíunefndarinnar hefur ályktað að rússensk stjórnvöld hafi skipulagt. Rússneskir íþróttamenn sem geta sýnt fram á að þeir noti ekki ólögleg lyf geta keppt á leikunum en ekki undir fána Rússlands. „Þetta er bara slæmt og það er allt saman. Þetta eru íþróttir, fjandinn hafi það,“ sagði Gorbatsjev um bannið við rússneska ríkisíþróttafréttastofu, að sögn Washington Post. Vladimír Pútin, forseti Rússlands, hefur þó farið varlega í yfirlýsingar. Talsmaður hans segir ólíklegt að hann muni tjá sig um bannið í dag.Áttu við þvagsýni á rannsóknarstofu í SotsjíUpplýsingar um víðtækt svindl Rússa byggja meðal annars á framburði Grigory Rodtsjenkov, rússnesk læknis, sem skipulagði það fyrir þarlend yfirvöld að hans eigin sögn. Hann er nú í vitnavernd í Bandaríkjunum. Rodtsjenkov, sem var yfirmaður rannsóknarstofu lyfjaeftirlits í Rússlandi, greindi meðal annars frá því hvernig að Rússar hefðu átt við þvagsýni úr rússneskum íþróttamönnum í rannsóknarstofum á vetrarleikunum í Sotsjí árið 2014. Tilgangurinn var að fela steranotkun þeirra. Íþróttamálaráðuneyti Rússlands hefur hafnað ásökununum og fullyrt að Rodstjenkov hafi verið einn að verki. Sjálfur óttast Rodtsjenkov að rússnesk stjórnvöld reyni að ná sér niður á honum. Hann telur að skyndilegt andlát annars fyrrverandi yfirmanns rússneska lyfjaeftirlitsins megi rekja til þess að hann ætlaði að skrifa bók um reynslu sína. Fjallað er um flótta Rodtsjenkov frá Rússlandi til Bandaríkjanna í Netflix-heimildamyndinni „Íkarusi“.
Ólympíuleikar Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fleiri fréttir Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Sjá meira