Rússar æfir yfir vetrarólympíuleikabanni Kjartan Kjartansson skrifar 6. desember 2017 12:55 Fána Rússlands verður ekki flaggað í Suður-Kóreu á næsta ári. Vísir/AFP Ákvörðun Alþjóðaólympíunefndarinnar að banna Rússum að taka þátt í vetrarólympíuleikunum í Suður-Kóreu á næsta ári hefur vakið mikla reiði í Rússlandi. Mikhail Gorbatsjev, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, kallar bannið meðal annars „yfirgengilegt.“ Ástæða bannsins ef umfangsmikið lyfjasvindl rússneskra íþróttamanna sem rannsóknarnefnd Alþjóðaólympíunefndarinnar hefur ályktað að rússensk stjórnvöld hafi skipulagt. Rússneskir íþróttamenn sem geta sýnt fram á að þeir noti ekki ólögleg lyf geta keppt á leikunum en ekki undir fána Rússlands. „Þetta er bara slæmt og það er allt saman. Þetta eru íþróttir, fjandinn hafi það,“ sagði Gorbatsjev um bannið við rússneska ríkisíþróttafréttastofu, að sögn Washington Post. Vladimír Pútin, forseti Rússlands, hefur þó farið varlega í yfirlýsingar. Talsmaður hans segir ólíklegt að hann muni tjá sig um bannið í dag.Áttu við þvagsýni á rannsóknarstofu í SotsjíUpplýsingar um víðtækt svindl Rússa byggja meðal annars á framburði Grigory Rodtsjenkov, rússnesk læknis, sem skipulagði það fyrir þarlend yfirvöld að hans eigin sögn. Hann er nú í vitnavernd í Bandaríkjunum. Rodtsjenkov, sem var yfirmaður rannsóknarstofu lyfjaeftirlits í Rússlandi, greindi meðal annars frá því hvernig að Rússar hefðu átt við þvagsýni úr rússneskum íþróttamönnum í rannsóknarstofum á vetrarleikunum í Sotsjí árið 2014. Tilgangurinn var að fela steranotkun þeirra. Íþróttamálaráðuneyti Rússlands hefur hafnað ásökununum og fullyrt að Rodstjenkov hafi verið einn að verki. Sjálfur óttast Rodtsjenkov að rússnesk stjórnvöld reyni að ná sér niður á honum. Hann telur að skyndilegt andlát annars fyrrverandi yfirmanns rússneska lyfjaeftirlitsins megi rekja til þess að hann ætlaði að skrifa bók um reynslu sína. Fjallað er um flótta Rodtsjenkov frá Rússlandi til Bandaríkjanna í Netflix-heimildamyndinni „Íkarusi“. Ólympíuleikar Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Ákvörðun Alþjóðaólympíunefndarinnar að banna Rússum að taka þátt í vetrarólympíuleikunum í Suður-Kóreu á næsta ári hefur vakið mikla reiði í Rússlandi. Mikhail Gorbatsjev, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, kallar bannið meðal annars „yfirgengilegt.“ Ástæða bannsins ef umfangsmikið lyfjasvindl rússneskra íþróttamanna sem rannsóknarnefnd Alþjóðaólympíunefndarinnar hefur ályktað að rússensk stjórnvöld hafi skipulagt. Rússneskir íþróttamenn sem geta sýnt fram á að þeir noti ekki ólögleg lyf geta keppt á leikunum en ekki undir fána Rússlands. „Þetta er bara slæmt og það er allt saman. Þetta eru íþróttir, fjandinn hafi það,“ sagði Gorbatsjev um bannið við rússneska ríkisíþróttafréttastofu, að sögn Washington Post. Vladimír Pútin, forseti Rússlands, hefur þó farið varlega í yfirlýsingar. Talsmaður hans segir ólíklegt að hann muni tjá sig um bannið í dag.Áttu við þvagsýni á rannsóknarstofu í SotsjíUpplýsingar um víðtækt svindl Rússa byggja meðal annars á framburði Grigory Rodtsjenkov, rússnesk læknis, sem skipulagði það fyrir þarlend yfirvöld að hans eigin sögn. Hann er nú í vitnavernd í Bandaríkjunum. Rodtsjenkov, sem var yfirmaður rannsóknarstofu lyfjaeftirlits í Rússlandi, greindi meðal annars frá því hvernig að Rússar hefðu átt við þvagsýni úr rússneskum íþróttamönnum í rannsóknarstofum á vetrarleikunum í Sotsjí árið 2014. Tilgangurinn var að fela steranotkun þeirra. Íþróttamálaráðuneyti Rússlands hefur hafnað ásökununum og fullyrt að Rodstjenkov hafi verið einn að verki. Sjálfur óttast Rodtsjenkov að rússnesk stjórnvöld reyni að ná sér niður á honum. Hann telur að skyndilegt andlát annars fyrrverandi yfirmanns rússneska lyfjaeftirlitsins megi rekja til þess að hann ætlaði að skrifa bók um reynslu sína. Fjallað er um flótta Rodtsjenkov frá Rússlandi til Bandaríkjanna í Netflix-heimildamyndinni „Íkarusi“.
Ólympíuleikar Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira