Kennarasamband Íslands tekur ekki afstöðu í máli Ragnars Þórs Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. desember 2017 19:04 Ragnar Þór Pétursson er nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/GVA Stjórn Kennarasamband Íslands ætlar ekki að taka afstöðu í máli Ragnars Þórs Péturssonar sem kjörinn var formaður sambandsins í síðasta mánuði. Þetta kom fram í tilkynningu sem stjórnin sendi á fjölmiðla en tveir frambjóðendur til varaformanns KÍ lýstu yfir vantrausti á Ragnar Þór. Þórunn Sif Böðvarsdóttir og Halldóra Guðmundsdóttir tilkynntu á framboðsfundi á mánudag að segi Ragnar Þór ekki af sér fyrir kosninguna sem hefst á morgun, dragi þær framboð sitt til baka.Sjá einnig: Frambjóðendur til varaformanns KÍ lýsa yfir vantrausti á Ragnar Þór Ástæða þess var að Ragnar Þór Marinósson, 34 ára Tálknfirðingur, lýsti því í viðtali við Vísi á sunnudag að Ragnar Þór kennari hefði sýnt sér klám. Þá var Tálknfirðingurinn að eigin sögn tólf ára en Ragnar Þór að stiga sín fyrstu skref í kennslu fyrir vestan. Ásökunin hrakti Ragnar Þór tímabundið úr starfi árið 2013 þegar málið kom fyrst upp en hann hefur alltaf neitað sök.Sjá einnig: Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennarans Kennarasambandið ætlar sér ekki að taka afstöðu í málinu og segja valið á forystunni í höndum félagsmanna KÍ. „Stjórninni ber ávallt að gæta hlutleysis í slíkum málum enda annarra lögboðinna aðila að fara með þau.“ Segir ennfremur í tilkynningunni að samtök launafólks standi þétt að baki þolendum og tryggi að á þá sé hlustað. „Mikilvægt er að þeir einstaklingar, sem veljast til forystu, njóti trausts og trúverðugleika, jafnt innan KÍ sem og í samfélaginu öllu.“ Ragnar Þór skrifaði blogg eftir að fréttin birtist á Vísi um helgina og sagði þar að það væri köld skilaboð að gefa kennurum að halda því fram að þeir geti ekki öðlast frama eftir að vera sakaðir um eitthvað. „Ég held að það sé kominn tími á heiðarlegri forystu í KÍ. Að minnsta kosti heiðarlegri en svo að menn þykist mjög hissa og skelli á neyðarfundum vegna frétta sem þeir fengu fyrir fjórum árum en hafa ekki haft pólitískan hag af að blása upp fyrr en nú.“ Sjá einnig: Ragnar Þór segir ekkert tilefni til vantrausts núYfirlýsingu stjórnar KÍ má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: „Um liðna helgi komu fram alvarlegar ásakanir á hendur nýkjörnum formanni KÍ. Stjórn KÍ getur ekki tekið og mun ekki taka afstöðu í því máli. Stjórninni ber ávallt að gæta hlutleysis í slíkum málum enda annarra lögboðinna aðila að fara með þau. Félagsmenn KÍ velja sér forystu með lýðræðislegum hætti, valdið er í höndum félagsmanna KÍ. Mikilvægt er að þeir einstaklingar, sem veljast til forystu, njóti trausts og trúverðugleika, jafnt innan KÍ sem og í samfélaginu öllu. Nýverið sendi Kennarasambandið frá sér yfirlýsingu, ásamt ASÍ, BSRB og BHM, þar sem kallað er eftir að atvinnurekendur og stjórnvöld axli ábyrgð og efli aðgerðir til að útrýma kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að samtök launafólks standi þétt að baki þolendum og tryggja verði að á þá sé hlustað.“ Fyrir hönd stjórnar Kennarasambands Íslands, Þórður Á. Hjaltested, formaður KÍ Tengdar fréttir Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennarans Nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands varðist ásökunum í bloggskrifum og Kastljósi árið 2013. Fjórum árum síðar stígur Ragnar Þór Marinósson fram og segir sína sögu. 3. desember 2017 14:00 Ragnar Þór segir ekkert tilefni til vantrausts nú Ragnar Þór Pétursson, nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands, hvetur frambjóðendur til varaformanns sambandsins til að halda framboðum sínum til streitu. 5. desember 2017 07:25 Frambjóðendur til varaformanns KÍ lýsa yfir vantrausti á Ragnar Þór nýkjörinn formann Á framboðsfundi vegna kosningar til varaformanns Kennarasambands Íslands hvöttu tveir frambjóðendur Ragnar Þór nýkjörinn formann til að segja strax af sér. 4. desember 2017 21:15 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Stjórn Kennarasamband Íslands ætlar ekki að taka afstöðu í máli Ragnars Þórs Péturssonar sem kjörinn var formaður sambandsins í síðasta mánuði. Þetta kom fram í tilkynningu sem stjórnin sendi á fjölmiðla en tveir frambjóðendur til varaformanns KÍ lýstu yfir vantrausti á Ragnar Þór. Þórunn Sif Böðvarsdóttir og Halldóra Guðmundsdóttir tilkynntu á framboðsfundi á mánudag að segi Ragnar Þór ekki af sér fyrir kosninguna sem hefst á morgun, dragi þær framboð sitt til baka.Sjá einnig: Frambjóðendur til varaformanns KÍ lýsa yfir vantrausti á Ragnar Þór Ástæða þess var að Ragnar Þór Marinósson, 34 ára Tálknfirðingur, lýsti því í viðtali við Vísi á sunnudag að Ragnar Þór kennari hefði sýnt sér klám. Þá var Tálknfirðingurinn að eigin sögn tólf ára en Ragnar Þór að stiga sín fyrstu skref í kennslu fyrir vestan. Ásökunin hrakti Ragnar Þór tímabundið úr starfi árið 2013 þegar málið kom fyrst upp en hann hefur alltaf neitað sök.Sjá einnig: Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennarans Kennarasambandið ætlar sér ekki að taka afstöðu í málinu og segja valið á forystunni í höndum félagsmanna KÍ. „Stjórninni ber ávallt að gæta hlutleysis í slíkum málum enda annarra lögboðinna aðila að fara með þau.“ Segir ennfremur í tilkynningunni að samtök launafólks standi þétt að baki þolendum og tryggi að á þá sé hlustað. „Mikilvægt er að þeir einstaklingar, sem veljast til forystu, njóti trausts og trúverðugleika, jafnt innan KÍ sem og í samfélaginu öllu.“ Ragnar Þór skrifaði blogg eftir að fréttin birtist á Vísi um helgina og sagði þar að það væri köld skilaboð að gefa kennurum að halda því fram að þeir geti ekki öðlast frama eftir að vera sakaðir um eitthvað. „Ég held að það sé kominn tími á heiðarlegri forystu í KÍ. Að minnsta kosti heiðarlegri en svo að menn þykist mjög hissa og skelli á neyðarfundum vegna frétta sem þeir fengu fyrir fjórum árum en hafa ekki haft pólitískan hag af að blása upp fyrr en nú.“ Sjá einnig: Ragnar Þór segir ekkert tilefni til vantrausts núYfirlýsingu stjórnar KÍ má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: „Um liðna helgi komu fram alvarlegar ásakanir á hendur nýkjörnum formanni KÍ. Stjórn KÍ getur ekki tekið og mun ekki taka afstöðu í því máli. Stjórninni ber ávallt að gæta hlutleysis í slíkum málum enda annarra lögboðinna aðila að fara með þau. Félagsmenn KÍ velja sér forystu með lýðræðislegum hætti, valdið er í höndum félagsmanna KÍ. Mikilvægt er að þeir einstaklingar, sem veljast til forystu, njóti trausts og trúverðugleika, jafnt innan KÍ sem og í samfélaginu öllu. Nýverið sendi Kennarasambandið frá sér yfirlýsingu, ásamt ASÍ, BSRB og BHM, þar sem kallað er eftir að atvinnurekendur og stjórnvöld axli ábyrgð og efli aðgerðir til að útrýma kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að samtök launafólks standi þétt að baki þolendum og tryggja verði að á þá sé hlustað.“ Fyrir hönd stjórnar Kennarasambands Íslands, Þórður Á. Hjaltested, formaður KÍ
Tengdar fréttir Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennarans Nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands varðist ásökunum í bloggskrifum og Kastljósi árið 2013. Fjórum árum síðar stígur Ragnar Þór Marinósson fram og segir sína sögu. 3. desember 2017 14:00 Ragnar Þór segir ekkert tilefni til vantrausts nú Ragnar Þór Pétursson, nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands, hvetur frambjóðendur til varaformanns sambandsins til að halda framboðum sínum til streitu. 5. desember 2017 07:25 Frambjóðendur til varaformanns KÍ lýsa yfir vantrausti á Ragnar Þór nýkjörinn formann Á framboðsfundi vegna kosningar til varaformanns Kennarasambands Íslands hvöttu tveir frambjóðendur Ragnar Þór nýkjörinn formann til að segja strax af sér. 4. desember 2017 21:15 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennarans Nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands varðist ásökunum í bloggskrifum og Kastljósi árið 2013. Fjórum árum síðar stígur Ragnar Þór Marinósson fram og segir sína sögu. 3. desember 2017 14:00
Ragnar Þór segir ekkert tilefni til vantrausts nú Ragnar Þór Pétursson, nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands, hvetur frambjóðendur til varaformanns sambandsins til að halda framboðum sínum til streitu. 5. desember 2017 07:25
Frambjóðendur til varaformanns KÍ lýsa yfir vantrausti á Ragnar Þór nýkjörinn formann Á framboðsfundi vegna kosningar til varaformanns Kennarasambands Íslands hvöttu tveir frambjóðendur Ragnar Þór nýkjörinn formann til að segja strax af sér. 4. desember 2017 21:15