Eldsvoði á höfninni á Ísafirði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. desember 2017 00:12 Mikill eldur braust út á Ísafirði seint í kvöld. Gísli Halldór Halldórsson Allt tiltækt lið slökkviliðsins á Ísafirði var kallað út rétt eftir klukkan 11 í kvöld vegna eldsvoða á Ísafjarðarhöfn. Mikill eldur logar og reykur liggur yfir höfninni. Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri á Ísafirði segir í samtali við Vísi að viðbragðsaðilar hafi verið fljótir á vettvang. Hann birti sjálfur mynd sem hann tók skömmu fyrir miðnætti. Gísli Halldór telur að stórt gamalt timburhús sé í hættu. Samkvæmt frétt RÚV braust eldurinn út í húsnæði Skipaþjónustu HG við Árnagötu 3. Slökkvistarf nú í fullum gangi eins og sjá má á vefmyndavél Snerpu frá Ísafirði. Lögreglan á Ísafirði hefur lokað af svæðið í kringum eldsvoðann. Fólki er ráðlagt að halda sig fjarri.Uppfært klukkan 00:23Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri á Ísafirði, var önnum kafinn ásamt sínum mönnum þegar blaðamaður Vísis náði af honum tali klukkan tuttugu mínútur yfir tólf. Hann segir allt tiltækt lið og búnað á svæðinu í notkun. Um mikinn eld sé að ræða. Ekki sé hætta á því eins og sakir standi að eldurinn teygi sig í önnur hús. Aftur á móti sé töluvert af gasi inni í húsinu. Hann ráðleggur fólki að halda sig fjarri vettvangi. Reikna má með því að slökkvistarf gæti tekið langan tíma. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum varð eldurinn laus í mannlausri véla og tækjaskemmu á Suðurtanga á Ísafirði. Fólki stafar ekki hætta af eldinum, enda er skemman fjarri íbúðarbyggð. Mikinn reyk leggur yfir fjörðinn allan og eru íbúar hvattir til að loka gluggum og jafnvel að hækka ögn í ofnum til að forða því að fá reyk inn í íbúðir.Uppfært 7:01 Í tilkynningu frá Einar Val Kristjánssyni, framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins, segir að húsnæðið hafi verið mannlaust þegar eldurinn kom upp og hafi engin hætta steðjað að fólki. „Slökkvilið Ísafjarðar, Slökkvilið Ísafjarðarflugvallar, slökkvilið Bolungarvíkur ,björgunarsveitamenn frá Ísafirði, hafnarstarfsmenn og fleiri unnu að því að ráða niðurlögum eldsins og bjarga „Rauða húsinu“ svokallaða sem kom frá Hesteyri 1956, tókst það verk giftusamlega. Húsnæði skipaþjónustunnar var um 700 fermetrar að flatarmáli og er það brunnið til kaldra kola auk alls þess sem inní því var. Eldsupptök eru ókunn og vinnur lögreglan að rannsókn málsins. Starfsmenn Hraðfrystihússins-Gunnvarar þakkar öllum þeim sem komu að slökkvistarfinu og veittu hjálp fyrir fagmennsku og fumlaus viðbrögð við sín störf,“ segir í tilkynningunni. Vefmyndavélin er staðsett á Orkustöð Orkubúsins við Mjósund.Skjáskot/Snerpa.isBirgir Örn BreiðfjörðBIRGIR ÖRN BREIÐFJÖRÐ Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira
Allt tiltækt lið slökkviliðsins á Ísafirði var kallað út rétt eftir klukkan 11 í kvöld vegna eldsvoða á Ísafjarðarhöfn. Mikill eldur logar og reykur liggur yfir höfninni. Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri á Ísafirði segir í samtali við Vísi að viðbragðsaðilar hafi verið fljótir á vettvang. Hann birti sjálfur mynd sem hann tók skömmu fyrir miðnætti. Gísli Halldór telur að stórt gamalt timburhús sé í hættu. Samkvæmt frétt RÚV braust eldurinn út í húsnæði Skipaþjónustu HG við Árnagötu 3. Slökkvistarf nú í fullum gangi eins og sjá má á vefmyndavél Snerpu frá Ísafirði. Lögreglan á Ísafirði hefur lokað af svæðið í kringum eldsvoðann. Fólki er ráðlagt að halda sig fjarri.Uppfært klukkan 00:23Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri á Ísafirði, var önnum kafinn ásamt sínum mönnum þegar blaðamaður Vísis náði af honum tali klukkan tuttugu mínútur yfir tólf. Hann segir allt tiltækt lið og búnað á svæðinu í notkun. Um mikinn eld sé að ræða. Ekki sé hætta á því eins og sakir standi að eldurinn teygi sig í önnur hús. Aftur á móti sé töluvert af gasi inni í húsinu. Hann ráðleggur fólki að halda sig fjarri vettvangi. Reikna má með því að slökkvistarf gæti tekið langan tíma. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum varð eldurinn laus í mannlausri véla og tækjaskemmu á Suðurtanga á Ísafirði. Fólki stafar ekki hætta af eldinum, enda er skemman fjarri íbúðarbyggð. Mikinn reyk leggur yfir fjörðinn allan og eru íbúar hvattir til að loka gluggum og jafnvel að hækka ögn í ofnum til að forða því að fá reyk inn í íbúðir.Uppfært 7:01 Í tilkynningu frá Einar Val Kristjánssyni, framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins, segir að húsnæðið hafi verið mannlaust þegar eldurinn kom upp og hafi engin hætta steðjað að fólki. „Slökkvilið Ísafjarðar, Slökkvilið Ísafjarðarflugvallar, slökkvilið Bolungarvíkur ,björgunarsveitamenn frá Ísafirði, hafnarstarfsmenn og fleiri unnu að því að ráða niðurlögum eldsins og bjarga „Rauða húsinu“ svokallaða sem kom frá Hesteyri 1956, tókst það verk giftusamlega. Húsnæði skipaþjónustunnar var um 700 fermetrar að flatarmáli og er það brunnið til kaldra kola auk alls þess sem inní því var. Eldsupptök eru ókunn og vinnur lögreglan að rannsókn málsins. Starfsmenn Hraðfrystihússins-Gunnvarar þakkar öllum þeim sem komu að slökkvistarfinu og veittu hjálp fyrir fagmennsku og fumlaus viðbrögð við sín störf,“ segir í tilkynningunni. Vefmyndavélin er staðsett á Orkustöð Orkubúsins við Mjósund.Skjáskot/Snerpa.isBirgir Örn BreiðfjörðBIRGIR ÖRN BREIÐFJÖRÐ
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira