Sóknin er besta vörnin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 30. nóvember 2017 07:00 Það var sérlega ánægjulegt að lesa fréttina af sauðfjárbændunum í Árdal í Kelduhverfi á dögunum sem ákváðu að vinna allt sitt kjöt sjálf í haust og taka sölumálin í sínar eigin hendur. Þannig tókst þeim að selja alla sína lambakjötsframleiðslu á aðeins tveim dögum, alls 130 skrokka, og að sögn bændanna fengu þau meira en 100% hærra verð fyrir hvert kíló af dilkakjötinu miðað við verðskrá sinnar afurðastöðvar, að frádregnum öllum tilkostnaði. Þó að þessi leið sé eflaust ekki öllum bændum fær í núverandi árferði þá er þetta lítið dæmi um hvað er hægt að gera ef viljinn er fyrir hendi og stjórnmálamenn eru ekki að þvælast fyrir að óþörfu. Það sama mætti segja um afurðastöðvarnar en umhverfi þeirra þarfnast endurskoðunar þannig að þær styðji betur við bæði bændur og neytendur. Fleiri dæmi væri hægt að nefna um ýmis úrræði sauðfjárbænda síðustu vikur eftir að bændaforystan hafnaði aðstoð stjórnvalda vegna alvarlegrar stöðu greinarinnar. Umræðan, sem upphaflega snerist að mestu um mögulegt inngrip hins opinbera og harða gagnrýni á undirritaða færðist á endanum yfir í afar uppbyggilega umræðu um hvað greinin gæti gert sjálf til að bæta meðal annars vöruþróun og markaðssetningu. Vonandi tekst komandi ríkisstjórn að byggja á því samtali og bæta þannig starfsumhverfi greinarinnar til framtíðar þannig að nauðsynlegur stuðningur við greinina nýtist bændum og neytendum sem best. Tækifærin eru sannarlega til staðar en á þessu sviði eins og fleirum þarf að ráðast að rót vandans og hætta að setja kíkinn fyrir blinda augað. Hið sama gildir um mjólkuriðnaðinn á Íslandi sem stendur traustum fótum og er í miklum sóknarhug samanber viðtal við forstjóra MS og formann atvinnuveganefndar hins markaðssinnaða Sjálfstæðisflokks þar sem hann lýsir metnaðarfullum útrásardraumum fyrirtækisins. Fyrirtæki, sem nýtur einokunaraðstöðu innanlands og hefur burði í slíkar fyrirætlanir hlýtur að teljast tilbúið til að losa sig við hjálpardekkin sem reyndust nauðsynleg fyrir greinina til að hagræða sem skyldi á sínum tíma. Með því á ég auðvitað við að rétt sé að færa greinina undir almenn samkeppnislög og tryggja þannig að allir sitji við sama borð. Það er ekki þar með sagt að greinin geti ekki nýtt sér undanþáguákvæði, líkt og gert er á fjarskiptamarkaði og víðar en í þeim efnum þarf að skoða hvert tilvik fyrir sig í samstarfi við Samkeppniseftirlitið og í samræmi við almenn samkeppnislög. Viðhald sérreglna til nánast eins fyrirtækis á ekki lengur við í íslensku samfélagi. Þetta eiga allir að sjá sem hafa fylgt sér utan um hugsjónir um frjálst og opið markaðssamfélag. Það hefur verið sannkallaður heiður að vera landbúnaðarráðherra það sem af er ári. Það er auðvitað ekkert launungarmál að ég hef nálgast starfið með öðrum hætti en forverar mínir og eflaust hefði ég mátt vanda mig betur í ýmsum samskiptum. Eftir stendur sú staðreynd að ráðherrar í ríkisstjórn Íslands starfa í þágu allra landsmanna ekki einungis ákveðinna hópa eftir því hvaða ráðuneyti á í hlut. Þetta er sérlega mikilvægt þegar kemur að ráðuneytum sem útdeila háum fjárhæðum úr okkar sameiginlegu sjóðum eða fara með stjórn á auðlindum þjóðarinnar. Með þessa sýn að leiðarljósi hafði ég lagt drög að því að breyta sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu í matvælaráðuneytið. Var það liður í að klippa enn frekar á strengi hagsmunaafla sem of lengi hafa haft of greiðan aðgang að pólitískum ákvörðunartökum ráðuneytisins en ekki síður var það liður til að undirbúa þessar mikilvægu atvinnugreinar til frekari sóknar inn í framtíðina. Því tækifærin eru sannarlega gríðarleg. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það var sérlega ánægjulegt að lesa fréttina af sauðfjárbændunum í Árdal í Kelduhverfi á dögunum sem ákváðu að vinna allt sitt kjöt sjálf í haust og taka sölumálin í sínar eigin hendur. Þannig tókst þeim að selja alla sína lambakjötsframleiðslu á aðeins tveim dögum, alls 130 skrokka, og að sögn bændanna fengu þau meira en 100% hærra verð fyrir hvert kíló af dilkakjötinu miðað við verðskrá sinnar afurðastöðvar, að frádregnum öllum tilkostnaði. Þó að þessi leið sé eflaust ekki öllum bændum fær í núverandi árferði þá er þetta lítið dæmi um hvað er hægt að gera ef viljinn er fyrir hendi og stjórnmálamenn eru ekki að þvælast fyrir að óþörfu. Það sama mætti segja um afurðastöðvarnar en umhverfi þeirra þarfnast endurskoðunar þannig að þær styðji betur við bæði bændur og neytendur. Fleiri dæmi væri hægt að nefna um ýmis úrræði sauðfjárbænda síðustu vikur eftir að bændaforystan hafnaði aðstoð stjórnvalda vegna alvarlegrar stöðu greinarinnar. Umræðan, sem upphaflega snerist að mestu um mögulegt inngrip hins opinbera og harða gagnrýni á undirritaða færðist á endanum yfir í afar uppbyggilega umræðu um hvað greinin gæti gert sjálf til að bæta meðal annars vöruþróun og markaðssetningu. Vonandi tekst komandi ríkisstjórn að byggja á því samtali og bæta þannig starfsumhverfi greinarinnar til framtíðar þannig að nauðsynlegur stuðningur við greinina nýtist bændum og neytendum sem best. Tækifærin eru sannarlega til staðar en á þessu sviði eins og fleirum þarf að ráðast að rót vandans og hætta að setja kíkinn fyrir blinda augað. Hið sama gildir um mjólkuriðnaðinn á Íslandi sem stendur traustum fótum og er í miklum sóknarhug samanber viðtal við forstjóra MS og formann atvinnuveganefndar hins markaðssinnaða Sjálfstæðisflokks þar sem hann lýsir metnaðarfullum útrásardraumum fyrirtækisins. Fyrirtæki, sem nýtur einokunaraðstöðu innanlands og hefur burði í slíkar fyrirætlanir hlýtur að teljast tilbúið til að losa sig við hjálpardekkin sem reyndust nauðsynleg fyrir greinina til að hagræða sem skyldi á sínum tíma. Með því á ég auðvitað við að rétt sé að færa greinina undir almenn samkeppnislög og tryggja þannig að allir sitji við sama borð. Það er ekki þar með sagt að greinin geti ekki nýtt sér undanþáguákvæði, líkt og gert er á fjarskiptamarkaði og víðar en í þeim efnum þarf að skoða hvert tilvik fyrir sig í samstarfi við Samkeppniseftirlitið og í samræmi við almenn samkeppnislög. Viðhald sérreglna til nánast eins fyrirtækis á ekki lengur við í íslensku samfélagi. Þetta eiga allir að sjá sem hafa fylgt sér utan um hugsjónir um frjálst og opið markaðssamfélag. Það hefur verið sannkallaður heiður að vera landbúnaðarráðherra það sem af er ári. Það er auðvitað ekkert launungarmál að ég hef nálgast starfið með öðrum hætti en forverar mínir og eflaust hefði ég mátt vanda mig betur í ýmsum samskiptum. Eftir stendur sú staðreynd að ráðherrar í ríkisstjórn Íslands starfa í þágu allra landsmanna ekki einungis ákveðinna hópa eftir því hvaða ráðuneyti á í hlut. Þetta er sérlega mikilvægt þegar kemur að ráðuneytum sem útdeila háum fjárhæðum úr okkar sameiginlegu sjóðum eða fara með stjórn á auðlindum þjóðarinnar. Með þessa sýn að leiðarljósi hafði ég lagt drög að því að breyta sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu í matvælaráðuneytið. Var það liður í að klippa enn frekar á strengi hagsmunaafla sem of lengi hafa haft of greiðan aðgang að pólitískum ákvörðunartökum ráðuneytisins en ekki síður var það liður til að undirbúa þessar mikilvægu atvinnugreinar til frekari sóknar inn í framtíðina. Því tækifærin eru sannarlega gríðarleg. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun