Sóknin er besta vörnin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 30. nóvember 2017 07:00 Það var sérlega ánægjulegt að lesa fréttina af sauðfjárbændunum í Árdal í Kelduhverfi á dögunum sem ákváðu að vinna allt sitt kjöt sjálf í haust og taka sölumálin í sínar eigin hendur. Þannig tókst þeim að selja alla sína lambakjötsframleiðslu á aðeins tveim dögum, alls 130 skrokka, og að sögn bændanna fengu þau meira en 100% hærra verð fyrir hvert kíló af dilkakjötinu miðað við verðskrá sinnar afurðastöðvar, að frádregnum öllum tilkostnaði. Þó að þessi leið sé eflaust ekki öllum bændum fær í núverandi árferði þá er þetta lítið dæmi um hvað er hægt að gera ef viljinn er fyrir hendi og stjórnmálamenn eru ekki að þvælast fyrir að óþörfu. Það sama mætti segja um afurðastöðvarnar en umhverfi þeirra þarfnast endurskoðunar þannig að þær styðji betur við bæði bændur og neytendur. Fleiri dæmi væri hægt að nefna um ýmis úrræði sauðfjárbænda síðustu vikur eftir að bændaforystan hafnaði aðstoð stjórnvalda vegna alvarlegrar stöðu greinarinnar. Umræðan, sem upphaflega snerist að mestu um mögulegt inngrip hins opinbera og harða gagnrýni á undirritaða færðist á endanum yfir í afar uppbyggilega umræðu um hvað greinin gæti gert sjálf til að bæta meðal annars vöruþróun og markaðssetningu. Vonandi tekst komandi ríkisstjórn að byggja á því samtali og bæta þannig starfsumhverfi greinarinnar til framtíðar þannig að nauðsynlegur stuðningur við greinina nýtist bændum og neytendum sem best. Tækifærin eru sannarlega til staðar en á þessu sviði eins og fleirum þarf að ráðast að rót vandans og hætta að setja kíkinn fyrir blinda augað. Hið sama gildir um mjólkuriðnaðinn á Íslandi sem stendur traustum fótum og er í miklum sóknarhug samanber viðtal við forstjóra MS og formann atvinnuveganefndar hins markaðssinnaða Sjálfstæðisflokks þar sem hann lýsir metnaðarfullum útrásardraumum fyrirtækisins. Fyrirtæki, sem nýtur einokunaraðstöðu innanlands og hefur burði í slíkar fyrirætlanir hlýtur að teljast tilbúið til að losa sig við hjálpardekkin sem reyndust nauðsynleg fyrir greinina til að hagræða sem skyldi á sínum tíma. Með því á ég auðvitað við að rétt sé að færa greinina undir almenn samkeppnislög og tryggja þannig að allir sitji við sama borð. Það er ekki þar með sagt að greinin geti ekki nýtt sér undanþáguákvæði, líkt og gert er á fjarskiptamarkaði og víðar en í þeim efnum þarf að skoða hvert tilvik fyrir sig í samstarfi við Samkeppniseftirlitið og í samræmi við almenn samkeppnislög. Viðhald sérreglna til nánast eins fyrirtækis á ekki lengur við í íslensku samfélagi. Þetta eiga allir að sjá sem hafa fylgt sér utan um hugsjónir um frjálst og opið markaðssamfélag. Það hefur verið sannkallaður heiður að vera landbúnaðarráðherra það sem af er ári. Það er auðvitað ekkert launungarmál að ég hef nálgast starfið með öðrum hætti en forverar mínir og eflaust hefði ég mátt vanda mig betur í ýmsum samskiptum. Eftir stendur sú staðreynd að ráðherrar í ríkisstjórn Íslands starfa í þágu allra landsmanna ekki einungis ákveðinna hópa eftir því hvaða ráðuneyti á í hlut. Þetta er sérlega mikilvægt þegar kemur að ráðuneytum sem útdeila háum fjárhæðum úr okkar sameiginlegu sjóðum eða fara með stjórn á auðlindum þjóðarinnar. Með þessa sýn að leiðarljósi hafði ég lagt drög að því að breyta sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu í matvælaráðuneytið. Var það liður í að klippa enn frekar á strengi hagsmunaafla sem of lengi hafa haft of greiðan aðgang að pólitískum ákvörðunartökum ráðuneytisins en ekki síður var það liður til að undirbúa þessar mikilvægu atvinnugreinar til frekari sóknar inn í framtíðina. Því tækifærin eru sannarlega gríðarleg. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Það var sérlega ánægjulegt að lesa fréttina af sauðfjárbændunum í Árdal í Kelduhverfi á dögunum sem ákváðu að vinna allt sitt kjöt sjálf í haust og taka sölumálin í sínar eigin hendur. Þannig tókst þeim að selja alla sína lambakjötsframleiðslu á aðeins tveim dögum, alls 130 skrokka, og að sögn bændanna fengu þau meira en 100% hærra verð fyrir hvert kíló af dilkakjötinu miðað við verðskrá sinnar afurðastöðvar, að frádregnum öllum tilkostnaði. Þó að þessi leið sé eflaust ekki öllum bændum fær í núverandi árferði þá er þetta lítið dæmi um hvað er hægt að gera ef viljinn er fyrir hendi og stjórnmálamenn eru ekki að þvælast fyrir að óþörfu. Það sama mætti segja um afurðastöðvarnar en umhverfi þeirra þarfnast endurskoðunar þannig að þær styðji betur við bæði bændur og neytendur. Fleiri dæmi væri hægt að nefna um ýmis úrræði sauðfjárbænda síðustu vikur eftir að bændaforystan hafnaði aðstoð stjórnvalda vegna alvarlegrar stöðu greinarinnar. Umræðan, sem upphaflega snerist að mestu um mögulegt inngrip hins opinbera og harða gagnrýni á undirritaða færðist á endanum yfir í afar uppbyggilega umræðu um hvað greinin gæti gert sjálf til að bæta meðal annars vöruþróun og markaðssetningu. Vonandi tekst komandi ríkisstjórn að byggja á því samtali og bæta þannig starfsumhverfi greinarinnar til framtíðar þannig að nauðsynlegur stuðningur við greinina nýtist bændum og neytendum sem best. Tækifærin eru sannarlega til staðar en á þessu sviði eins og fleirum þarf að ráðast að rót vandans og hætta að setja kíkinn fyrir blinda augað. Hið sama gildir um mjólkuriðnaðinn á Íslandi sem stendur traustum fótum og er í miklum sóknarhug samanber viðtal við forstjóra MS og formann atvinnuveganefndar hins markaðssinnaða Sjálfstæðisflokks þar sem hann lýsir metnaðarfullum útrásardraumum fyrirtækisins. Fyrirtæki, sem nýtur einokunaraðstöðu innanlands og hefur burði í slíkar fyrirætlanir hlýtur að teljast tilbúið til að losa sig við hjálpardekkin sem reyndust nauðsynleg fyrir greinina til að hagræða sem skyldi á sínum tíma. Með því á ég auðvitað við að rétt sé að færa greinina undir almenn samkeppnislög og tryggja þannig að allir sitji við sama borð. Það er ekki þar með sagt að greinin geti ekki nýtt sér undanþáguákvæði, líkt og gert er á fjarskiptamarkaði og víðar en í þeim efnum þarf að skoða hvert tilvik fyrir sig í samstarfi við Samkeppniseftirlitið og í samræmi við almenn samkeppnislög. Viðhald sérreglna til nánast eins fyrirtækis á ekki lengur við í íslensku samfélagi. Þetta eiga allir að sjá sem hafa fylgt sér utan um hugsjónir um frjálst og opið markaðssamfélag. Það hefur verið sannkallaður heiður að vera landbúnaðarráðherra það sem af er ári. Það er auðvitað ekkert launungarmál að ég hef nálgast starfið með öðrum hætti en forverar mínir og eflaust hefði ég mátt vanda mig betur í ýmsum samskiptum. Eftir stendur sú staðreynd að ráðherrar í ríkisstjórn Íslands starfa í þágu allra landsmanna ekki einungis ákveðinna hópa eftir því hvaða ráðuneyti á í hlut. Þetta er sérlega mikilvægt þegar kemur að ráðuneytum sem útdeila háum fjárhæðum úr okkar sameiginlegu sjóðum eða fara með stjórn á auðlindum þjóðarinnar. Með þessa sýn að leiðarljósi hafði ég lagt drög að því að breyta sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu í matvælaráðuneytið. Var það liður í að klippa enn frekar á strengi hagsmunaafla sem of lengi hafa haft of greiðan aðgang að pólitískum ákvörðunartökum ráðuneytisins en ekki síður var það liður til að undirbúa þessar mikilvægu atvinnugreinar til frekari sóknar inn í framtíðina. Því tækifærin eru sannarlega gríðarleg. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun