Eiríkur Bergmann: Fordæmalaus staða í þýskum stjórnmálum Atli Ísleifsson skrifar 20. nóvember 2017 11:22 Eiríkur Bergmann segir stöðu Angelu Merkel Þýskalandskanslara vera umtalsvert þrengri en í gær. Hún hafi þó nokkra leiki í stöðunni. „Staða Angelu Merkel er töluvert þrengri í dag en hún var í gær. Hún hefur samt nokkra leiki í stöðunni,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor um stöðuna sem upp er komin í þýskum stjórnmálum eftir að Frjálslyndi flokkurinn (FDP) ákvað að slíta viðræðum við Kristilega demókrata (CDU, CSU) og Græningja í gærkvöldi. Þingkosningar fóru fram í Þýskalandi þann 24. september síðastliðinn og var talið að eina raunhæfa ríkisstjórn sem hægt væri að mynda að kosningum loknum væri ríkisstjórn umræddra flokka. Eiríkur segir boltann enn vera hjá Angelu Merkel, kanslara og leiðtoga CDU, og að hún hafi nokkra möguleika í stöðunni. „Hún gæti myndað minnihlutastjórn með stuðningi Græningja og mögulega fljótandi stuðningi Sósíaldemókrata (SDP). Það er alveg til í dæminu. Ekki er hefð fyrir minnihlutastjórnum í Þýskalandi en talað er um að þetta gæti gengið svona þar sem þetta er í raun fordæmalaus staða sem upp er komin. Ekkert af hefðbundnu stjórnarmynstrunum gengur upp og Sósíaldemókratar tala um að þessi „Große Koalition“ [samsteypustjórn stærstu flokkanna, CDU/CSU og SDP] hafi verið hafnað í kosningunum.“Gæti verið stöðutaka Eiríkur segir að Merkel hafi einnig þann möguleika að boða til nýrra kosninga. „Hins vegar veit maður ekki nákvæmlega hvernig [Frank-Walter] Steinmeier forseti muni beita sér í þessu. Hann gæti falið Merkel að mynda minnihlutastjórn.“ Eiríkur segir að staða kanslarans sé nú augljóslega miklu þrengri en hún var. Sambandið við Græningja virðist þó enn vera í lagi og Frjálslyndi flokkurinn sé klassískur samstarfsflokkur hennar og Kristilegra demókrata. „Átökin í þessum stjórnarmyndunarviðræðum hafa fyrst og fremst verið á milli Frjálslynda flokksins og Græningja. Síðan er auðvitað möguleiki að flokkarnir taki upp viðræður á ný. Setjist aftur niður. Frjálslyndi flokkurinn fer svolítið snögglega frá borði að því er virðist þannig að það gæti verið að þessi slit séu einfaldlega einhver stöðutaka.“Deilt um loftslagsmál og málefni hælisleitenda Viðræður flokkanna hafa staðið í margar vikur og hefur helst verið deilt um loftslagsmál og málefni hælisletenda. „Græningjar vilja opnari faðm heldur en hinir og hafa verið frekar harðir í að halda Þýskalandi opnu. Svo hefur einnig verið deilt um loftslagsmálin þar sem Græningjar eru mjög harðir í afstöðu sinni. Þar skilur algerlega að milli Græningja og Frjálsyndra,“ segir Eiríkur.Christian Lindner, leiðtogi Frjálslynda flokksins.Vísir/AFPEinhver mesta stjórnmálakreppa í seinni tíð Hann segir að í Þýskalandi sé talað um einhverja mestu stjórnmálakreppu sem upp hafi komið í seinni tíð. „Það sýnir nú einmitt hversu stöðug þýsk stjórnmál eru, það að stjórnarmyndunarviðræðum skuli hætt sé merki um slíka kreppu þegar margir aðrir kostir eru í boði. Það er ekki eins og að sé mikil neyð.“ Stjórnarflokkarnir Kristilegir demókratar (CDU og CSU) og Jafnaðarmenn (SPD) misstu mikið fylgi í kosnningunum í september og hægri popúlistaflokkurinn AfD náði í fyrsta sinn mönnum á þýska þingið. Þá náði FDP aftur mönnum á þing eftir að hafa misst þá alla í kosningunum 2013.Telur þú að Merkel vilji forðast nýjar kosningar af ótta við að AfD myndi styrkja sig enn frekar?„Já, það er auðvitað það sem margir óttist. Það má segja að Kristilegir demókratar og Frjálslyndir hafi báðir keppt hvor við annan um að vera harðari í innflytjendamálunum og farið að elta AfD. Það er alveg augljóst að það eru allir með augun á AfD í þessu. Hvort þeir myndu njóta þess í nýjum kosningum, það veit eiginlega enginn,“ segir Eiríkur. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
„Staða Angelu Merkel er töluvert þrengri í dag en hún var í gær. Hún hefur samt nokkra leiki í stöðunni,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor um stöðuna sem upp er komin í þýskum stjórnmálum eftir að Frjálslyndi flokkurinn (FDP) ákvað að slíta viðræðum við Kristilega demókrata (CDU, CSU) og Græningja í gærkvöldi. Þingkosningar fóru fram í Þýskalandi þann 24. september síðastliðinn og var talið að eina raunhæfa ríkisstjórn sem hægt væri að mynda að kosningum loknum væri ríkisstjórn umræddra flokka. Eiríkur segir boltann enn vera hjá Angelu Merkel, kanslara og leiðtoga CDU, og að hún hafi nokkra möguleika í stöðunni. „Hún gæti myndað minnihlutastjórn með stuðningi Græningja og mögulega fljótandi stuðningi Sósíaldemókrata (SDP). Það er alveg til í dæminu. Ekki er hefð fyrir minnihlutastjórnum í Þýskalandi en talað er um að þetta gæti gengið svona þar sem þetta er í raun fordæmalaus staða sem upp er komin. Ekkert af hefðbundnu stjórnarmynstrunum gengur upp og Sósíaldemókratar tala um að þessi „Große Koalition“ [samsteypustjórn stærstu flokkanna, CDU/CSU og SDP] hafi verið hafnað í kosningunum.“Gæti verið stöðutaka Eiríkur segir að Merkel hafi einnig þann möguleika að boða til nýrra kosninga. „Hins vegar veit maður ekki nákvæmlega hvernig [Frank-Walter] Steinmeier forseti muni beita sér í þessu. Hann gæti falið Merkel að mynda minnihlutastjórn.“ Eiríkur segir að staða kanslarans sé nú augljóslega miklu þrengri en hún var. Sambandið við Græningja virðist þó enn vera í lagi og Frjálslyndi flokkurinn sé klassískur samstarfsflokkur hennar og Kristilegra demókrata. „Átökin í þessum stjórnarmyndunarviðræðum hafa fyrst og fremst verið á milli Frjálslynda flokksins og Græningja. Síðan er auðvitað möguleiki að flokkarnir taki upp viðræður á ný. Setjist aftur niður. Frjálslyndi flokkurinn fer svolítið snögglega frá borði að því er virðist þannig að það gæti verið að þessi slit séu einfaldlega einhver stöðutaka.“Deilt um loftslagsmál og málefni hælisleitenda Viðræður flokkanna hafa staðið í margar vikur og hefur helst verið deilt um loftslagsmál og málefni hælisletenda. „Græningjar vilja opnari faðm heldur en hinir og hafa verið frekar harðir í að halda Þýskalandi opnu. Svo hefur einnig verið deilt um loftslagsmálin þar sem Græningjar eru mjög harðir í afstöðu sinni. Þar skilur algerlega að milli Græningja og Frjálsyndra,“ segir Eiríkur.Christian Lindner, leiðtogi Frjálslynda flokksins.Vísir/AFPEinhver mesta stjórnmálakreppa í seinni tíð Hann segir að í Þýskalandi sé talað um einhverja mestu stjórnmálakreppu sem upp hafi komið í seinni tíð. „Það sýnir nú einmitt hversu stöðug þýsk stjórnmál eru, það að stjórnarmyndunarviðræðum skuli hætt sé merki um slíka kreppu þegar margir aðrir kostir eru í boði. Það er ekki eins og að sé mikil neyð.“ Stjórnarflokkarnir Kristilegir demókratar (CDU og CSU) og Jafnaðarmenn (SPD) misstu mikið fylgi í kosnningunum í september og hægri popúlistaflokkurinn AfD náði í fyrsta sinn mönnum á þýska þingið. Þá náði FDP aftur mönnum á þing eftir að hafa misst þá alla í kosningunum 2013.Telur þú að Merkel vilji forðast nýjar kosningar af ótta við að AfD myndi styrkja sig enn frekar?„Já, það er auðvitað það sem margir óttist. Það má segja að Kristilegir demókratar og Frjálslyndir hafi báðir keppt hvor við annan um að vera harðari í innflytjendamálunum og farið að elta AfD. Það er alveg augljóst að það eru allir með augun á AfD í þessu. Hvort þeir myndu njóta þess í nýjum kosningum, það veit eiginlega enginn,“ segir Eiríkur.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira