Eiríkur Bergmann: Fordæmalaus staða í þýskum stjórnmálum Atli Ísleifsson skrifar 20. nóvember 2017 11:22 Eiríkur Bergmann segir stöðu Angelu Merkel Þýskalandskanslara vera umtalsvert þrengri en í gær. Hún hafi þó nokkra leiki í stöðunni. „Staða Angelu Merkel er töluvert þrengri í dag en hún var í gær. Hún hefur samt nokkra leiki í stöðunni,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor um stöðuna sem upp er komin í þýskum stjórnmálum eftir að Frjálslyndi flokkurinn (FDP) ákvað að slíta viðræðum við Kristilega demókrata (CDU, CSU) og Græningja í gærkvöldi. Þingkosningar fóru fram í Þýskalandi þann 24. september síðastliðinn og var talið að eina raunhæfa ríkisstjórn sem hægt væri að mynda að kosningum loknum væri ríkisstjórn umræddra flokka. Eiríkur segir boltann enn vera hjá Angelu Merkel, kanslara og leiðtoga CDU, og að hún hafi nokkra möguleika í stöðunni. „Hún gæti myndað minnihlutastjórn með stuðningi Græningja og mögulega fljótandi stuðningi Sósíaldemókrata (SDP). Það er alveg til í dæminu. Ekki er hefð fyrir minnihlutastjórnum í Þýskalandi en talað er um að þetta gæti gengið svona þar sem þetta er í raun fordæmalaus staða sem upp er komin. Ekkert af hefðbundnu stjórnarmynstrunum gengur upp og Sósíaldemókratar tala um að þessi „Große Koalition“ [samsteypustjórn stærstu flokkanna, CDU/CSU og SDP] hafi verið hafnað í kosningunum.“Gæti verið stöðutaka Eiríkur segir að Merkel hafi einnig þann möguleika að boða til nýrra kosninga. „Hins vegar veit maður ekki nákvæmlega hvernig [Frank-Walter] Steinmeier forseti muni beita sér í þessu. Hann gæti falið Merkel að mynda minnihlutastjórn.“ Eiríkur segir að staða kanslarans sé nú augljóslega miklu þrengri en hún var. Sambandið við Græningja virðist þó enn vera í lagi og Frjálslyndi flokkurinn sé klassískur samstarfsflokkur hennar og Kristilegra demókrata. „Átökin í þessum stjórnarmyndunarviðræðum hafa fyrst og fremst verið á milli Frjálslynda flokksins og Græningja. Síðan er auðvitað möguleiki að flokkarnir taki upp viðræður á ný. Setjist aftur niður. Frjálslyndi flokkurinn fer svolítið snögglega frá borði að því er virðist þannig að það gæti verið að þessi slit séu einfaldlega einhver stöðutaka.“Deilt um loftslagsmál og málefni hælisleitenda Viðræður flokkanna hafa staðið í margar vikur og hefur helst verið deilt um loftslagsmál og málefni hælisletenda. „Græningjar vilja opnari faðm heldur en hinir og hafa verið frekar harðir í að halda Þýskalandi opnu. Svo hefur einnig verið deilt um loftslagsmálin þar sem Græningjar eru mjög harðir í afstöðu sinni. Þar skilur algerlega að milli Græningja og Frjálsyndra,“ segir Eiríkur.Christian Lindner, leiðtogi Frjálslynda flokksins.Vísir/AFPEinhver mesta stjórnmálakreppa í seinni tíð Hann segir að í Þýskalandi sé talað um einhverja mestu stjórnmálakreppu sem upp hafi komið í seinni tíð. „Það sýnir nú einmitt hversu stöðug þýsk stjórnmál eru, það að stjórnarmyndunarviðræðum skuli hætt sé merki um slíka kreppu þegar margir aðrir kostir eru í boði. Það er ekki eins og að sé mikil neyð.“ Stjórnarflokkarnir Kristilegir demókratar (CDU og CSU) og Jafnaðarmenn (SPD) misstu mikið fylgi í kosnningunum í september og hægri popúlistaflokkurinn AfD náði í fyrsta sinn mönnum á þýska þingið. Þá náði FDP aftur mönnum á þing eftir að hafa misst þá alla í kosningunum 2013.Telur þú að Merkel vilji forðast nýjar kosningar af ótta við að AfD myndi styrkja sig enn frekar?„Já, það er auðvitað það sem margir óttist. Það má segja að Kristilegir demókratar og Frjálslyndir hafi báðir keppt hvor við annan um að vera harðari í innflytjendamálunum og farið að elta AfD. Það er alveg augljóst að það eru allir með augun á AfD í þessu. Hvort þeir myndu njóta þess í nýjum kosningum, það veit eiginlega enginn,“ segir Eiríkur. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
„Staða Angelu Merkel er töluvert þrengri í dag en hún var í gær. Hún hefur samt nokkra leiki í stöðunni,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor um stöðuna sem upp er komin í þýskum stjórnmálum eftir að Frjálslyndi flokkurinn (FDP) ákvað að slíta viðræðum við Kristilega demókrata (CDU, CSU) og Græningja í gærkvöldi. Þingkosningar fóru fram í Þýskalandi þann 24. september síðastliðinn og var talið að eina raunhæfa ríkisstjórn sem hægt væri að mynda að kosningum loknum væri ríkisstjórn umræddra flokka. Eiríkur segir boltann enn vera hjá Angelu Merkel, kanslara og leiðtoga CDU, og að hún hafi nokkra möguleika í stöðunni. „Hún gæti myndað minnihlutastjórn með stuðningi Græningja og mögulega fljótandi stuðningi Sósíaldemókrata (SDP). Það er alveg til í dæminu. Ekki er hefð fyrir minnihlutastjórnum í Þýskalandi en talað er um að þetta gæti gengið svona þar sem þetta er í raun fordæmalaus staða sem upp er komin. Ekkert af hefðbundnu stjórnarmynstrunum gengur upp og Sósíaldemókratar tala um að þessi „Große Koalition“ [samsteypustjórn stærstu flokkanna, CDU/CSU og SDP] hafi verið hafnað í kosningunum.“Gæti verið stöðutaka Eiríkur segir að Merkel hafi einnig þann möguleika að boða til nýrra kosninga. „Hins vegar veit maður ekki nákvæmlega hvernig [Frank-Walter] Steinmeier forseti muni beita sér í þessu. Hann gæti falið Merkel að mynda minnihlutastjórn.“ Eiríkur segir að staða kanslarans sé nú augljóslega miklu þrengri en hún var. Sambandið við Græningja virðist þó enn vera í lagi og Frjálslyndi flokkurinn sé klassískur samstarfsflokkur hennar og Kristilegra demókrata. „Átökin í þessum stjórnarmyndunarviðræðum hafa fyrst og fremst verið á milli Frjálslynda flokksins og Græningja. Síðan er auðvitað möguleiki að flokkarnir taki upp viðræður á ný. Setjist aftur niður. Frjálslyndi flokkurinn fer svolítið snögglega frá borði að því er virðist þannig að það gæti verið að þessi slit séu einfaldlega einhver stöðutaka.“Deilt um loftslagsmál og málefni hælisleitenda Viðræður flokkanna hafa staðið í margar vikur og hefur helst verið deilt um loftslagsmál og málefni hælisletenda. „Græningjar vilja opnari faðm heldur en hinir og hafa verið frekar harðir í að halda Þýskalandi opnu. Svo hefur einnig verið deilt um loftslagsmálin þar sem Græningjar eru mjög harðir í afstöðu sinni. Þar skilur algerlega að milli Græningja og Frjálsyndra,“ segir Eiríkur.Christian Lindner, leiðtogi Frjálslynda flokksins.Vísir/AFPEinhver mesta stjórnmálakreppa í seinni tíð Hann segir að í Þýskalandi sé talað um einhverja mestu stjórnmálakreppu sem upp hafi komið í seinni tíð. „Það sýnir nú einmitt hversu stöðug þýsk stjórnmál eru, það að stjórnarmyndunarviðræðum skuli hætt sé merki um slíka kreppu þegar margir aðrir kostir eru í boði. Það er ekki eins og að sé mikil neyð.“ Stjórnarflokkarnir Kristilegir demókratar (CDU og CSU) og Jafnaðarmenn (SPD) misstu mikið fylgi í kosnningunum í september og hægri popúlistaflokkurinn AfD náði í fyrsta sinn mönnum á þýska þingið. Þá náði FDP aftur mönnum á þing eftir að hafa misst þá alla í kosningunum 2013.Telur þú að Merkel vilji forðast nýjar kosningar af ótta við að AfD myndi styrkja sig enn frekar?„Já, það er auðvitað það sem margir óttist. Það má segja að Kristilegir demókratar og Frjálslyndir hafi báðir keppt hvor við annan um að vera harðari í innflytjendamálunum og farið að elta AfD. Það er alveg augljóst að það eru allir með augun á AfD í þessu. Hvort þeir myndu njóta þess í nýjum kosningum, það veit eiginlega enginn,“ segir Eiríkur.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira