Fimmti hver deyr í bið inni á Landspítalanum Sveinn Arnarsson skrifar 21. nóvember 2017 06:00 Það eru of margir sem bíða á spítalanum og komast ekki út. vísir/eyþór Eitt hundrað ný hjúkrunarrými á Landspítalanum færu langt með að leysa vanda Landspítalans að mati Jóns Magnúsar Kristjánssonar, yfirlæknis bráðadeildar spítalans. Um eitt hundrað aldraðir einstaklingar bíða inni á spítalanum með færni- og heilsumat. Fimmtungur þeirra deyr á spítalanum áður en þeir komast á öldrunarheimili.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðadeildar LSH.vísir/anton brink„Skortur á dvalarrýmum er meinið sem skemmir svo mikið út frá sér. Þar liggur vandinn sem spítalinn glímir við fyrst og fremst,“ segir Jón Magnús. „Skorturinn hefur áhrif á biðtíma sjúklinga eftir sérhæfðri meðferð, áhrif á tímann þar til sjúklingur er kominn á viðeigandi sjúkradeild, og hefur áhrif á legutíma allra sjúklinga. Einnig ef þessi vandi yrði leystur yrði álag á hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða mun minna og auðveldaði þeim stéttum öll störf.“ Nýtt þing þarf að koma saman innan skamms til að vinna að fjárlagagerð næsta árs. Vísir að samstöðu um breytingar til að fjölga öldrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu hefur myndast. „Það er alveg rétt að það þarf að að hjóla í þetta. Ný ríkisstjórn verður að taka á þessum málum. Við unnum að þessu í velferðarnefnd og ég veit af vinnu í ráðuneytinu um að fjölga hjúkrunarrýmum,“ segir Nicole Leigh Mosty, fyrrverandi formaður velferðarnefndar þingsins. „Þetta er bráðnauðsynlegt fyrir þjóðina í heild. Það skiptir máli að setja fjármagn þangað sem peninga er virkilega þörf og það er í þessu tilviki í fjölgun öldrunarrýma. “ Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, segir að fimmtungur þeirra sem liggi á LSH og bíði eftir hjúkrunarrými andist áður en þeir komist inn á öldrunarheimili. „Þetta er fyrirhyggjuleysi síðustu ára sem við erum að fást við. Það hefur einfaldlega ekki verið byggt nægilega af rýmum fyrir þetta fólk. Einnig mun öldruðum fjölga mikið á næstu árum og því þurfum við átak í þessum málaflokki. Þessi einstaka aðgerð myndi leysa mörg vandamál á LSH,“ segir Anna Sigrún. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Eitt hundrað ný hjúkrunarrými á Landspítalanum færu langt með að leysa vanda Landspítalans að mati Jóns Magnúsar Kristjánssonar, yfirlæknis bráðadeildar spítalans. Um eitt hundrað aldraðir einstaklingar bíða inni á spítalanum með færni- og heilsumat. Fimmtungur þeirra deyr á spítalanum áður en þeir komast á öldrunarheimili.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðadeildar LSH.vísir/anton brink„Skortur á dvalarrýmum er meinið sem skemmir svo mikið út frá sér. Þar liggur vandinn sem spítalinn glímir við fyrst og fremst,“ segir Jón Magnús. „Skorturinn hefur áhrif á biðtíma sjúklinga eftir sérhæfðri meðferð, áhrif á tímann þar til sjúklingur er kominn á viðeigandi sjúkradeild, og hefur áhrif á legutíma allra sjúklinga. Einnig ef þessi vandi yrði leystur yrði álag á hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða mun minna og auðveldaði þeim stéttum öll störf.“ Nýtt þing þarf að koma saman innan skamms til að vinna að fjárlagagerð næsta árs. Vísir að samstöðu um breytingar til að fjölga öldrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu hefur myndast. „Það er alveg rétt að það þarf að að hjóla í þetta. Ný ríkisstjórn verður að taka á þessum málum. Við unnum að þessu í velferðarnefnd og ég veit af vinnu í ráðuneytinu um að fjölga hjúkrunarrýmum,“ segir Nicole Leigh Mosty, fyrrverandi formaður velferðarnefndar þingsins. „Þetta er bráðnauðsynlegt fyrir þjóðina í heild. Það skiptir máli að setja fjármagn þangað sem peninga er virkilega þörf og það er í þessu tilviki í fjölgun öldrunarrýma. “ Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, segir að fimmtungur þeirra sem liggi á LSH og bíði eftir hjúkrunarrými andist áður en þeir komist inn á öldrunarheimili. „Þetta er fyrirhyggjuleysi síðustu ára sem við erum að fást við. Það hefur einfaldlega ekki verið byggt nægilega af rýmum fyrir þetta fólk. Einnig mun öldruðum fjölga mikið á næstu árum og því þurfum við átak í þessum málaflokki. Þessi einstaka aðgerð myndi leysa mörg vandamál á LSH,“ segir Anna Sigrún.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira