Kattavinafélagið fordæmir dráp á heimilisketti: „Dýraeftirlitsmaðurinn braut reglugerð og samþykktir“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. nóvember 2017 13:15 Kattavinafélagið hvetur sveitastjórn Fljótsdalshéraðs til að bregðast við af fullri ábyrgð vegna kattadrápsins. Vísir/Vilhelm Stjórn Kattavinafélags Íslands hefur sent frá sér tilkynningu varðandi kattardráp á Egilsstöðum. Í tilkynningu segist stjórnin harma fréttir af drápi dýraeftirlitsmanns Fljótsdalshérað á kettlingi í eigu fjölskyldu á Egilsstöðum. „Ljóst er að dýraeftirlitsmaðurinn braut reglugerð og samþykktir sveitarfélagsins um kattahald, auk þess að brjóta reglugerð um lög við dýravelferð.“ Kattavinafélagið átelur harðlega vinnubrögð dýraeftirlitsmannsins og hvetur sveitastjórn Fljótsdalshéraðs til að bregðast við af fullri ábyrgð vegna þessa verknaðar og öðrum sambærilegum, sem átt hafa sér stað í sveitarfélaginu.DV fjallaði fyrst um málið en dýraeftirlitsmaður Fljótsdalshéraðs drap Úlf, sex mánaða heimiliskött fjölskyldu á Egilsstöðum. Kötturinn Úlfur hafði verið tíður gestur hjá nágranna þeirra, án vitneskju eigenda hans. Nágranni Sonju hringdi á dýraeftirlitið sem sótti köttinn og drap hann innan sólarhrings. Fjölskyldan segir að það hafi verið augljóst að Úlfur væri ekki villiköttur, hann var þó hvorki örmerktur, né með ól. Dýraeftirlitsmaðurinn fangaði köttinn klukkan 01:00 aðfaranótt mánudags en hafði drepið hann þegar fjölskyldan hafði samband um hálf tíu á mánudagskvöldið. Kattavinafélagið vísar í sinni tilkynningu til 15. greinar reglugerðar um velferð gæludýra: „Dýralæknum er einum heimilt að aflífa gæludýr, nema í neyðartilfellum þegar fullreynt er að ekki næst í dýralækni og ætla má að sjúkdómur dýrs eða meiðsl valdi dýrinu óbærilegum kvölum eða séu banvæn.“ Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Stjórn Kattavinafélags Íslands hefur sent frá sér tilkynningu varðandi kattardráp á Egilsstöðum. Í tilkynningu segist stjórnin harma fréttir af drápi dýraeftirlitsmanns Fljótsdalshérað á kettlingi í eigu fjölskyldu á Egilsstöðum. „Ljóst er að dýraeftirlitsmaðurinn braut reglugerð og samþykktir sveitarfélagsins um kattahald, auk þess að brjóta reglugerð um lög við dýravelferð.“ Kattavinafélagið átelur harðlega vinnubrögð dýraeftirlitsmannsins og hvetur sveitastjórn Fljótsdalshéraðs til að bregðast við af fullri ábyrgð vegna þessa verknaðar og öðrum sambærilegum, sem átt hafa sér stað í sveitarfélaginu.DV fjallaði fyrst um málið en dýraeftirlitsmaður Fljótsdalshéraðs drap Úlf, sex mánaða heimiliskött fjölskyldu á Egilsstöðum. Kötturinn Úlfur hafði verið tíður gestur hjá nágranna þeirra, án vitneskju eigenda hans. Nágranni Sonju hringdi á dýraeftirlitið sem sótti köttinn og drap hann innan sólarhrings. Fjölskyldan segir að það hafi verið augljóst að Úlfur væri ekki villiköttur, hann var þó hvorki örmerktur, né með ól. Dýraeftirlitsmaðurinn fangaði köttinn klukkan 01:00 aðfaranótt mánudags en hafði drepið hann þegar fjölskyldan hafði samband um hálf tíu á mánudagskvöldið. Kattavinafélagið vísar í sinni tilkynningu til 15. greinar reglugerðar um velferð gæludýra: „Dýralæknum er einum heimilt að aflífa gæludýr, nema í neyðartilfellum þegar fullreynt er að ekki næst í dýralækni og ætla má að sjúkdómur dýrs eða meiðsl valdi dýrinu óbærilegum kvölum eða séu banvæn.“
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira