Zúistar vilja fleiri en upplýsa ekki fjárhag Garðar Örn Úlfarsson skrifar 25. nóvember 2017 07:00 Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism, lofar liðsmönnum trúfélagsins áframhaldandi útgreiðslu sóknargjalda. Ágúst Arnar Ágústsson, formaður zúista, svarar engum spurningum um fjárhag trúfélagsins sem auglýsir nú eftir nýjum félögum á Facebook og með bæklingum sem bornir eru í hús. Fólk er beðið að skrá sig fyrir 1. desember. Við þann dag miðast útgreiðsla sóknargjalda næstu tólf mánuðina. Zúistar greiddu fyrr í þessum mánuði 19.976 krónur til þeirra meðlima félagsins sem um það sóttu fyrir 15. nóvember síðastliðinn. Um er að ræða endurgreiðslu á sóknargjöldum frá ríkinu sem forverar Ágústs við stjórnvölinn í trúfélaginu lofuðu meðlimum sem gengu til liðs við zúista í stríðum straumum fyrir um tveimur árum. Ágúst segir upphæðina miðast við sóknargjöldin allt árið 2016 og það sem af er árinu 2017. Útkljáð var í byrjun október að Ágúst færi með forræði zúista. Tók hann þá við um 53 milljónum króna í sóknargjöld sem haldið hafði verið eftir í ríkissjóði á meðan greitt var úr því hver færi fyrir félaginu. Ágúst segir að tilkynnt hafi verið 24. október að zúistar myndu hefja endurgreiðslur í nóvember.Auglýst er eftir nýjum zúistum á Facebook og með bæklingum í hús.„Þann 3. nóvember var svo tilkynnt að opnað hafi verið fyrir umsóknir um endurgreiðslu,“ segir í svari Ágústs. Hann vísar á bug gagnrýni um að skammur tími hafi gefist fyrir félagsmenn til að sækja um endurgreiðslu. Lokað var fyrir umsóknir 15. nóvember. „Það umsóknarferli stóð yfir í tvær vikur og fengu allar þessar tilkynningar mikla fréttaumfjöllun á öllum helstu fjölmiðlum landsins. Umsóknarformið var hannað til að vera auðvelt að fylla út og auðskiljanlegt. Einnig hafa tilkynningarnar verið birtar á heimasíðu félagsins og Facebook-síðu félagsins,“ bendir Ágúst á. Vel yfir tvö þúsund manns voru skráðir sem zúistar þegar endurgreiðslurnar hófust. Ágúst svarar því ekki hversu margir sóttu um endurgreiðslu og hversu margir af þeim fengu ekki greiðslu. Ágúst segir mikið af villandi upplýsingum hafa verið í umferð. „Hefur félagið reynt að koma réttum upplýsingum á framfæri og loka ótengdum síðum sem hafa verið að dreifa slíku undir ímynd félagsins,“ segir forstöðumaðurinn. Félagsmenn zúista gátu valið að sóknargjöld þeirra rynnu til góðgerðarmála í staðinn fyrir að fara inn á þeirra eigin bankareikning. „Í kringum sjö prósent völdu þann möguleika,“ svarar Ágúst. Tvær og hálf milljón króna hafi verið lögð til hliðar vegna þessa. Barnaspítali Hringsins fékk 1,1 milljón króna frá zúistum í lok október. Sem fyrir segir fást ekki upplýsingar um heildarmyndina af fjárhag zúista, að minnsta kosti ekki að svo stöddu. „Skoðað verður að gefa út nákvæmari tölur síðar,“ segir Ágúst. Boðað hafði verið að þeir sem myndu sækja um endurgreiðslu án þess að eiga tilkall til hennar kynnu að verða kærðir til lögreglu. „Nei, ég á ekki von á því, umsóknarferlið gekk mjög vel,“ svarar Ágúst aðspurður hvort einhverjir verði kærðir. Hins vegar hafði Ágúst boðað að kæra kynni að verða lögð fram á hendur starfsmanni sýslumannsins á Norðurlandi eystra vegna stjórnsýslu hans. „Ég get staðfest það að félagið hefur einnig kært starfsmann sýslumanns til lögreglunar og vísum við í fyrri tilkynningu vegna frekari upplýsinga.“ Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Ágúst Arnar Ágústsson, formaður zúista, svarar engum spurningum um fjárhag trúfélagsins sem auglýsir nú eftir nýjum félögum á Facebook og með bæklingum sem bornir eru í hús. Fólk er beðið að skrá sig fyrir 1. desember. Við þann dag miðast útgreiðsla sóknargjalda næstu tólf mánuðina. Zúistar greiddu fyrr í þessum mánuði 19.976 krónur til þeirra meðlima félagsins sem um það sóttu fyrir 15. nóvember síðastliðinn. Um er að ræða endurgreiðslu á sóknargjöldum frá ríkinu sem forverar Ágústs við stjórnvölinn í trúfélaginu lofuðu meðlimum sem gengu til liðs við zúista í stríðum straumum fyrir um tveimur árum. Ágúst segir upphæðina miðast við sóknargjöldin allt árið 2016 og það sem af er árinu 2017. Útkljáð var í byrjun október að Ágúst færi með forræði zúista. Tók hann þá við um 53 milljónum króna í sóknargjöld sem haldið hafði verið eftir í ríkissjóði á meðan greitt var úr því hver færi fyrir félaginu. Ágúst segir að tilkynnt hafi verið 24. október að zúistar myndu hefja endurgreiðslur í nóvember.Auglýst er eftir nýjum zúistum á Facebook og með bæklingum í hús.„Þann 3. nóvember var svo tilkynnt að opnað hafi verið fyrir umsóknir um endurgreiðslu,“ segir í svari Ágústs. Hann vísar á bug gagnrýni um að skammur tími hafi gefist fyrir félagsmenn til að sækja um endurgreiðslu. Lokað var fyrir umsóknir 15. nóvember. „Það umsóknarferli stóð yfir í tvær vikur og fengu allar þessar tilkynningar mikla fréttaumfjöllun á öllum helstu fjölmiðlum landsins. Umsóknarformið var hannað til að vera auðvelt að fylla út og auðskiljanlegt. Einnig hafa tilkynningarnar verið birtar á heimasíðu félagsins og Facebook-síðu félagsins,“ bendir Ágúst á. Vel yfir tvö þúsund manns voru skráðir sem zúistar þegar endurgreiðslurnar hófust. Ágúst svarar því ekki hversu margir sóttu um endurgreiðslu og hversu margir af þeim fengu ekki greiðslu. Ágúst segir mikið af villandi upplýsingum hafa verið í umferð. „Hefur félagið reynt að koma réttum upplýsingum á framfæri og loka ótengdum síðum sem hafa verið að dreifa slíku undir ímynd félagsins,“ segir forstöðumaðurinn. Félagsmenn zúista gátu valið að sóknargjöld þeirra rynnu til góðgerðarmála í staðinn fyrir að fara inn á þeirra eigin bankareikning. „Í kringum sjö prósent völdu þann möguleika,“ svarar Ágúst. Tvær og hálf milljón króna hafi verið lögð til hliðar vegna þessa. Barnaspítali Hringsins fékk 1,1 milljón króna frá zúistum í lok október. Sem fyrir segir fást ekki upplýsingar um heildarmyndina af fjárhag zúista, að minnsta kosti ekki að svo stöddu. „Skoðað verður að gefa út nákvæmari tölur síðar,“ segir Ágúst. Boðað hafði verið að þeir sem myndu sækja um endurgreiðslu án þess að eiga tilkall til hennar kynnu að verða kærðir til lögreglu. „Nei, ég á ekki von á því, umsóknarferlið gekk mjög vel,“ svarar Ágúst aðspurður hvort einhverjir verði kærðir. Hins vegar hafði Ágúst boðað að kæra kynni að verða lögð fram á hendur starfsmanni sýslumannsins á Norðurlandi eystra vegna stjórnsýslu hans. „Ég get staðfest það að félagið hefur einnig kært starfsmann sýslumanns til lögreglunar og vísum við í fyrri tilkynningu vegna frekari upplýsinga.“
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira