Körfubolti

Cleveland er komið á flug

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hinn ungi og efnilegi Ben Simmons fékk loksins að spila gegn LeBron í nótt. Hann hefur líklega lært mikið af því.
Hinn ungi og efnilegi Ben Simmons fékk loksins að spila gegn LeBron í nótt. Hann hefur líklega lært mikið af því. vísir/getty
Eftir að hafa byrjað leiktíðina illa er Cleveland Cavaliers dottið í gírinn í NBA-deildinni. Liðið vann í nótt sinn áttunda leik í röð í deildinni.

Cleveland pakkaði þá Philadelphia saman þar sem LeBron James skoraði 30 stig fyrir Cleveland og tók þess utan 13 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.

Á sama tíma er Boston farið að gefa eftir en liðið tapaði á heimavelli gegn Detroit í nótt. Mikill viðsnúningur hjá Detroit sem var rassskellt af Cleveland á dögunum.

Met var sett yfir flestar þriggja stiga tilraunir í leik Houston og Brooklyn. Alls tóku liðin 89 þriggja stiga skot í leiknum.

Tony Parker spilaði svo sinn fyrsta leik fyrir San Antonino í vetur í Texas-slagnum. Parker spilaði í 14 mínútur og skoraði sex stig.

Úrslit:

Indiana-Orlando  121-109

Philadelphia-Cleveland  91-113

Boston-Detroit  108-118

NY Knicks-Portland  91-103

Houston-Brooklyn  117-103

San Antonio-Dallas  115-108

Golden State-Sacramento  106-110

LA Clippers-LA Lakers  120-115

Staðan í NBA-deildinni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×