Kynbundið ofbeldi er samfélagsmein Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 29. nóvember 2017 07:00 Í haust fór af stað átakið MeToo á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #metoo. Með því vilja konur rjúfa þögnina um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Átakið hefur farið eins og eldur í sinu um allan heim. Konur úr flestum starfsstéttum hafa stigið fram og sagt frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir í starfsumhverfi sínu. Konur sem vinna að því að ná árangri innan sinnar starfsstéttar hafa sagt frá ótrúlegum hindrunum sem orðið hafa á vegi þeirra. Konur í stjórnmálum hafa einnig orðið fyrir slíkri áreitni þegar barátta um áheyrn og jafnrétti til áhrifa er annars vegar. Það hefur haft þær afleiðingar að margar konur hafa ekki treyst sér til að starfa áfram á vettvangi stjórnmálanna. MeToo átakið hvetur konur til að rísa upp gegn kynbundnu ofbeldi, óháð þjóðfélagsstöðu og búsetu. Það fær karlmenn til að leiða hugann að þeim röngu skilaboðum sem þeir eru að senda út og sýnir þeim að slíkt viðmót verður hvorki viðurkennt né umborið. Dagana 28.-30. nóvember verður haldin ráðstefna í Hörpu á vegum Women Political Leaders sem eru alþjóðleg samtök kvenna í stjórnmálum. Ráðstefnan er haldin í samvinnu við Alþingi og munu íslenskar konur í stjórnmálum vera gestgjafar að þessu sinni. Það er óhætt að fullyrða að MeToo átakið mun þjappa konum saman á heimsvísu til að rísa upp gegn kynbundnu ofbeldi og rjúfa þögnina sem fylgt hefur konum í gegnum aldirnar.Opin umræða er besta vopnið Framsókn hefur lagt ríka áherslu á fræðslu og forvarnir til að sporna gegn kynbundnu ofbeldi og vill að sett verði aukið fé í verkefnið svo það megi verða að veruleika. Í ráðherratíð Eyglóar Harðardóttur var sett reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum, nr. 1990/2015. Þar er komið inn á skyldur bæði starfsmanna og atvinnurekenda þegar upp koma slík mál á vinnustöðum og hvaða leiðir eru færar til að uppræta slíkt. Fyrst og síðast er að opin umræða um málefnið er okkur öllum nauðsynleg, því í þögguninni leynast holur fyrir gerendur að dyljast í og halda áfram á sömu braut. Konur á Íslandi geta verið leiðandi í þessari mikilvægu umræðu og stutt kynsystur sínar víðsvegar um heiminn til að standa upp og verjast þessu.Höfundur er þingmaður Framsóknarflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Halla Signý Kristjánsdóttir Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í haust fór af stað átakið MeToo á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #metoo. Með því vilja konur rjúfa þögnina um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Átakið hefur farið eins og eldur í sinu um allan heim. Konur úr flestum starfsstéttum hafa stigið fram og sagt frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir í starfsumhverfi sínu. Konur sem vinna að því að ná árangri innan sinnar starfsstéttar hafa sagt frá ótrúlegum hindrunum sem orðið hafa á vegi þeirra. Konur í stjórnmálum hafa einnig orðið fyrir slíkri áreitni þegar barátta um áheyrn og jafnrétti til áhrifa er annars vegar. Það hefur haft þær afleiðingar að margar konur hafa ekki treyst sér til að starfa áfram á vettvangi stjórnmálanna. MeToo átakið hvetur konur til að rísa upp gegn kynbundnu ofbeldi, óháð þjóðfélagsstöðu og búsetu. Það fær karlmenn til að leiða hugann að þeim röngu skilaboðum sem þeir eru að senda út og sýnir þeim að slíkt viðmót verður hvorki viðurkennt né umborið. Dagana 28.-30. nóvember verður haldin ráðstefna í Hörpu á vegum Women Political Leaders sem eru alþjóðleg samtök kvenna í stjórnmálum. Ráðstefnan er haldin í samvinnu við Alþingi og munu íslenskar konur í stjórnmálum vera gestgjafar að þessu sinni. Það er óhætt að fullyrða að MeToo átakið mun þjappa konum saman á heimsvísu til að rísa upp gegn kynbundnu ofbeldi og rjúfa þögnina sem fylgt hefur konum í gegnum aldirnar.Opin umræða er besta vopnið Framsókn hefur lagt ríka áherslu á fræðslu og forvarnir til að sporna gegn kynbundnu ofbeldi og vill að sett verði aukið fé í verkefnið svo það megi verða að veruleika. Í ráðherratíð Eyglóar Harðardóttur var sett reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum, nr. 1990/2015. Þar er komið inn á skyldur bæði starfsmanna og atvinnurekenda þegar upp koma slík mál á vinnustöðum og hvaða leiðir eru færar til að uppræta slíkt. Fyrst og síðast er að opin umræða um málefnið er okkur öllum nauðsynleg, því í þögguninni leynast holur fyrir gerendur að dyljast í og halda áfram á sömu braut. Konur á Íslandi geta verið leiðandi í þessari mikilvægu umræðu og stutt kynsystur sínar víðsvegar um heiminn til að standa upp og verjast þessu.Höfundur er þingmaður Framsóknarflokks.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun