Kynbundið ofbeldi er samfélagsmein Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 29. nóvember 2017 07:00 Í haust fór af stað átakið MeToo á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #metoo. Með því vilja konur rjúfa þögnina um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Átakið hefur farið eins og eldur í sinu um allan heim. Konur úr flestum starfsstéttum hafa stigið fram og sagt frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir í starfsumhverfi sínu. Konur sem vinna að því að ná árangri innan sinnar starfsstéttar hafa sagt frá ótrúlegum hindrunum sem orðið hafa á vegi þeirra. Konur í stjórnmálum hafa einnig orðið fyrir slíkri áreitni þegar barátta um áheyrn og jafnrétti til áhrifa er annars vegar. Það hefur haft þær afleiðingar að margar konur hafa ekki treyst sér til að starfa áfram á vettvangi stjórnmálanna. MeToo átakið hvetur konur til að rísa upp gegn kynbundnu ofbeldi, óháð þjóðfélagsstöðu og búsetu. Það fær karlmenn til að leiða hugann að þeim röngu skilaboðum sem þeir eru að senda út og sýnir þeim að slíkt viðmót verður hvorki viðurkennt né umborið. Dagana 28.-30. nóvember verður haldin ráðstefna í Hörpu á vegum Women Political Leaders sem eru alþjóðleg samtök kvenna í stjórnmálum. Ráðstefnan er haldin í samvinnu við Alþingi og munu íslenskar konur í stjórnmálum vera gestgjafar að þessu sinni. Það er óhætt að fullyrða að MeToo átakið mun þjappa konum saman á heimsvísu til að rísa upp gegn kynbundnu ofbeldi og rjúfa þögnina sem fylgt hefur konum í gegnum aldirnar.Opin umræða er besta vopnið Framsókn hefur lagt ríka áherslu á fræðslu og forvarnir til að sporna gegn kynbundnu ofbeldi og vill að sett verði aukið fé í verkefnið svo það megi verða að veruleika. Í ráðherratíð Eyglóar Harðardóttur var sett reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum, nr. 1990/2015. Þar er komið inn á skyldur bæði starfsmanna og atvinnurekenda þegar upp koma slík mál á vinnustöðum og hvaða leiðir eru færar til að uppræta slíkt. Fyrst og síðast er að opin umræða um málefnið er okkur öllum nauðsynleg, því í þögguninni leynast holur fyrir gerendur að dyljast í og halda áfram á sömu braut. Konur á Íslandi geta verið leiðandi í þessari mikilvægu umræðu og stutt kynsystur sínar víðsvegar um heiminn til að standa upp og verjast þessu.Höfundur er þingmaður Framsóknarflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Halla Signý Kristjánsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í haust fór af stað átakið MeToo á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #metoo. Með því vilja konur rjúfa þögnina um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Átakið hefur farið eins og eldur í sinu um allan heim. Konur úr flestum starfsstéttum hafa stigið fram og sagt frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir í starfsumhverfi sínu. Konur sem vinna að því að ná árangri innan sinnar starfsstéttar hafa sagt frá ótrúlegum hindrunum sem orðið hafa á vegi þeirra. Konur í stjórnmálum hafa einnig orðið fyrir slíkri áreitni þegar barátta um áheyrn og jafnrétti til áhrifa er annars vegar. Það hefur haft þær afleiðingar að margar konur hafa ekki treyst sér til að starfa áfram á vettvangi stjórnmálanna. MeToo átakið hvetur konur til að rísa upp gegn kynbundnu ofbeldi, óháð þjóðfélagsstöðu og búsetu. Það fær karlmenn til að leiða hugann að þeim röngu skilaboðum sem þeir eru að senda út og sýnir þeim að slíkt viðmót verður hvorki viðurkennt né umborið. Dagana 28.-30. nóvember verður haldin ráðstefna í Hörpu á vegum Women Political Leaders sem eru alþjóðleg samtök kvenna í stjórnmálum. Ráðstefnan er haldin í samvinnu við Alþingi og munu íslenskar konur í stjórnmálum vera gestgjafar að þessu sinni. Það er óhætt að fullyrða að MeToo átakið mun þjappa konum saman á heimsvísu til að rísa upp gegn kynbundnu ofbeldi og rjúfa þögnina sem fylgt hefur konum í gegnum aldirnar.Opin umræða er besta vopnið Framsókn hefur lagt ríka áherslu á fræðslu og forvarnir til að sporna gegn kynbundnu ofbeldi og vill að sett verði aukið fé í verkefnið svo það megi verða að veruleika. Í ráðherratíð Eyglóar Harðardóttur var sett reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum, nr. 1990/2015. Þar er komið inn á skyldur bæði starfsmanna og atvinnurekenda þegar upp koma slík mál á vinnustöðum og hvaða leiðir eru færar til að uppræta slíkt. Fyrst og síðast er að opin umræða um málefnið er okkur öllum nauðsynleg, því í þögguninni leynast holur fyrir gerendur að dyljast í og halda áfram á sömu braut. Konur á Íslandi geta verið leiðandi í þessari mikilvægu umræðu og stutt kynsystur sínar víðsvegar um heiminn til að standa upp og verjast þessu.Höfundur er þingmaður Framsóknarflokks.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun