Sparnaður fjármuna – öryggi ógnað Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 29. nóvember 2017 07:00 Ríkinu verði gert að uppfylla tiltekið þjónustustig alls staðar á landinu. Þessa setningu er að finna í kosningaáherslum Miðflokksins undir stefnunni Ísland allt. Það er góð ástæða til þess að draga fram hvað felst í fullyrðingunni þar sem nú berast fréttir af því að grunnþjónusta sem fram til dagsins í dag hefur talist sjálfsögð verður aflögð á Norðausturhorni landsins. Þegar fólk velur sér búsetu skipta ótal þættir máli, mikilvægustu þættirnir eru án efa aðgengi að menntun og heilbrigðisþjónustu en samkvæmt skilgreiningu velferðarvaktarinnar er grunnþjónusta í fyrsta lagi lögbundin lágmarksþjónusta sem ekki verður skert án lagabreytinga. Í öðru lagi felur hún í sér tiltekið þjónustustig lögbundinnar þjónustu sem hefð hefur skapast um að standi til boða þótt það sé ekki skilgreint í lögum. Það er því nokkuð skýrt í hugum manna hvað um er að ræða þegar fjallað er um grunnþjónustu, það er nokkuð skýrt að innan þessarar skilgreiningar rúmast þjónusta sem snýr að öryggi íbúa hvar sem þeir kjósa að búa á landinu.Leggja niður fullbúinn sjúkrabíl Á Raufarhöfn er ætlunin um næstu áramót að leggja niður fullbúinn sjúkrabíl og vakt launaðra, menntaðra sjúkraflutningamanna og setja á stofn vettvangsliðsteymi sem virkar þannig að þeir sem skipa teymin hafa ekki lært að meðhöndla lyf eða hafa réttindi til þess að flytja sjúklinga í sjúkrabílum. Þetta þýðir að bíða þarf eftir lækni til þess að gefa viðeigandi lyf og einnig þarf að bíða eftir sjúkrabíl sem kemur þá frá Þórshöfn eða frá Húsavík. Ekki skal dregið úr því að vettvangsliðsteymi geta virkað vel sem slík en þau geta ekki komið í stað menntaðra sjúkraflutningamanna að fullu leyti og eru því þrautalending. Það vekur því spurningar að á Raufarhöfn eru fullmenntaðir sjúkraflutningamenn sem hafa bæði getu og vilja til þess að sinna sínu starfi áfram. Hvernig stendur á því að verið er að leggja niður grunnþjónustu, hvernig má það vera að á sama tíma og ríkisvaldið, í samstarfi við sveitarfélagið, stofnanir á svæðinu og í samstarfi við íbúa, vinnur að sérstöku átaki til eflingar byggðarinnar undir merkjum „Brothættra byggða“, skuli einstakar ríkisstofnanir grípa til aðgerða sem eru beinlínis til þess fallnar að rýra búsetuskilyrði á svæðinu og þar með ógna öryggi íbúa? Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Flugan í dýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flugan í dýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Sjá meira
Ríkinu verði gert að uppfylla tiltekið þjónustustig alls staðar á landinu. Þessa setningu er að finna í kosningaáherslum Miðflokksins undir stefnunni Ísland allt. Það er góð ástæða til þess að draga fram hvað felst í fullyrðingunni þar sem nú berast fréttir af því að grunnþjónusta sem fram til dagsins í dag hefur talist sjálfsögð verður aflögð á Norðausturhorni landsins. Þegar fólk velur sér búsetu skipta ótal þættir máli, mikilvægustu þættirnir eru án efa aðgengi að menntun og heilbrigðisþjónustu en samkvæmt skilgreiningu velferðarvaktarinnar er grunnþjónusta í fyrsta lagi lögbundin lágmarksþjónusta sem ekki verður skert án lagabreytinga. Í öðru lagi felur hún í sér tiltekið þjónustustig lögbundinnar þjónustu sem hefð hefur skapast um að standi til boða þótt það sé ekki skilgreint í lögum. Það er því nokkuð skýrt í hugum manna hvað um er að ræða þegar fjallað er um grunnþjónustu, það er nokkuð skýrt að innan þessarar skilgreiningar rúmast þjónusta sem snýr að öryggi íbúa hvar sem þeir kjósa að búa á landinu.Leggja niður fullbúinn sjúkrabíl Á Raufarhöfn er ætlunin um næstu áramót að leggja niður fullbúinn sjúkrabíl og vakt launaðra, menntaðra sjúkraflutningamanna og setja á stofn vettvangsliðsteymi sem virkar þannig að þeir sem skipa teymin hafa ekki lært að meðhöndla lyf eða hafa réttindi til þess að flytja sjúklinga í sjúkrabílum. Þetta þýðir að bíða þarf eftir lækni til þess að gefa viðeigandi lyf og einnig þarf að bíða eftir sjúkrabíl sem kemur þá frá Þórshöfn eða frá Húsavík. Ekki skal dregið úr því að vettvangsliðsteymi geta virkað vel sem slík en þau geta ekki komið í stað menntaðra sjúkraflutningamanna að fullu leyti og eru því þrautalending. Það vekur því spurningar að á Raufarhöfn eru fullmenntaðir sjúkraflutningamenn sem hafa bæði getu og vilja til þess að sinna sínu starfi áfram. Hvernig stendur á því að verið er að leggja niður grunnþjónustu, hvernig má það vera að á sama tíma og ríkisvaldið, í samstarfi við sveitarfélagið, stofnanir á svæðinu og í samstarfi við íbúa, vinnur að sérstöku átaki til eflingar byggðarinnar undir merkjum „Brothættra byggða“, skuli einstakar ríkisstofnanir grípa til aðgerða sem eru beinlínis til þess fallnar að rýra búsetuskilyrði á svæðinu og þar með ógna öryggi íbúa? Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar