Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Jakob Bjarnar skrifar 10. nóvember 2017 11:30 Benedikt og Jón Steinar sem ekki getur lengur kvartað undan þöggun þegar skrif hans um Hæstarétt eru annars vegar. Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað mál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni lögmanni og fyrrum hæstaréttardómara og krefst þess að fimm ummæli í nýrri bók hans, „Með lognið í fangið – um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ verði dæmd dauð og ómerk. Miskabótakrafa sem fram er sett hljóðar upp á tvær milljónir auk vaxta en að sögn lögmanns Benedikts, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, þá mun það fé renna til góðgerðarmála, það er vinni Benedikt málið. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda samkvæmt síðar framlögðu málskostnaðaryfirliti. Vísir greindi frá þessari stefnu í gærkvöldi en hún verður lögð fram á miðvikudaginn 15. þessa mánaðar í Héraðsdómi Reykjaness.Ummælin sem Benedikt vill dauð og ómerkUm er að ræða eftirfarandi ummæli sem Benedikt vill að verð dæmd dauð og ómerk: 1. Dómsmorð (bls. 61) 2. Dómsmorð (bls. 63). 3. Ég hika ekki við að segja að á Baldri hafi við meðferð Hæstaréttar verið framið það sem kallað hefur verið dómsmorð (bls. 63). 4. Þessi skilgreining á vel við málið gegn Baldri. Felldur var dómur, sem dómararnir vissu, eða að minnsta kosti hlutu að vita, að ekki stóðst hlutlausa lagaframkvæmd (bls. 63). 5. Þar voru færð rök að því að meirihluti réttarins hefði fellt dóm yfir ákærða sem að mínum dómi félli undir hugtakið dómsmorð eins og það hefur verið skýrt (bls. 114).Loksins viðbrögðTitill bókar Jóns Steinars, Með lognið í fangið, er táknrænn og vísar til þess að höfundi blöskrar sú þögn sem ríkt hefur um harða gagnrýni þá er hann hefur sett fram á dómara við Hæstarétt. Vísir ræddi við Jón Steinar um bókina og birti viðtal þar um. Þar segir meðal annars: „Þetta eru alvarlegar ásakanir sem þú setur fram á hendur nafngreindum dómurum. Þú kemur inná málarekstur þinn á hendur Þorvaldi Gylfasyni prófessor, sem þú stefndir fyrir meiðyrði. Þú sagðist ekki eiga annars kost því þar væri verið að saka þig um refsiverða háttsemi. Þú sakar dómara um að ganga í berhögg við lög, má gera ráð fyrir því að þagnarmúrinn bresti með hugsanlegri stefnu þeirra á hendur þér? „Það held ég varla enda varla nokkur grundvöllur fyrir slíku. Vilji einhver reyna er hann velkominn,“ segir Jón Steinar og það fer ekkert á milli mála að hann myndi fagna slíkum viðbrögðum.“ Nú liggur sem sagt fyrir að Jón Steinar þarf ekki lengur að láta skort á viðbrögðum fara í taugarnar á sér. Tengdar fréttir Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37 Hæstaréttardómari höfðar meiðyrðamál gegn Jóni Steinari Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað dómsmál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni vegna ummæla sem birtust í nýlegu riti hans um Hæstarétt. 9. nóvember 2017 19:08 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað mál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni lögmanni og fyrrum hæstaréttardómara og krefst þess að fimm ummæli í nýrri bók hans, „Með lognið í fangið – um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ verði dæmd dauð og ómerk. Miskabótakrafa sem fram er sett hljóðar upp á tvær milljónir auk vaxta en að sögn lögmanns Benedikts, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, þá mun það fé renna til góðgerðarmála, það er vinni Benedikt málið. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda samkvæmt síðar framlögðu málskostnaðaryfirliti. Vísir greindi frá þessari stefnu í gærkvöldi en hún verður lögð fram á miðvikudaginn 15. þessa mánaðar í Héraðsdómi Reykjaness.Ummælin sem Benedikt vill dauð og ómerkUm er að ræða eftirfarandi ummæli sem Benedikt vill að verð dæmd dauð og ómerk: 1. Dómsmorð (bls. 61) 2. Dómsmorð (bls. 63). 3. Ég hika ekki við að segja að á Baldri hafi við meðferð Hæstaréttar verið framið það sem kallað hefur verið dómsmorð (bls. 63). 4. Þessi skilgreining á vel við málið gegn Baldri. Felldur var dómur, sem dómararnir vissu, eða að minnsta kosti hlutu að vita, að ekki stóðst hlutlausa lagaframkvæmd (bls. 63). 5. Þar voru færð rök að því að meirihluti réttarins hefði fellt dóm yfir ákærða sem að mínum dómi félli undir hugtakið dómsmorð eins og það hefur verið skýrt (bls. 114).Loksins viðbrögðTitill bókar Jóns Steinars, Með lognið í fangið, er táknrænn og vísar til þess að höfundi blöskrar sú þögn sem ríkt hefur um harða gagnrýni þá er hann hefur sett fram á dómara við Hæstarétt. Vísir ræddi við Jón Steinar um bókina og birti viðtal þar um. Þar segir meðal annars: „Þetta eru alvarlegar ásakanir sem þú setur fram á hendur nafngreindum dómurum. Þú kemur inná málarekstur þinn á hendur Þorvaldi Gylfasyni prófessor, sem þú stefndir fyrir meiðyrði. Þú sagðist ekki eiga annars kost því þar væri verið að saka þig um refsiverða háttsemi. Þú sakar dómara um að ganga í berhögg við lög, má gera ráð fyrir því að þagnarmúrinn bresti með hugsanlegri stefnu þeirra á hendur þér? „Það held ég varla enda varla nokkur grundvöllur fyrir slíku. Vilji einhver reyna er hann velkominn,“ segir Jón Steinar og það fer ekkert á milli mála að hann myndi fagna slíkum viðbrögðum.“ Nú liggur sem sagt fyrir að Jón Steinar þarf ekki lengur að láta skort á viðbrögðum fara í taugarnar á sér.
Tengdar fréttir Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37 Hæstaréttardómari höfðar meiðyrðamál gegn Jóni Steinari Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað dómsmál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni vegna ummæla sem birtust í nýlegu riti hans um Hæstarétt. 9. nóvember 2017 19:08 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37
Hæstaréttardómari höfðar meiðyrðamál gegn Jóni Steinari Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað dómsmál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni vegna ummæla sem birtust í nýlegu riti hans um Hæstarétt. 9. nóvember 2017 19:08
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent