Hæstaréttardómari höfðar meiðyrðamál gegn Jóni Steinari Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 9. nóvember 2017 19:08 Benedikt Bogason hæstaréttardómari. Vísir/Valli Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað dómsmál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni vegna ummæla sem birtust í nýlegu riti hans um Hæstarétt, Með lognið í fangið – Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun. Jón Steinar er fyrrverandi dómari í Hæstarétti en í riti sínu setur hann fram alvarlegar ásakanir á hendur nafngreindra dómara. Í ítarlegu viðtali við Vísi í tilefni af útgáfu bókarinnar kvaðst Jón Steinar ekki telja tilefni til málshöfðana vegna ærumeiðandi ummæla, „en komi hver sem koma vill," bætti hann þó við. Ásakaður um dómsmorð Í tilkynningu frá lögmanni Benedikts, Vilhjálmi Vilhjálmssyni, segir að í ritinu ásaki Jón Steinar Benedikt og aðra dómara sem sátu í meirihluta Hæstaréttar í máli nr. 279/2011 um að hafa framið dómsmorð á ákærða í málinu. Þá segir að í ritinu sé byggt á eftirfarandi skilgreiningu á hugtakinu dómsmorð: „Dómsmorð er ... dráp af ásettu ráði, þar sem réttarfarið verður að morðtólinu. Hér er því um ,,intentional (ásetnings-) miscarriage of justice” að ræða. Með orðinu dómsmorð er einnig átt við hitt, þegar verknaðurinn leiðir eigi til dauða fórnarlambsins, heldur óverðskuldaðrar refsingar, eins og t.d. í Dreyfusar-málinu; og hægt er að fremja það, þar sem lögmál þau, er gilda um vandaðan málsrekstur, eru brotin, svo sem með þarf, til þess að komast megi að rangri niðurstöðu.” (bls. 63 í riti Jóns Steinars). Dómsmálið sem um ræðir var höfðað gegn Baldri Guðlaugssyni og sneri að innherjasvikum um hlutabréfaviðskipti í Landsbankanum. Baldur var sakfelldur fyrir téð brot og dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar. Benedikt Bogason var settur dómari í málinu. Auk Benedikts skipuðu dóminn þau Viðar Már Matthíasson, Garðar Gíslason, Greta Baldursdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson, sem skilaði sératkvæði í málinu en hann taldi að sýkna ætti Baldur. Í umfjöllun Jóns Steinars um málið í riti sínu viðrar hann efasemdir sínar um að hlutleysi hafi verið gætt við úrlausn málsins og segir að ofangreind skilgreining á dómsmorði falli vel að því. Í tilkynningunni segir jafnframt að þess sé krafist að fimm ummæli í ritinu verði dæmd dauð og ómerk. Stefna í málinu hefur verið birt. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness miðvikudaginn 15. nóvember 2017. Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Sjá meira
Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað dómsmál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni vegna ummæla sem birtust í nýlegu riti hans um Hæstarétt, Með lognið í fangið – Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun. Jón Steinar er fyrrverandi dómari í Hæstarétti en í riti sínu setur hann fram alvarlegar ásakanir á hendur nafngreindra dómara. Í ítarlegu viðtali við Vísi í tilefni af útgáfu bókarinnar kvaðst Jón Steinar ekki telja tilefni til málshöfðana vegna ærumeiðandi ummæla, „en komi hver sem koma vill," bætti hann þó við. Ásakaður um dómsmorð Í tilkynningu frá lögmanni Benedikts, Vilhjálmi Vilhjálmssyni, segir að í ritinu ásaki Jón Steinar Benedikt og aðra dómara sem sátu í meirihluta Hæstaréttar í máli nr. 279/2011 um að hafa framið dómsmorð á ákærða í málinu. Þá segir að í ritinu sé byggt á eftirfarandi skilgreiningu á hugtakinu dómsmorð: „Dómsmorð er ... dráp af ásettu ráði, þar sem réttarfarið verður að morðtólinu. Hér er því um ,,intentional (ásetnings-) miscarriage of justice” að ræða. Með orðinu dómsmorð er einnig átt við hitt, þegar verknaðurinn leiðir eigi til dauða fórnarlambsins, heldur óverðskuldaðrar refsingar, eins og t.d. í Dreyfusar-málinu; og hægt er að fremja það, þar sem lögmál þau, er gilda um vandaðan málsrekstur, eru brotin, svo sem með þarf, til þess að komast megi að rangri niðurstöðu.” (bls. 63 í riti Jóns Steinars). Dómsmálið sem um ræðir var höfðað gegn Baldri Guðlaugssyni og sneri að innherjasvikum um hlutabréfaviðskipti í Landsbankanum. Baldur var sakfelldur fyrir téð brot og dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar. Benedikt Bogason var settur dómari í málinu. Auk Benedikts skipuðu dóminn þau Viðar Már Matthíasson, Garðar Gíslason, Greta Baldursdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson, sem skilaði sératkvæði í málinu en hann taldi að sýkna ætti Baldur. Í umfjöllun Jóns Steinars um málið í riti sínu viðrar hann efasemdir sínar um að hlutleysi hafi verið gætt við úrlausn málsins og segir að ofangreind skilgreining á dómsmorði falli vel að því. Í tilkynningunni segir jafnframt að þess sé krafist að fimm ummæli í ritinu verði dæmd dauð og ómerk. Stefna í málinu hefur verið birt. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness miðvikudaginn 15. nóvember 2017.
Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Sjá meira