Kevin Durant var stigahæstur í jöfnu liði Golden State með 21 stig. Hann tók einnig sjö fráköst og gaf átta stoðsendingar.
Cleveland Cavaliers er aðeins að rétta úr kútnum en í nótt gerði liðið góða ferð til New York og vann þriggja stiga sigur á Knicks, 101-104.
LeBron James var að venju atkvæðamestur í liði Cleveland. Hann skoraði 23 stig, tók níu fráköst og gaf 12 stoðsendingar. Kyle Korver kom með 21 stig af bekknum, þar af 19 í 4. leikhluta.
Það gengur hvorki né rekur hjá Los Angeles Clippers en liðið hefur tapað sex leikjum í röð. Í nótt laut Clippers í lægra haldi fyrir Philadelphia 76ers, 105-109, á heimavelli.
Joel Embiid átti frábæran leik fyrir Philadelphia; skoraði 32 stig og tók 16 fráköst. Ray Covington kom næstur með 31 stig.
Úrslitin í nótt:
Golden State 110-100 Orlando
NY Knicks 101-104 Cleveland
LA Clippers 105-109 Philadelphia
Washington 110-92 Sacramento
Milwaukee 110-103 Memphis
New Orleans 106-105 Atlanta
Phoenix 93-100 LA Lakers
Utah 98-109 Minnesota
Portland 99-82 Denver