Reiði, gleði og blendnar tilfinningar Ágúst Már Garðarsson skrifar 14. nóvember 2017 11:59 Ég fór í pólitík til að hafa áhrif á samfélagið okkar, ég er nýkominn frá kosningabaráttu og kosningum þarsem að flokki mínum var snyrtilega hafnað af kjósendum. Kannski gerir þetta mig marktækan eða kannski gerir þetta mig ómarktækann um málefnið pólitík, mér er eiginlega alveg sama. En það sem þetta gerir er að þetta gefur mér frelsi, munað þess sem stendur fyrir utan og horfir yfir sviðið og getur gagnrýnt og fundið að öllu. Ég reyni samt að hemja mig því að það er frekar lítið gefandi hlutskipti að verða bitur næstum því stjórnmálamaður. Að því sögðu verð ég að tjá mig um núverandi stjórnarmyndunarviðræður aðeins, og kannski verða einhverjir mér reiðir og aðrir afskrifa mig sem fábjána. Það verður þá bara svo að vera. Ég trúði því að Ríkisstjórnarmynstrið sem er núna að birtast okkur hefði átt að koma til í fyrra miðað við niðurstöður kosninga, ég trúi því að það sé ágætt að fyrst það er vilji fólks að hér fái að setjast íhaldssöm ríkisstjórn frá vinstri til hægri um miðjuás Framsóknarflokksins. Ekki svo að segja að þetta sé draumaríkisstjórnin mín, þvert á móti hefði draumaríkisstjórnin mín verið meirihlutastjórn Pírata,Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar þar sem að frjálslynd gildi hefðu fengið að ráða og komið hefði fólk að stjórn landsins sem þorir í kerfisbreytingar og samtal við þjóðina um framtíðargildi í jafnréttismálum og umhverfismálum. Þetta er auðvitað eins langt frá niðurstöðum kosninga og hægt er að vera svo frjálslyndi og manneskjulega stjórnmál verða að bíða betri tíma. Svo ekki sé minnst á endurheimt votlendis og önnur mikilvæg mál einsog Miðhálendisþjóðgarð. Ég er einfaldlega bara svo barnalegur að skilja ekki að þessir þrír nýju frjálslyndu flokkar séu ekki með hreinan meirihluta. En sú stjórn sem nú er í burðarliðnum verður eflaust ekkert alslæm og ég skil ekki reiðina sem vaknar meðal margra kjósenda Vinstri Grænna, eru þeir í alvöru svona hissa? Ef þeir eru það þá er það fyrst og fremst þeirra vandamál. Því að það er ljóst að Íhaldsflokkarnir þrír sem nú mynda stjórn passa bara mjög vel saman og standa vörð um gömul gildi í íslenskum stjórnmálum sem fyrst og fremst byggja á völdum og mislélegum hugmyndum um framtíð þjóðarinnar í einangrun og einokunarstefnu. Reiði Samfylkingarfólks ber svo bara að skoða sem eðlilega tækifærismennsku í stjórnarandstöðu og atkvæðaveiðar. Við Í Bjartri Framtíð höfum nýverið fundið það á eigin skinni að vera refsað fyrir samstarf við Sjálfsstæðisflokkinn, en er þetta orðið eðlilegt að meginstefna margra flokka og stórs hluta kjósenda sé hatur á Sjálfsstæðisflokknum? Mér finnst það ekki þó að vissulega þekki ég alveg kosti og galla Sjálfstæðisflokksins. Þá hef ég átt fínt samstarf og samskipti við marga þar inni og trúi því að þar sé algerlega fólk sem vill vel, þó að það hafi örlítið aðra skoðun á því hvernig beri að komast þangað. En nú er ég farinn að gera það sama og ég gagnrýni aðra fyrir að gera svo ég er með ráð til mín og ykkar allra, öndum ofan í maga og leyfum þessu fólki að fá smá vinnufrið. Vissulega munu þau ekki gera neitt stórkostlegt til að breyta hlutunum, til þess eru þeir of íhaldssamir og rótgrónir. Það verða grafin göng og reist kísilver, skattar verða einhvern veginn hækkaðir og lífið mun hafa sinn vanagang hér á eyjunni okkar fallegu. En Ísland verður áfram byggilegt land þar sem gott er að lifa og öruggt að eiga börn. Og ég óska komandi ríkisstjórn all hins besta. Enda væri annað heimskulegt því að hagsmunir mín og þessarar ríkisstjórnar fara algerlega saman. En vonandi með ró á þessu tímabili og smá kyrrstöðu munu frjálslynd öfl dafna í skugganum og koma sterk inn í kosningar 2021 og koma hér á breytingum sem samfélagið á skilið.Höfundur er matreiðslumaður Marel, fyrrverandi varaborgarfulltrúi og var frambjóðandi Bjartrar framtíðar í 4. sæti í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég fór í pólitík til að hafa áhrif á samfélagið okkar, ég er nýkominn frá kosningabaráttu og kosningum þarsem að flokki mínum var snyrtilega hafnað af kjósendum. Kannski gerir þetta mig marktækan eða kannski gerir þetta mig ómarktækann um málefnið pólitík, mér er eiginlega alveg sama. En það sem þetta gerir er að þetta gefur mér frelsi, munað þess sem stendur fyrir utan og horfir yfir sviðið og getur gagnrýnt og fundið að öllu. Ég reyni samt að hemja mig því að það er frekar lítið gefandi hlutskipti að verða bitur næstum því stjórnmálamaður. Að því sögðu verð ég að tjá mig um núverandi stjórnarmyndunarviðræður aðeins, og kannski verða einhverjir mér reiðir og aðrir afskrifa mig sem fábjána. Það verður þá bara svo að vera. Ég trúði því að Ríkisstjórnarmynstrið sem er núna að birtast okkur hefði átt að koma til í fyrra miðað við niðurstöður kosninga, ég trúi því að það sé ágætt að fyrst það er vilji fólks að hér fái að setjast íhaldssöm ríkisstjórn frá vinstri til hægri um miðjuás Framsóknarflokksins. Ekki svo að segja að þetta sé draumaríkisstjórnin mín, þvert á móti hefði draumaríkisstjórnin mín verið meirihlutastjórn Pírata,Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar þar sem að frjálslynd gildi hefðu fengið að ráða og komið hefði fólk að stjórn landsins sem þorir í kerfisbreytingar og samtal við þjóðina um framtíðargildi í jafnréttismálum og umhverfismálum. Þetta er auðvitað eins langt frá niðurstöðum kosninga og hægt er að vera svo frjálslyndi og manneskjulega stjórnmál verða að bíða betri tíma. Svo ekki sé minnst á endurheimt votlendis og önnur mikilvæg mál einsog Miðhálendisþjóðgarð. Ég er einfaldlega bara svo barnalegur að skilja ekki að þessir þrír nýju frjálslyndu flokkar séu ekki með hreinan meirihluta. En sú stjórn sem nú er í burðarliðnum verður eflaust ekkert alslæm og ég skil ekki reiðina sem vaknar meðal margra kjósenda Vinstri Grænna, eru þeir í alvöru svona hissa? Ef þeir eru það þá er það fyrst og fremst þeirra vandamál. Því að það er ljóst að Íhaldsflokkarnir þrír sem nú mynda stjórn passa bara mjög vel saman og standa vörð um gömul gildi í íslenskum stjórnmálum sem fyrst og fremst byggja á völdum og mislélegum hugmyndum um framtíð þjóðarinnar í einangrun og einokunarstefnu. Reiði Samfylkingarfólks ber svo bara að skoða sem eðlilega tækifærismennsku í stjórnarandstöðu og atkvæðaveiðar. Við Í Bjartri Framtíð höfum nýverið fundið það á eigin skinni að vera refsað fyrir samstarf við Sjálfsstæðisflokkinn, en er þetta orðið eðlilegt að meginstefna margra flokka og stórs hluta kjósenda sé hatur á Sjálfsstæðisflokknum? Mér finnst það ekki þó að vissulega þekki ég alveg kosti og galla Sjálfstæðisflokksins. Þá hef ég átt fínt samstarf og samskipti við marga þar inni og trúi því að þar sé algerlega fólk sem vill vel, þó að það hafi örlítið aðra skoðun á því hvernig beri að komast þangað. En nú er ég farinn að gera það sama og ég gagnrýni aðra fyrir að gera svo ég er með ráð til mín og ykkar allra, öndum ofan í maga og leyfum þessu fólki að fá smá vinnufrið. Vissulega munu þau ekki gera neitt stórkostlegt til að breyta hlutunum, til þess eru þeir of íhaldssamir og rótgrónir. Það verða grafin göng og reist kísilver, skattar verða einhvern veginn hækkaðir og lífið mun hafa sinn vanagang hér á eyjunni okkar fallegu. En Ísland verður áfram byggilegt land þar sem gott er að lifa og öruggt að eiga börn. Og ég óska komandi ríkisstjórn all hins besta. Enda væri annað heimskulegt því að hagsmunir mín og þessarar ríkisstjórnar fara algerlega saman. En vonandi með ró á þessu tímabili og smá kyrrstöðu munu frjálslynd öfl dafna í skugganum og koma sterk inn í kosningar 2021 og koma hér á breytingum sem samfélagið á skilið.Höfundur er matreiðslumaður Marel, fyrrverandi varaborgarfulltrúi og var frambjóðandi Bjartrar framtíðar í 4. sæti í Reykjavík norður.
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar