1549 einstaklingar hafa látist í umferðarslysum hér á landi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. nóvember 2017 14:45 Á morgun er alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa. Vísir Á morgun er alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa. Fyrsta banaslysið í umferð á Íslandi varð þann 28. ágúst árið 1915. Í dag hafa alls 1549 einstaklingar látist í umferðinni hér á landi. Samgöngustofa og Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið standa fyrir athöfn á morgun í tilefni af minningardeginum, að viðstöddum Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands og Jóni Gunnarsyni ráðherra sveitastjórnar- og samgöngumála, við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík. Auk þess verður fjöldi viðbragðsaðila og starfsfólks Bráðamóttöku Landspítalans viðstödd athöfnina sem hefst klukkan 11. „Þessi dagur er ekki hvað síst til að virkja vitund vegfarenda fyrir þeirri ábyrgð sem þeir bera. Dagurinn er ekki aðeins tileinkaður minningu látinna í umferðinni heldur hefur skapast sú venja hér á landi að heiðra þær starfsstéttir sem sinna björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verður. Eru þessum starfsstéttum færðar þakkir fyrir mikilvægt og óeigingjarnt starf þeirra. Gert er ráð fyrir að ein af þyrlum Landhelgisgæslunnar lendi á þyrlupalli bráðamóttökunnar rétt fyrir athöfnina og verður ökutækjum viðbragðsaðila stillt upp við þyrluna. Má þar nefna lögreglubíla og -bifhjól, sjúkrabíla, slökkviliðsbíla, björgunarsveitarbíla og fleiri,“ segir í tilkynningu um viðburðinn. Kynningarspjald viðburðarins var opinberað þann 1. nóvember 2017 en þar kemur fram að 1545 hafi látist í umferðinni. Á þessum átján dögum síðan hafa fjórir látist í viðbót í umferðinni.Einnar mínútu þögn verður á minningarathöfninni klukkan 11:15. Aðstandendur og aðrir sem minnast vilja þeirra sem hafa látist í umferðarslysum eru velkomnir á minningarstundina. Viðstöddum verður í framhaldinu boðin hressing í bílageymslu bráðamóttökunnar. Þeir sem eiga ekki heimangengt eru hvattir til að sýna viðeigandi hluttekningu þennan dag, hvar sem þeir eru staddir. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Á morgun er alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa. Fyrsta banaslysið í umferð á Íslandi varð þann 28. ágúst árið 1915. Í dag hafa alls 1549 einstaklingar látist í umferðinni hér á landi. Samgöngustofa og Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið standa fyrir athöfn á morgun í tilefni af minningardeginum, að viðstöddum Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands og Jóni Gunnarsyni ráðherra sveitastjórnar- og samgöngumála, við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík. Auk þess verður fjöldi viðbragðsaðila og starfsfólks Bráðamóttöku Landspítalans viðstödd athöfnina sem hefst klukkan 11. „Þessi dagur er ekki hvað síst til að virkja vitund vegfarenda fyrir þeirri ábyrgð sem þeir bera. Dagurinn er ekki aðeins tileinkaður minningu látinna í umferðinni heldur hefur skapast sú venja hér á landi að heiðra þær starfsstéttir sem sinna björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verður. Eru þessum starfsstéttum færðar þakkir fyrir mikilvægt og óeigingjarnt starf þeirra. Gert er ráð fyrir að ein af þyrlum Landhelgisgæslunnar lendi á þyrlupalli bráðamóttökunnar rétt fyrir athöfnina og verður ökutækjum viðbragðsaðila stillt upp við þyrluna. Má þar nefna lögreglubíla og -bifhjól, sjúkrabíla, slökkviliðsbíla, björgunarsveitarbíla og fleiri,“ segir í tilkynningu um viðburðinn. Kynningarspjald viðburðarins var opinberað þann 1. nóvember 2017 en þar kemur fram að 1545 hafi látist í umferðinni. Á þessum átján dögum síðan hafa fjórir látist í viðbót í umferðinni.Einnar mínútu þögn verður á minningarathöfninni klukkan 11:15. Aðstandendur og aðrir sem minnast vilja þeirra sem hafa látist í umferðarslysum eru velkomnir á minningarstundina. Viðstöddum verður í framhaldinu boðin hressing í bílageymslu bráðamóttökunnar. Þeir sem eiga ekki heimangengt eru hvattir til að sýna viðeigandi hluttekningu þennan dag, hvar sem þeir eru staddir.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira