Félagsstofnun stúdenta tekur í notkun fjölnota matarbox til að sporna gegn matarsóun og neikvæðum umhverfisáhrifum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. nóvember 2017 11:53 20.000 einnota matarbox og 78 þúsund einnota drykkjarglös voru keypt fyrir veitingasölu HÁMU í Háskóla Íslands á síðasta ári. Vísir/Valgarður) Félagsstofnun stúdenta (FS) tekur í notkun fjölnota matarbox á veitingastofum sínum, Hámu í Háskóla Íslands. Um 4.600 skammtar af heitum mat eru seldir í Hámu í hverjum mánuði og eru fjölnota matarboxin liður í að sporna gegn neikvæðum umhverfisáhrifum einnota umbúða og matarsóunar.Feta í fótspor Landspítalans Samkvæmt tilkynningu frá FS voru 20.000 einnota matarbox og 78 þúsund einnota drykkjarglös keypt fyrir veitingasölur Hámu árið 2016. Því var ákveðið að sporna gegn notkun einnota drykkjarmála og 5.000 fjölnota plastglös keypt fyrir Hámu. Nú er næsta skref að hefja sölu á umhverfisvænum fjölnota matarboxum sem seld verða á kostnaðarverði. Með þessum aðgerðum er vonast til að verði hægt að draga úr notkun einnota umbúða og einnig matarsóun þar sem nemendur taki frekar afgang með sér heim sem annars hefði farið í ruslið. Kemur fram í tilkynningunni að matarboxin séu vottuð samkvæmt reglugerð frá Evrópusambandinu, umhverfisvæn og algjörlega án Bisfenól A (BPA) efnasambanda. Með þessu fetar FS í fótspor Landspítalans sem hefur boðið upp á álíka matarbox í matsölum sínum með góðum árangriStefna á að skipta út einnota borðbúnaði „Félagsstofnun stúdenta hefur starfað með Háskóla Íslands í verkefnum er varða samfélagsábyrgð og umhverfisvernd. Flokkun á úrgangi hefur meðal annars verið innleidd á vegum háskólans og nú stígum við skrefinu lengra með því að sporna gegn notkun einnota umbúða eins og kostur er. Á háskólasvæðinu starfa og nema að jafnaði um 15.000 þúsund manns á hverjum degi og því mikilvægt að við séum lausnamiðuð í því að bæta umhverfi okkar.“ segir Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta. Þorbjörg Sandra Bakke, verkefnastjóri sjálfbærni- og umhverfismála í Háskóla Íslands, telur verkefnið mikilvægt skref í átt að því að lágmarka slæm umhverfisáhrif af starfsemi skólans: „Innleiðing fjölnota matarboxa hjá Hámu styður mjög vel við umhverfismarkmið Háskólans sem miða að því að koma í veg fyrir óþarfa sóun, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og takmarka myndun úrgangs. Við erum því mjög ánægð með þessa nýbreytni og vonumst til að smám saman verði hægt að skipta nær öllum einnota borðbúnaði sem notaður er innan Háskólans út fyrir fjölnota búnað.“ Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Kynna einn frambjóðenda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Sjá meira
Félagsstofnun stúdenta (FS) tekur í notkun fjölnota matarbox á veitingastofum sínum, Hámu í Háskóla Íslands. Um 4.600 skammtar af heitum mat eru seldir í Hámu í hverjum mánuði og eru fjölnota matarboxin liður í að sporna gegn neikvæðum umhverfisáhrifum einnota umbúða og matarsóunar.Feta í fótspor Landspítalans Samkvæmt tilkynningu frá FS voru 20.000 einnota matarbox og 78 þúsund einnota drykkjarglös keypt fyrir veitingasölur Hámu árið 2016. Því var ákveðið að sporna gegn notkun einnota drykkjarmála og 5.000 fjölnota plastglös keypt fyrir Hámu. Nú er næsta skref að hefja sölu á umhverfisvænum fjölnota matarboxum sem seld verða á kostnaðarverði. Með þessum aðgerðum er vonast til að verði hægt að draga úr notkun einnota umbúða og einnig matarsóun þar sem nemendur taki frekar afgang með sér heim sem annars hefði farið í ruslið. Kemur fram í tilkynningunni að matarboxin séu vottuð samkvæmt reglugerð frá Evrópusambandinu, umhverfisvæn og algjörlega án Bisfenól A (BPA) efnasambanda. Með þessu fetar FS í fótspor Landspítalans sem hefur boðið upp á álíka matarbox í matsölum sínum með góðum árangriStefna á að skipta út einnota borðbúnaði „Félagsstofnun stúdenta hefur starfað með Háskóla Íslands í verkefnum er varða samfélagsábyrgð og umhverfisvernd. Flokkun á úrgangi hefur meðal annars verið innleidd á vegum háskólans og nú stígum við skrefinu lengra með því að sporna gegn notkun einnota umbúða eins og kostur er. Á háskólasvæðinu starfa og nema að jafnaði um 15.000 þúsund manns á hverjum degi og því mikilvægt að við séum lausnamiðuð í því að bæta umhverfi okkar.“ segir Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta. Þorbjörg Sandra Bakke, verkefnastjóri sjálfbærni- og umhverfismála í Háskóla Íslands, telur verkefnið mikilvægt skref í átt að því að lágmarka slæm umhverfisáhrif af starfsemi skólans: „Innleiðing fjölnota matarboxa hjá Hámu styður mjög vel við umhverfismarkmið Háskólans sem miða að því að koma í veg fyrir óþarfa sóun, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og takmarka myndun úrgangs. Við erum því mjög ánægð með þessa nýbreytni og vonumst til að smám saman verði hægt að skipta nær öllum einnota borðbúnaði sem notaður er innan Háskólans út fyrir fjölnota búnað.“
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Kynna einn frambjóðenda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Sjá meira