Zúistum fækkar í stríðinu um sálirnar og gjöldin Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. nóvember 2017 07:00 "Meðlimum er einnig boðið að láta sóknargjöldin renna til góðgerðarmála,“ segir Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism. Forstöðumaður trúfélagsins Zuism hvetur fólk til að skrá sig í félagið og lofar að endurgreiðslur sóknargjalda til meðlima hefjist eftir miðjan nóvember. Á sama tíma hvetja þeir sem áður skipuðu svokallað öldungaráð zúista alla til að yfirgefa félagið. „Við undirrituð hörmum innilega þá stöðu sem nú er uppi í trúfélaginu Zuism og hvetjum alla meðlimi til að skrá sig úr félaginu í síðasta lagi fyrir 1. desember,“ segir í yfirlýsingu sexmenninganna. Er þar vísað til þess að ef meðlimir skrái sig ekki úr Zuism fyrir 1. desember renna sóknargjöld í þeirra nafni úr ríkissjóði í tólf mánuði til viðbótar. „Við drógum fólk inn í þetta og getum ekki borið ábyrgð á því að fólk fái nokkurn tíma greitt eða að upphafleg markmið okkar gangi eftir,“ segir Snæbjörn Guðmundsson, einna hinna sex fyrrverandi öldungaráðsmeðlima. Hálftíma eftir að öldungaráðsmennirnir sendu yfirlýsinguna frá sér í gær barst yfirlýsing frá Ágústi Arnari Ágústssyni sem fyrir tæpum mánuði fékk viðurkenningu sýslumanns á því að vera forstöðumaður félags zúista. Sagði Ágúst umsóknarfrest um endurgreiðslur sóknargjalda vera til 15. nóvember og að stefnt væri að því að greiða tveimur dögum síðar. ,,Eftir langa bið og mikla baráttu er loksins komið að því að zúistar geti fengið endurgreiðslu,“ segir í yfirlýsingu Ágústs. „Zuism er eina trúfélag landsins sem leyfir sóknarbörnum að ráðstafa sínum sóknargjöldum. Við hvetjum fólk til að skrá sig í félagið fyrir 1. desember því stefnt er að því að endurgreiðslur muni halda áfram á næsta ári." Öldungaráðið fyrrverandi undirstrikar að það beri enga ábyrgð lengur á félaginu. Um leið virðist ráðið telja forstöðumanninn vera að skreyta sig með stolnum fjöðrum. „Við frábiðjum okkur einnig tilraunir núverandi forráðamanna félagsins til að eigna sér upphafleg markmið okkar með gjörningnum,“ segir í yfirlýsingunni. Sjálfur segist Snæbjörn aðspurður hafa skráð sig úr félaginu í vikunni. „Nei," svarar hann og hlær aðspurður hvort hann hyggist senda inn umsókn um endurgreiðslu. Hvatning öldungráðsins virðist hafa haft sín áhrif. Á þriðja tímanum í gær höfðu 62 skráð sig úr Zuism þann daginn og alls 357 frá því í byrjun október. Samkvæmt þjóðskrá eru nú 2.303 í félaginu. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira
Forstöðumaður trúfélagsins Zuism hvetur fólk til að skrá sig í félagið og lofar að endurgreiðslur sóknargjalda til meðlima hefjist eftir miðjan nóvember. Á sama tíma hvetja þeir sem áður skipuðu svokallað öldungaráð zúista alla til að yfirgefa félagið. „Við undirrituð hörmum innilega þá stöðu sem nú er uppi í trúfélaginu Zuism og hvetjum alla meðlimi til að skrá sig úr félaginu í síðasta lagi fyrir 1. desember,“ segir í yfirlýsingu sexmenninganna. Er þar vísað til þess að ef meðlimir skrái sig ekki úr Zuism fyrir 1. desember renna sóknargjöld í þeirra nafni úr ríkissjóði í tólf mánuði til viðbótar. „Við drógum fólk inn í þetta og getum ekki borið ábyrgð á því að fólk fái nokkurn tíma greitt eða að upphafleg markmið okkar gangi eftir,“ segir Snæbjörn Guðmundsson, einna hinna sex fyrrverandi öldungaráðsmeðlima. Hálftíma eftir að öldungaráðsmennirnir sendu yfirlýsinguna frá sér í gær barst yfirlýsing frá Ágústi Arnari Ágústssyni sem fyrir tæpum mánuði fékk viðurkenningu sýslumanns á því að vera forstöðumaður félags zúista. Sagði Ágúst umsóknarfrest um endurgreiðslur sóknargjalda vera til 15. nóvember og að stefnt væri að því að greiða tveimur dögum síðar. ,,Eftir langa bið og mikla baráttu er loksins komið að því að zúistar geti fengið endurgreiðslu,“ segir í yfirlýsingu Ágústs. „Zuism er eina trúfélag landsins sem leyfir sóknarbörnum að ráðstafa sínum sóknargjöldum. Við hvetjum fólk til að skrá sig í félagið fyrir 1. desember því stefnt er að því að endurgreiðslur muni halda áfram á næsta ári." Öldungaráðið fyrrverandi undirstrikar að það beri enga ábyrgð lengur á félaginu. Um leið virðist ráðið telja forstöðumanninn vera að skreyta sig með stolnum fjöðrum. „Við frábiðjum okkur einnig tilraunir núverandi forráðamanna félagsins til að eigna sér upphafleg markmið okkar með gjörningnum,“ segir í yfirlýsingunni. Sjálfur segist Snæbjörn aðspurður hafa skráð sig úr félaginu í vikunni. „Nei," svarar hann og hlær aðspurður hvort hann hyggist senda inn umsókn um endurgreiðslu. Hvatning öldungráðsins virðist hafa haft sín áhrif. Á þriðja tímanum í gær höfðu 62 skráð sig úr Zuism þann daginn og alls 357 frá því í byrjun október. Samkvæmt þjóðskrá eru nú 2.303 í félaginu.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira