Trump heitir því að verja frelsið við upphaf Asíureisu Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2017 10:03 Trump ávarpaði bandaríska og japanska hermenn í herstöð í Japan. Vísir/AFP Bandaríkin munu ekki leyfa „einræðisherrum“ að grafa undan staðfestu sinni. Þetta sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti við bandaríska og japanska hermenn í Japan við upphaf tæplega tveggja vikna ferðalags um Asíu. Hét hann því að verja frelsið. Orð Trump vísuðu til Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, en undir stjórn hans hafa Norður-Kóreumenn gert ítrekaðar tilraunir með kjarnorkuvopn og eldflaugar. Trump hefur hótað því að gereyða landinu ógni það Bandaríkjunum eða bandalagsríkjum þeirra. Bandaríkjaforseti hóf tólf daga ferðalag sitt í Japan í dag. Hann byrjaði á að hitta hundruð hermanna í Yokota-herstöðinni vestur af Tókýó og sagði þeim að ekki hefði farið vel fyrir ríkjum sem hefðu ögrað Bandaríkjunum. „Enginn einræðisherra, engin stjórnvöld, engin þjóð ætti nokkru sinni að vanmeta staðfestu Bandaríkjanna. Stöku sinnum, í fortíðinni, hafa þau vanmetið okkur. Það var ekki mjög ánægjulegt fyrir þau, var það?“ sagði Trump við hermennina.Trump lék golf með Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, og atvinnukylfingnum Hideki Matsuyama.Vísir/AFPBýst við því að funda með PútínReuters-fréttastofan segir að Trump ætli að leggja áherslu á við bandalagsríkin í Asíu að tíminn til að eiga við Norður-Kóreu sé að renna út. „Við munum aldrei gefa eftir, aldrei láta undan og aldrei bregðast í að verja frelsi okkar,“ sagði Bandaríkjaforseti við hermennina. Til stendur að Trump hitti Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í ferðinni. Opinber rannsókn stendur yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. „Ég held að það það sé búist við því að við hittum Pútín, já. Við viljum hjálp Pútín með Norður-Kóreu og við munum hitta marga leiðtoga,“ sagði Trump við blaðamenn í forsetaflugvélinni á leiðinni til Japans, að sögn Politico. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Lengsta Asíuför Bandaríkjaforseta í aldarfjórðung Japan, Suður-Kórea, Kína, Víetnam og Filippeyjar eru áfangastaðir Donalds Trump næstu tólf dagana. 4. nóvember 2017 10:25 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Hvítur reykur og beðið eftir nýjum páfa Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Sjá meira
Bandaríkin munu ekki leyfa „einræðisherrum“ að grafa undan staðfestu sinni. Þetta sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti við bandaríska og japanska hermenn í Japan við upphaf tæplega tveggja vikna ferðalags um Asíu. Hét hann því að verja frelsið. Orð Trump vísuðu til Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, en undir stjórn hans hafa Norður-Kóreumenn gert ítrekaðar tilraunir með kjarnorkuvopn og eldflaugar. Trump hefur hótað því að gereyða landinu ógni það Bandaríkjunum eða bandalagsríkjum þeirra. Bandaríkjaforseti hóf tólf daga ferðalag sitt í Japan í dag. Hann byrjaði á að hitta hundruð hermanna í Yokota-herstöðinni vestur af Tókýó og sagði þeim að ekki hefði farið vel fyrir ríkjum sem hefðu ögrað Bandaríkjunum. „Enginn einræðisherra, engin stjórnvöld, engin þjóð ætti nokkru sinni að vanmeta staðfestu Bandaríkjanna. Stöku sinnum, í fortíðinni, hafa þau vanmetið okkur. Það var ekki mjög ánægjulegt fyrir þau, var það?“ sagði Trump við hermennina.Trump lék golf með Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, og atvinnukylfingnum Hideki Matsuyama.Vísir/AFPBýst við því að funda með PútínReuters-fréttastofan segir að Trump ætli að leggja áherslu á við bandalagsríkin í Asíu að tíminn til að eiga við Norður-Kóreu sé að renna út. „Við munum aldrei gefa eftir, aldrei láta undan og aldrei bregðast í að verja frelsi okkar,“ sagði Bandaríkjaforseti við hermennina. Til stendur að Trump hitti Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í ferðinni. Opinber rannsókn stendur yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. „Ég held að það það sé búist við því að við hittum Pútín, já. Við viljum hjálp Pútín með Norður-Kóreu og við munum hitta marga leiðtoga,“ sagði Trump við blaðamenn í forsetaflugvélinni á leiðinni til Japans, að sögn Politico.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Lengsta Asíuför Bandaríkjaforseta í aldarfjórðung Japan, Suður-Kórea, Kína, Víetnam og Filippeyjar eru áfangastaðir Donalds Trump næstu tólf dagana. 4. nóvember 2017 10:25 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Hvítur reykur og beðið eftir nýjum páfa Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Sjá meira
Lengsta Asíuför Bandaríkjaforseta í aldarfjórðung Japan, Suður-Kórea, Kína, Víetnam og Filippeyjar eru áfangastaðir Donalds Trump næstu tólf dagana. 4. nóvember 2017 10:25