Fimm leikir fóru fram í NBA í nótt og var þar meðal annars viðureign Golden State Warriors og Denver Nuggets þar sem Kevin Durant fór mikinn í liði Golden State.
Golden State voru með yfirhöndina meira og minna allan leikinn en staðan var 36-23 eftir fyrsta leikhluta. Staðan í leikhlé var svo orðin 60-55 fyrir Golden State.
Golden State héldu áfram yfirburðum sínum í seinni hálfleiknum og juku smátt og smátt forystu sína og unnu að lokum sigur 127-108. Kevin Durant var stigahæstur í liði Golden State með 25 stig og 7 fráköst á meðan Will Barton var stigahæstur í liði Denver með 21 stig og 8 fráköst.
Aðrir leikir fóru þannig að Memphis Grizzlies báru siguorð á LA Clippers 113-104, Sacramento Kings lágu á heimavelli fyrir Detroit Pistons 99-108, New Orleans Pelicans sigruðu Chicago Bulls 96-90 og Minnesota Timberwolves unnu Dallas Mavericks 112-99.
Durant með 25 stig í sigri Golden State

Tengdar fréttir

Aðeins 7% telja að Golden State verði ekki meistari
Golden State Warriors verður NBA-meistari næsta vor. Það er skoðun mikils meirihluta framkvæmdastjóra liðanna 30 í NBA-deildinni í körfubolta.